Enski boltinn

David Moyes ætlar að hvíla lykilmenn í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton.
David Moyes, stjóri Everton. Nordic Photos / Getty Images

David Moyes segir vel koma til greina að hvíla nokkra lykilmenn Everton fyrir leik liðsins gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld.

Everton lék á sunnudaginn gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni og tryggði sér þar þátttöku í úrslitaleiknum.

„Þetta er ekki viðtekin venja hjá mér en ég gæti hvílt nokkra leikmenn. Það er eitthvað sem ég er að velta fyrir mér og ég er með eina eða tvær hugmyndir."

„Ef strákarnir vilja ólmir spila í kvöld þá þurfa þeir að sýna mér hversu mikið þeir vilja spila."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×