Samkeppni hraðar endurreisn 21. janúar 2009 03:30 Ármann Kr. Ólafsson skrifar um samkeppni Í kjölfar bankarhrunsins er mikilvægt að hefja strax endurreisn á íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Til að það sé mögulegt á sem stystum tíma verður að ríkja öflug samkeppni hér á landi. Af þeim sökum lagði ég fram þingsályktunartillögu fyrir jól um heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja. Því miður er mikil hætta á að ríkjandi ástand ýti undir samþjöppun og hún verði enn meiri en við höfum upplifað á undanförnum árum. Slíkt getur dregið úr hraða endurreisnarinnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008, Öflug uppbygging - opnun markaða og efling atvinnustarfsemi er greint frá reynslu annarra ríkja af þýðingu samkeppni í efnahagskreppum og hvaða lærdóm megi draga af henni. Sú reynsla og rannsóknir í hagfræði sýna að aðgerðir til að viðhalda og efla samkeppni stuðla að hraðari endurreisn atvinnulífsins. Ljóst er að samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja er að gallað. Hringamyndun og krosseignarhald hefur fengið að þrífast hér á landi, fákeppni hefur blómstrað og fyrirtæki hafa misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni um áraraðir. Þetta sést glöggt þegar horft er til smásöluverslunar, matvöruiðnaðarins, fjölmiðla- og fjarskiptamarkaðarins, samgöngufyrirtækja og lyfjamarkaðarins svo eitthvað sé nefnt. Við megum engan tíma missa. Krónan hefur fallið hratt og verðhækkanir fylgt í kjölfarið. Nauðsynlegt er að þær gangi hratt til baka þegar styrkingarferli krónunnar verður raunverulegt. Ef fákeppni ríkir á markaðnum myndast mikil tregða til verðlækkana eins og sagan sýnir. Við slíku verður að sporna og má ljóst vera að forsenda þess er öflugri samkeppnismarkaður. Mörg úrræði eru til að efla samkeppni innan núverandi löggjafar. Önnur kalla á að reglu- og lagaumgjörð fyrirtækjanna eða samkeppnismarkaða sé breytt og úrræði Samkeppniseftirlitsins efld. Sérstaka áherslu þarf að leggja á að hlúa að og bæta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, m.a. með því að ryðja úr vegi hindrunum sem takmarka möguleika nýrra fyrirtækja til að komast inn á samkeppnismarkaði (aðgangshindranir), eða möguleika smærri fyrirtækja til að vaxa við hlið stærri fyrirtækja. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson skrifar um samkeppni Í kjölfar bankarhrunsins er mikilvægt að hefja strax endurreisn á íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Til að það sé mögulegt á sem stystum tíma verður að ríkja öflug samkeppni hér á landi. Af þeim sökum lagði ég fram þingsályktunartillögu fyrir jól um heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja. Því miður er mikil hætta á að ríkjandi ástand ýti undir samþjöppun og hún verði enn meiri en við höfum upplifað á undanförnum árum. Slíkt getur dregið úr hraða endurreisnarinnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008, Öflug uppbygging - opnun markaða og efling atvinnustarfsemi er greint frá reynslu annarra ríkja af þýðingu samkeppni í efnahagskreppum og hvaða lærdóm megi draga af henni. Sú reynsla og rannsóknir í hagfræði sýna að aðgerðir til að viðhalda og efla samkeppni stuðla að hraðari endurreisn atvinnulífsins. Ljóst er að samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja er að gallað. Hringamyndun og krosseignarhald hefur fengið að þrífast hér á landi, fákeppni hefur blómstrað og fyrirtæki hafa misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni um áraraðir. Þetta sést glöggt þegar horft er til smásöluverslunar, matvöruiðnaðarins, fjölmiðla- og fjarskiptamarkaðarins, samgöngufyrirtækja og lyfjamarkaðarins svo eitthvað sé nefnt. Við megum engan tíma missa. Krónan hefur fallið hratt og verðhækkanir fylgt í kjölfarið. Nauðsynlegt er að þær gangi hratt til baka þegar styrkingarferli krónunnar verður raunverulegt. Ef fákeppni ríkir á markaðnum myndast mikil tregða til verðlækkana eins og sagan sýnir. Við slíku verður að sporna og má ljóst vera að forsenda þess er öflugri samkeppnismarkaður. Mörg úrræði eru til að efla samkeppni innan núverandi löggjafar. Önnur kalla á að reglu- og lagaumgjörð fyrirtækjanna eða samkeppnismarkaða sé breytt og úrræði Samkeppniseftirlitsins efld. Sérstaka áherslu þarf að leggja á að hlúa að og bæta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, m.a. með því að ryðja úr vegi hindrunum sem takmarka möguleika nýrra fyrirtækja til að komast inn á samkeppnismarkaði (aðgangshindranir), eða möguleika smærri fyrirtækja til að vaxa við hlið stærri fyrirtækja. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar