Ferrari hættir ef FIA gefur sig ekki 12. maí 2009 15:36 Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari hefur í nógu að snúast þessa dagana. Stjórn Ferrari vill hætta í Formúlu 1 ef reglur FIA breytast ekki fyrir næst ár. Stjórn Ferrari kom saman í dag og ræddi reglubreytingar sem FIA hyggst taka í notkun á næsta ári sem takmarkar mjög möguleika liða til að þróa bíla sína og verja því fjármagni sem bílaframleiðendur vilja kosta til. FIA vill reglur sem verða til þess að ný lið geta komið inn í Formúlu 1 og kostað til 40 miljónunum pund, en stórliðin í dag eru að verja allt að 300 miljónum punda á ári. "Ef þessum tillögum verður ekki breytt, þá mun Ferrari ekki taka þátt í Formúlu 1 á næsta ári", segir m.a. í yfirlýsingu frá Ferrari í dag. "Ferrari hefur tekið þátt í Formúlu 1 í 60 ár, en ef FIA neitar að endurskoða afstöðu sína mun Ferrari leita leiða til að taka þátt í öðrum mótaröðum árið 2010. Ferrari lýsir líka yfir vonbrigðum með einstrengingslega ákvarðanatöku FIA, sem hefur ekki leitað samstarfs við Formúlu 1 lið í þessu máli:" Önnur lið eru líka á skjön við FIA. Red Bull, Torro Rosso, Renault, BMW og McLaren eru ekki sátt við framgang mála og ljóst að málsaðilar þurfa að funda. Sagt er að Max Mosley forseti FIA og Luca Montezemolo framkvæmdarstjóri Ferrari muni hittast í vikunni. Keppnislið í Formúlu 1 þurfa að sækja um þátttöku árið 2010 í síðasta lagi 29. maí n.k.Sjá yfirlýsingu Ferrari Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Stjórn Ferrari kom saman í dag og ræddi reglubreytingar sem FIA hyggst taka í notkun á næsta ári sem takmarkar mjög möguleika liða til að þróa bíla sína og verja því fjármagni sem bílaframleiðendur vilja kosta til. FIA vill reglur sem verða til þess að ný lið geta komið inn í Formúlu 1 og kostað til 40 miljónunum pund, en stórliðin í dag eru að verja allt að 300 miljónum punda á ári. "Ef þessum tillögum verður ekki breytt, þá mun Ferrari ekki taka þátt í Formúlu 1 á næsta ári", segir m.a. í yfirlýsingu frá Ferrari í dag. "Ferrari hefur tekið þátt í Formúlu 1 í 60 ár, en ef FIA neitar að endurskoða afstöðu sína mun Ferrari leita leiða til að taka þátt í öðrum mótaröðum árið 2010. Ferrari lýsir líka yfir vonbrigðum með einstrengingslega ákvarðanatöku FIA, sem hefur ekki leitað samstarfs við Formúlu 1 lið í þessu máli:" Önnur lið eru líka á skjön við FIA. Red Bull, Torro Rosso, Renault, BMW og McLaren eru ekki sátt við framgang mála og ljóst að málsaðilar þurfa að funda. Sagt er að Max Mosley forseti FIA og Luca Montezemolo framkvæmdarstjóri Ferrari muni hittast í vikunni. Keppnislið í Formúlu 1 þurfa að sækja um þátttöku árið 2010 í síðasta lagi 29. maí n.k.Sjá yfirlýsingu Ferrari
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira