Alonso til Ferrari á næsta ári og miklar mannabreytingar í kjölfarið 21. ágúst 2009 22:15 Samherjar á næsta ári? Alonso og Massa á verðlaunapalli. Nordicphotos/GettyImages Fernando Alonso fer til Ferrari á næsta ári frá Renault og mun það væntanlega hrinda af stað miklum mannabreytingum í Formúlu-1. Þetta er opinbert leyndarmál í Formúlunni en liðsstjóri McLaren, Martin Whitmarsh, varð í dag fyrsti háttsetti aðilinn til að greina frá þessu. Hinn tvöfaldi heimsmeistari Alonso er ætlað að aka við hlið Felipe Massa og herma fregnir að Ferrari sé í starfslokaviðræðum við Kimi Raikkonen sem er samningsbundinn út næsta ár hjá félaginu. „Ég held að við vitum öll af því að Fernando-Ferrari skiptin munu hafa dómínó-áhrif á önnur lið,“ sagði Whitmarsh. Alonso forðast spurningar um framtíð sínar eins og heitan eldinn þessa dagana. Talið er að McLaren vilji ráða Nico Rosberg í staðinn Heikki Kovalainen til að aka við hlið Lewis Hamilton en Brawn, Renault og Toyota eru öll talin hafa áhuga á Raikkonen, ef hann fer frá Ferrari. Ef Massa nær sér ekki að fullu af meiðslum sínum, sem þó er búist við, er ekki víst að Raikkonen fari neitt. Robert Kubica og Nick Heidfeld eru eðlilega í leit að nýjum liðum eftir að BMW ákvað að draga sig út úr Formúlunni. Kubica hefur verið orðaður við Williams en Brawn og Renault gætu einnig sýnt honum áhuga. Formúla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso fer til Ferrari á næsta ári frá Renault og mun það væntanlega hrinda af stað miklum mannabreytingum í Formúlu-1. Þetta er opinbert leyndarmál í Formúlunni en liðsstjóri McLaren, Martin Whitmarsh, varð í dag fyrsti háttsetti aðilinn til að greina frá þessu. Hinn tvöfaldi heimsmeistari Alonso er ætlað að aka við hlið Felipe Massa og herma fregnir að Ferrari sé í starfslokaviðræðum við Kimi Raikkonen sem er samningsbundinn út næsta ár hjá félaginu. „Ég held að við vitum öll af því að Fernando-Ferrari skiptin munu hafa dómínó-áhrif á önnur lið,“ sagði Whitmarsh. Alonso forðast spurningar um framtíð sínar eins og heitan eldinn þessa dagana. Talið er að McLaren vilji ráða Nico Rosberg í staðinn Heikki Kovalainen til að aka við hlið Lewis Hamilton en Brawn, Renault og Toyota eru öll talin hafa áhuga á Raikkonen, ef hann fer frá Ferrari. Ef Massa nær sér ekki að fullu af meiðslum sínum, sem þó er búist við, er ekki víst að Raikkonen fari neitt. Robert Kubica og Nick Heidfeld eru eðlilega í leit að nýjum liðum eftir að BMW ákvað að draga sig út úr Formúlunni. Kubica hefur verið orðaður við Williams en Brawn og Renault gætu einnig sýnt honum áhuga.
Formúla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira