Viðskipti innlent

Skilyrði sett fyrir yfirtöku Íslandsbanka á Icelandair

Samkeppniseftirlitið setur nokkur skilyrði fyrir yfirtöku Íslandsbanka á Icelandair sem fór fram í sumar. Þetta kemur fram í úrskurði eftirlitsins um yfirtökuna sem birt hefur verið á vefsíðu eftirlitsins.

„Yfirtaka Íslandsbanka hf. á 42% eignarhlut í Icelandair Group hf. fela í sér samruna í skilningi 17. gr. Samkeppnislaga... en í kjölfar samrunans á Íslandsbanki 47% eignarhlut í félaginu. Með heimild í 17. gr. Samkeppnislaga eru samrunanum sett skilyrði. Með setningu...skilyrða er ekki þörf á ógildingu samrunans," segir í úrskurði eftirltisins.

Meðal skilyrði er að Íslandsbanki skal ekki grípa til neinna ráðstafana sem með beinum eða óbeinum hætti er ætlað að hafa áhrif á við hvaða fyrirtæki Icelandair Group eða dótturfélög Icelandair Group eiga viðskipti.

Þá er kveðið á um að Íslandsbanki skuli ekki grípa til neinna ráðstafana sem með beinum eða óbeinum hætti er ætlað að hafa áhrif á viðskiptakjör fyrirtækja, sem er í eigu bankans að hluta eða öllu leyti, sem selja Icelandair Group, dótturfélögum Icelandair Group eða keppinautum þessara fyrirtækja vörur eða þjónustu.

Ennfremur að Íslandsbanki skal tryggja með nauðsynlegum aðgerðum að viðkvæmar upplýsingar sem bankinn býr yfir eða kann að búa yfir um keppinauta eða viðskiptavini Icelandair Group og dótturfélaga Icelandair Group berist ekki til þeirra fyrirtækja.

Íslandsbanki skal fyrir 1. nóvember 2009 tilkynna Samkeppniseftirlitinu um aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að tryggja að farið verði að framangreindum skilyrðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×