Að fara með fjöregg þjóðarinnar Katrín Júlíusdóttir skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Ein af frumskyldum kjörinna fulltrúa er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Heimilin í landinu eiga afkomu sína og atvinnu undir því að fyrirtækin gangi og atvinnulífið skapi þau verðmæti sem standa undir öryggisneti samfélagsins, menntun og heilbrigðiskerfi. Sé þetta fjöregg í hættu verða stjórnmálamenn að meta afleiðingar mismunandi aðgerða eða aðgerðaleysis og taka svo ákvörðun þótt erfið sé. Setja verður velferð heimila og fyrirtækja framar bæði persónum og flokkslínum. Íslendingar glíma við gjaldeyriskreppu í kjölfar þess að fjármálakerfið hrundi og bera erlendir kröfuhafar, allt frá bönkum til lífeyrissjóða og líknarstofnana, miklar afskriftir af skuldum íslenskra aðila. Hvorki skuldsett atvinnulíf né heimili þola frekara hrun krónunnar og endurreisnin er óhugsandi verði alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokaðir til langs tíma. Eina endurreisnaráætlunin sem í boði erAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn er engin hjálparsamtök og aðferðir hans eru umdeildar. Hann er samt eini aðilinn sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar við lausn gjaldeyriskreppa. Aðkoma AGS er því forsenda aðstoðar frá öðrum þjóðum. Vegna þessa er sú áætlun um endurreisn, sem unnin var í samvinnu íslenskra stjórnvalda, Seðlabankans og AGS, um leið kjarninn í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Á henni hvílir líka stöðugleikasáttmáli aðila á vinnumarkaði og viðræður um þátt lífeyrissjóða í endurreisninni. Enginn hefur bent á aðra færa leið né kynnt áætlun í hennar stað. Óvissunni verður að linnaAnnar áfangi áætlunarinnar miðar að því að ljúka óvissutímabilinu og leggja grunn að endurheimt trausts. Hann felur í sér aðskilnað gömlu og nýju bankanna, endurfjármögnun bankakerfisins, samninga við erlenda kröfuhafa og innstæðueigendur, rannsókn hrunsins og uppbyggingu gjaldeyrisforða. Frekari dráttur á lokum þessa áfanga er okkur dýr. Rótgróin og traust fyrirtæki sem tapað hafa áratugagömlum viðskiptasamböndum eða þurfa að staðgreiða hefðbundnum birgjum geta vitnað um það. Fyrirtæki sem leita endurfjármögnunar lána eða fyrirgreiðslu til uppbyggingar þekkja afleiðingarnar. Fórnarkostnaðurinn kemur loks fram hjá heimilum í formi atvinnuleysis og verri lífskjara. Við óskum þess örugglega öll að frágangur ábyrgða á innstæðutryggingum hefði engin áhrif á endurreisnina. En veruleikinn er annar og þótt sárt sé verðum við að vinna út frá honum. Þar sem ríkisábyrgð á Icesave-láninu er eitt erfiðasta mál sem komið hefur á borð íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslunnar hefur mikilli orku og tíma verið varið í skoðun á öllum hliðum þess og stöðu Íslendinga. Málið varðar miklar skuldbindingar á næstu fimmtán árum og til að gæta ítrustu varfærni hafa bæði Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metið greiðslugetu ríkisins. Ekkert bendir til að þetta verði okkur létt en í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með endurreisn atvinnulífsins. Við verðum því að einhenda okkur í uppbyggingarstarfið í stað þess að gefast upp andspænis verkefninu. Í samningnum sjálfum eru endurskoðunarákvæði og við munum í framtíðinni, rétt eins og nú, geta höfðað til vinaþjóða okkar um endurskoðun og endurútdeilingu byrðanna af hruni fjármálakerfis heimsins, reynist bagginn of þungur. Hvað er undir í Icesave-málinu?Vandinn við umræðuna er meðal annars sá að á meðan hægt er að reikna kostnaðinn miðað við fyrirliggjandi samningstexta er fórnarkostnaðurinn við að ljúka ekki 2. áfanga endurreisnarinnar óþekkt stærð fyrir flesta. Alvarlegast er að halda að hann sé enginn. Sérfræðingar hafa bent á það opinberlega að bæði traust á íslensku efnahags- og atvinnulífi og lánshæfiseinkunn Íslands sé undir. Þar með eru samstarf við AGS og vinaþjóðir og gengi gjaldmiðilsins, sumsé sjálfar forsendurnar fyrir uppbyggingunni. Við getum deilt um hve mikill fórnarkostnaðurinn verður eða hve lengi samfélaginu mun blæða en við megum ekki taka áhættu með rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Samþykkt á hundraða milljarða ríkis-ábyrgð verður engum þingmanni léttbær en fyrr eða síðar verður að horfast í augu við kostina. Verjum framtíð barnanna okkarKjarninn í endurreisnaráætluninni er sá að við berum sem mest af kostnaðinum við hrunið á allra næstu árum um leið og áherslan er á hraða uppbyggingu og vörn fyrir hina verst settu. Markmiðið er að vinna okkur út úr erfið-leikunum á sem skemmstum tíma í stað þess að velta vandanum á undan okkur. Þetta verður erfitt og við horfum nú fram á harðan vetur þar sem botninum verður vonandi náð. En ég tel það skyldu okkar kynslóðar að ljúka tiltektinni svo við skilum ekki börnunum okkar einangruðu samfélagi hafta og stöðnunar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar búi í opnu samfélagi þar sem atvinnulífið á vaxtarfæri svo þau geti notið góðra lífskjara og öflugs velferðarkerfis. Velferðarstjórnin er mynduð til að tryggja að endurreisnin verði á félagslegum grunni og því tækifæri megum við ekki tapa. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ein af frumskyldum kjörinna fulltrúa er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Heimilin í landinu eiga afkomu sína og atvinnu undir því að fyrirtækin gangi og atvinnulífið skapi þau verðmæti sem standa undir öryggisneti samfélagsins, menntun og heilbrigðiskerfi. Sé þetta fjöregg í hættu verða stjórnmálamenn að meta afleiðingar mismunandi aðgerða eða aðgerðaleysis og taka svo ákvörðun þótt erfið sé. Setja verður velferð heimila og fyrirtækja framar bæði persónum og flokkslínum. Íslendingar glíma við gjaldeyriskreppu í kjölfar þess að fjármálakerfið hrundi og bera erlendir kröfuhafar, allt frá bönkum til lífeyrissjóða og líknarstofnana, miklar afskriftir af skuldum íslenskra aðila. Hvorki skuldsett atvinnulíf né heimili þola frekara hrun krónunnar og endurreisnin er óhugsandi verði alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokaðir til langs tíma. Eina endurreisnaráætlunin sem í boði erAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn er engin hjálparsamtök og aðferðir hans eru umdeildar. Hann er samt eini aðilinn sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar við lausn gjaldeyriskreppa. Aðkoma AGS er því forsenda aðstoðar frá öðrum þjóðum. Vegna þessa er sú áætlun um endurreisn, sem unnin var í samvinnu íslenskra stjórnvalda, Seðlabankans og AGS, um leið kjarninn í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Á henni hvílir líka stöðugleikasáttmáli aðila á vinnumarkaði og viðræður um þátt lífeyrissjóða í endurreisninni. Enginn hefur bent á aðra færa leið né kynnt áætlun í hennar stað. Óvissunni verður að linnaAnnar áfangi áætlunarinnar miðar að því að ljúka óvissutímabilinu og leggja grunn að endurheimt trausts. Hann felur í sér aðskilnað gömlu og nýju bankanna, endurfjármögnun bankakerfisins, samninga við erlenda kröfuhafa og innstæðueigendur, rannsókn hrunsins og uppbyggingu gjaldeyrisforða. Frekari dráttur á lokum þessa áfanga er okkur dýr. Rótgróin og traust fyrirtæki sem tapað hafa áratugagömlum viðskiptasamböndum eða þurfa að staðgreiða hefðbundnum birgjum geta vitnað um það. Fyrirtæki sem leita endurfjármögnunar lána eða fyrirgreiðslu til uppbyggingar þekkja afleiðingarnar. Fórnarkostnaðurinn kemur loks fram hjá heimilum í formi atvinnuleysis og verri lífskjara. Við óskum þess örugglega öll að frágangur ábyrgða á innstæðutryggingum hefði engin áhrif á endurreisnina. En veruleikinn er annar og þótt sárt sé verðum við að vinna út frá honum. Þar sem ríkisábyrgð á Icesave-láninu er eitt erfiðasta mál sem komið hefur á borð íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslunnar hefur mikilli orku og tíma verið varið í skoðun á öllum hliðum þess og stöðu Íslendinga. Málið varðar miklar skuldbindingar á næstu fimmtán árum og til að gæta ítrustu varfærni hafa bæði Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metið greiðslugetu ríkisins. Ekkert bendir til að þetta verði okkur létt en í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með endurreisn atvinnulífsins. Við verðum því að einhenda okkur í uppbyggingarstarfið í stað þess að gefast upp andspænis verkefninu. Í samningnum sjálfum eru endurskoðunarákvæði og við munum í framtíðinni, rétt eins og nú, geta höfðað til vinaþjóða okkar um endurskoðun og endurútdeilingu byrðanna af hruni fjármálakerfis heimsins, reynist bagginn of þungur. Hvað er undir í Icesave-málinu?Vandinn við umræðuna er meðal annars sá að á meðan hægt er að reikna kostnaðinn miðað við fyrirliggjandi samningstexta er fórnarkostnaðurinn við að ljúka ekki 2. áfanga endurreisnarinnar óþekkt stærð fyrir flesta. Alvarlegast er að halda að hann sé enginn. Sérfræðingar hafa bent á það opinberlega að bæði traust á íslensku efnahags- og atvinnulífi og lánshæfiseinkunn Íslands sé undir. Þar með eru samstarf við AGS og vinaþjóðir og gengi gjaldmiðilsins, sumsé sjálfar forsendurnar fyrir uppbyggingunni. Við getum deilt um hve mikill fórnarkostnaðurinn verður eða hve lengi samfélaginu mun blæða en við megum ekki taka áhættu með rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Samþykkt á hundraða milljarða ríkis-ábyrgð verður engum þingmanni léttbær en fyrr eða síðar verður að horfast í augu við kostina. Verjum framtíð barnanna okkarKjarninn í endurreisnaráætluninni er sá að við berum sem mest af kostnaðinum við hrunið á allra næstu árum um leið og áherslan er á hraða uppbyggingu og vörn fyrir hina verst settu. Markmiðið er að vinna okkur út úr erfið-leikunum á sem skemmstum tíma í stað þess að velta vandanum á undan okkur. Þetta verður erfitt og við horfum nú fram á harðan vetur þar sem botninum verður vonandi náð. En ég tel það skyldu okkar kynslóðar að ljúka tiltektinni svo við skilum ekki börnunum okkar einangruðu samfélagi hafta og stöðnunar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar búi í opnu samfélagi þar sem atvinnulífið á vaxtarfæri svo þau geti notið góðra lífskjara og öflugs velferðarkerfis. Velferðarstjórnin er mynduð til að tryggja að endurreisnin verði á félagslegum grunni og því tækifæri megum við ekki tapa. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun