Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið kannar stofnfjársölu Landsbankans

Valur Grettisson skrifar
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME.
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME.

„Það er verið að láta kanna þetta," segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um fyrirhugaða sölu á stofnfjárbréfum Byr til eignarhaldsfélagsins Reykjavík Invest í eigu Arnars Bjarnarsonar sem fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá í gær.

Þá kom fram að skilanefnd Landsbankans, með Lárus Finnbogason í forsvari, hafi viljað selja eignarhaldsfélaginu Reykjavík Invest 2,6 prósentu hlut í stofnfjárbréfum Byrs. Sjálfur er hann endurskoðandi félagsins.

Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er engum heimilt að fara með meira en 5 prósent af heildaratkvæðamagni í sparisjóði, hvort sem yfirráð yfir atkvæðarétti byggjast á beinni eða óbeinni hlutdeild í stofnfé sparisjóðs.

Aðalfundur BYRS verður haldinn á morgun en í síðustu viku seldi skilanefnd Landsbankans félaginu Reykjavik Invest 2,6 prósent af hlut sínum í sparisjóðnum og heldur eftir rétt tæpum 5 prósentum.

Eftir að fréttastofa sagði frá málinu í gær sendi skilanefnd Landsbankans frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að salan hefði verið háð samþykki nefndarinnar og hún veiti ekki sitt samþykki.

Samkvæmt heimildum þá kom nefndin ekki saman fyrr eftir að fréttir voru sagðar af hlutnum sem átti að selja. Í kjölfarið var ákveðið að selja ekki hlut Landsbankans til Reykjavík Invest og yfirlýsing þess eðlis send út til fjölmiðla.

Í viðtali við fréttastofuna í gær sagði Lárus ekki vilja gefa upp hvað hefði verið borgað fyrir stofnfjárhlutinn eða hvernig hann hefði verið fjármagnaður, líkt og salan væri búin að eiga sér stað.

Ástæðan fyrir því að Arnar vildi ná hlutnum í gegnum Reykjavík Invest var til þess að öðlast atkvæðarétt á aðalfundi Byrs á morgun. Arnar er í framboði ásamt fleirum til stjórnar Byrs.

Sú stjórn er runnin undan rifjum siðvæðingarhjónanna Sveins Margeirssonar og Rakelar Gylfadóttur. Þau héldu fjölmennan fund stofnfjáreiganda þar sem þau vildu stuðla að heilbrigðu sparisjóðskerfi á Íslandi með tilheyrandi siðvæðingu.

Ekki náðist í þau hjónin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Þegar haft var samband við Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra, sagðist hann ekki hafa geta kannað þetta mál til hlítar og því vildi hann ekki tjá sig um það.










Tengdar fréttir

Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni

Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum.

Segja söluna á BYR-hlutnum aldrei hafa átt sér stað

Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynning vegna fréttar Stöðvar 2 frá því fyrr í kvöld um sölu bankans á 2,6% stofnfjárhlut í BYR. Þar segir að sala þessi hafi verið háð samþykki Skilanefndarinnar. Afstaða Skilanefndar hafi hinsvegar ekki legið fyrir þegar tilkynningin var send Byr sparisjóði. Skilanefnd Landsbankans hafi tekið málið fyrir og salan hafi ekki hlotið samþykki nefndarinnar.

FME skoði sölu Landsbankans á BYR-hlut

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í kvöld að ef einhver misbrestur væri á sölu Landsbankans á 2,6% hlut í BYR hljóti það að vera eitthvað sem Fjármálaeftirlitið muni skoða. Fréttastofa sagði frá því fyrr í kvöld að bankinn hefði selt umræddan hlut til félags sem heitir Reykjavík Invest. Formaður skilanefndar Landabankans, Lárus Finnbogason, er endurskoðandi félagsins. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið né hvernig hluturinn var fjármagnaður í samtali við fréttastofu.

Segja sölu Landsbankans á hlut í BYR spillingu

Skilanefnd Landsbankans seldi 2,6% hlut í Byr til lítils fjárfestingafélags rúmri viku fyrir aðalfund. Endurskoðandi félagsins er formaður skilanefndarinnar. Salan lyktar af atkvæðasmölun og spillingu segja stofnfjáreigendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×