Erlent

Kínverjar minnast Jacksons

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kínverjar hyggjast koma sér upp eftirlíkingu af búgarði Michaels Jackson heitins, Neverland, á eyju nálægt Shanghai til að heiðra minningu poppgoðsins. Um smækkaða útgáfu verður að ræða og er búist við að framkvæmdirnar kosti sem nemur tæpum tveimur milljörðum króna. Kínverjar virðast vera miklir áhugamenn um Michael Jackson en í síðustu viku birtist ævisaga hans í þarlendum bókabúðum og höfðu höfundar hennar skrifað bókina á tveimur sólarhringum. Þeir höfðu hins vegar aldrei hitt Jackson en nýttu sér heimildir á Netinu við skrif sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×