Lokaæfingin fyrir tímatökuna í Abu Dhabi fór fram í sól og blíðu og Jenson Button á Brawn náði besta tíma, en það munaði aðiens 0.002 sekúndum á þeim Bretum.
Button ók á 1.40.625 sem er besti tími sem hefur náðst um heigina. Rubens Barrichello á varð þriðji á undan Sebastian Buemi.
Æfingin gekk átakalítið fyrir sig, en enn sem fyrr var Giancarlo Fisichella á Ferrari með öfustu mönnum og aðiens Jamie Alguersuari var á eftir honum, en hann komst ekki einn hring vegna bilunnar.
Hlýtur að vera erfitt fyrir Felipe Massa að fylgjast með Fisichella sem ekur í hans stað, þar sem Massa er enn að ná sér af meiðslum.
Bein útsending er frá tímatökum í Abu Dhabi kl. 12.45 á Stöð 2 Sport og er tímatakan í opinni dagskrá.
Sjá brautarlýsingu og aksturstímanna