Jafnréttismál í öndvegi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 27. nóvember 2009 06:00 Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði. Ráðherranefndin hefur þegar hafið vinnu við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, þar sem lagðar verða línur fyrir átak í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við starfsemi ríkisstjórnar og ráðuneyta. Það verklag verður innleitt að stjórnarfrumvörp og meiriháttar ákvarðanir og áætlanir ríkisstjórnar sem geta haft áhrif á stöðu jafnréttis kynjanna fari í gegnum sérstakt jafnréttismat. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á að aðgerðir til atvinnusköpunar þjóni jafnt konum og körlum. Fjármálaráðherra hefur ýtt úr vör sérstöku verkefni sem felur það í sér að fjárlögum sé meðvitað beitt í þágu markmiða um jafnrétti kynjanna. Öryggi kvennaAðgerðaáætlun gegn mansali var samþykkt í mars sl. af minnihlutastjórn sömu flokka og nú skipa ríkisstjórn. Nú þegar hefur um helmingi af boðuðum aðgerðum hennar verið hrint í framkvæmd eða komið í framkvæmdaferli. M.a. hefur Alþingi breytt hegningarlögum þannig að kaup á vændi eru nú refsiverð. Að baki er sú þríþætta grundvallarafstaða: að enginn á í krafti peninga að geta náð yfirráðum yfir líkama annarrar manneskju; að rekstur á vændisstarfssemi og vændiskaup séu birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og kúgunar; og að þeir sem leiðist út í vændi séu fórnarlömb efnahagslegs, félagslegs og í flestum tilfellum kynbundins misréttis sem eiga tilkall til þess að samfélagið í heild grípi til úrræða til að uppræta slíkt misrétti. Á yfirstandandi þingi verður væntanlega samþykkt frumvarp um bann við starfsemi nektarstaða af sömu ástæðum og á grundvelli vísbendinga um tengsl þeirra við vændi og mansal. Frumvörp um lagabreytingar sem lúta að fullgildingu á alþjóðasáttmálum gegn mansali verða lögð fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi þar sem m.a. réttarstaða fórnarlamba og vernd og aðstoð við þau verða tryggð. Sérfræði- og samhæfingarteymi gegn mansali hefur tekið til starfa, en það hefur staðist sína fyrstu eldskírn varðandi það sérstaka mansalsmál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Átak gegn ofbeldi stendur nú yfir og það er viðleitni sem er ákaflega brýn þegar talsvert ber á ofbeldi á heimilum og á almannafæri. Ofbeldisseggi verður að hefta og hemja hvort sem þeir eru inni á heimilum, í Vítisenglum, erlendum glæpagengjum eða hafa lent í ógæfu fíkniefna eða annarrar óreglu. Við getum ekki unað því að ofbeldismenn vaði uppi en fórnarlömb þeirra beri allan andlegan og fjárhagslegan skaða. Fórnarlömbunum ber þvert á móti virðing samfélagsins. Við stefnum að því að leiða hina svokölluðu „austurrísku leið" í lög, en hún snýr að heimildum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem kæmi þá í stað þess að fórnarlömb ofbeldisins þurfi að yfirgefa heimili sitt sér til verndar. Jafnræði í stjórnsýslu og atvinnulífiÁ vettvangi ráðuneyta hefur markmiðum um jafnari kynjahlutföll við skipun ráða og nefnda verið skipulega fylgt eftir en þar er t.d. við þann ramma reip að draga að tilnefningaraðilar streitast í sumum tilfellum við að tilnefna bæði karla og konur. Ráðuneytin hafa nú innleitt strangari eftirfylgni og meira eftirlit gagnvart tilnefningaraðilum. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur þá skyldu á herðar þeim sem skipa stjórnir einkahlutafélaga að gæta að því að hlutur kynja verði sem jafnastur og er markmiðið að stuðla að auknum hlut kvenna í ábyrgðarstöðum á vettvangi efnahagslífsins. Launajafnrétti kynja er áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Unnið er að gerð jafnlaunastaðals í samvinnu við samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og Staðlaráð. Þetta er frumkvöðlaverkefni, enda hefur staðall um launajafnrétti hvergi áður verið gerður, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Miklar væntingar eru bundnar við þetta verkefni, enda er markmiðið að búa til staðal sem hvort tveggja í senn yrði atvinnurekendum til leiðbeiningar um uppbyggingu launakerfa sinna og tæki til að meta hvort þeir uppfylli ákvæði jafnréttislaga um launajafnrétti. Með þennan bakgrunn í huga fagna ég því að í nýlegri alþjóðlegri könnun var Ísland í fyrsta sæti í jafnréttismálum. Það er ánægjuleg viðurkenning á því að ríkisstjórnin hefur sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi með afgerandi hætti. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði. Ráðherranefndin hefur þegar hafið vinnu við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, þar sem lagðar verða línur fyrir átak í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við starfsemi ríkisstjórnar og ráðuneyta. Það verklag verður innleitt að stjórnarfrumvörp og meiriháttar ákvarðanir og áætlanir ríkisstjórnar sem geta haft áhrif á stöðu jafnréttis kynjanna fari í gegnum sérstakt jafnréttismat. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á að aðgerðir til atvinnusköpunar þjóni jafnt konum og körlum. Fjármálaráðherra hefur ýtt úr vör sérstöku verkefni sem felur það í sér að fjárlögum sé meðvitað beitt í þágu markmiða um jafnrétti kynjanna. Öryggi kvennaAðgerðaáætlun gegn mansali var samþykkt í mars sl. af minnihlutastjórn sömu flokka og nú skipa ríkisstjórn. Nú þegar hefur um helmingi af boðuðum aðgerðum hennar verið hrint í framkvæmd eða komið í framkvæmdaferli. M.a. hefur Alþingi breytt hegningarlögum þannig að kaup á vændi eru nú refsiverð. Að baki er sú þríþætta grundvallarafstaða: að enginn á í krafti peninga að geta náð yfirráðum yfir líkama annarrar manneskju; að rekstur á vændisstarfssemi og vændiskaup séu birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og kúgunar; og að þeir sem leiðist út í vændi séu fórnarlömb efnahagslegs, félagslegs og í flestum tilfellum kynbundins misréttis sem eiga tilkall til þess að samfélagið í heild grípi til úrræða til að uppræta slíkt misrétti. Á yfirstandandi þingi verður væntanlega samþykkt frumvarp um bann við starfsemi nektarstaða af sömu ástæðum og á grundvelli vísbendinga um tengsl þeirra við vændi og mansal. Frumvörp um lagabreytingar sem lúta að fullgildingu á alþjóðasáttmálum gegn mansali verða lögð fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi þar sem m.a. réttarstaða fórnarlamba og vernd og aðstoð við þau verða tryggð. Sérfræði- og samhæfingarteymi gegn mansali hefur tekið til starfa, en það hefur staðist sína fyrstu eldskírn varðandi það sérstaka mansalsmál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Átak gegn ofbeldi stendur nú yfir og það er viðleitni sem er ákaflega brýn þegar talsvert ber á ofbeldi á heimilum og á almannafæri. Ofbeldisseggi verður að hefta og hemja hvort sem þeir eru inni á heimilum, í Vítisenglum, erlendum glæpagengjum eða hafa lent í ógæfu fíkniefna eða annarrar óreglu. Við getum ekki unað því að ofbeldismenn vaði uppi en fórnarlömb þeirra beri allan andlegan og fjárhagslegan skaða. Fórnarlömbunum ber þvert á móti virðing samfélagsins. Við stefnum að því að leiða hina svokölluðu „austurrísku leið" í lög, en hún snýr að heimildum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem kæmi þá í stað þess að fórnarlömb ofbeldisins þurfi að yfirgefa heimili sitt sér til verndar. Jafnræði í stjórnsýslu og atvinnulífiÁ vettvangi ráðuneyta hefur markmiðum um jafnari kynjahlutföll við skipun ráða og nefnda verið skipulega fylgt eftir en þar er t.d. við þann ramma reip að draga að tilnefningaraðilar streitast í sumum tilfellum við að tilnefna bæði karla og konur. Ráðuneytin hafa nú innleitt strangari eftirfylgni og meira eftirlit gagnvart tilnefningaraðilum. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur þá skyldu á herðar þeim sem skipa stjórnir einkahlutafélaga að gæta að því að hlutur kynja verði sem jafnastur og er markmiðið að stuðla að auknum hlut kvenna í ábyrgðarstöðum á vettvangi efnahagslífsins. Launajafnrétti kynja er áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Unnið er að gerð jafnlaunastaðals í samvinnu við samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og Staðlaráð. Þetta er frumkvöðlaverkefni, enda hefur staðall um launajafnrétti hvergi áður verið gerður, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Miklar væntingar eru bundnar við þetta verkefni, enda er markmiðið að búa til staðal sem hvort tveggja í senn yrði atvinnurekendum til leiðbeiningar um uppbyggingu launakerfa sinna og tæki til að meta hvort þeir uppfylli ákvæði jafnréttislaga um launajafnrétti. Með þennan bakgrunn í huga fagna ég því að í nýlegri alþjóðlegri könnun var Ísland í fyrsta sæti í jafnréttismálum. Það er ánægjuleg viðurkenning á því að ríkisstjórnin hefur sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi með afgerandi hætti. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar