Jafnréttismál í öndvegi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 27. nóvember 2009 06:00 Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði. Ráðherranefndin hefur þegar hafið vinnu við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, þar sem lagðar verða línur fyrir átak í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við starfsemi ríkisstjórnar og ráðuneyta. Það verklag verður innleitt að stjórnarfrumvörp og meiriháttar ákvarðanir og áætlanir ríkisstjórnar sem geta haft áhrif á stöðu jafnréttis kynjanna fari í gegnum sérstakt jafnréttismat. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á að aðgerðir til atvinnusköpunar þjóni jafnt konum og körlum. Fjármálaráðherra hefur ýtt úr vör sérstöku verkefni sem felur það í sér að fjárlögum sé meðvitað beitt í þágu markmiða um jafnrétti kynjanna. Öryggi kvennaAðgerðaáætlun gegn mansali var samþykkt í mars sl. af minnihlutastjórn sömu flokka og nú skipa ríkisstjórn. Nú þegar hefur um helmingi af boðuðum aðgerðum hennar verið hrint í framkvæmd eða komið í framkvæmdaferli. M.a. hefur Alþingi breytt hegningarlögum þannig að kaup á vændi eru nú refsiverð. Að baki er sú þríþætta grundvallarafstaða: að enginn á í krafti peninga að geta náð yfirráðum yfir líkama annarrar manneskju; að rekstur á vændisstarfssemi og vændiskaup séu birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og kúgunar; og að þeir sem leiðist út í vændi séu fórnarlömb efnahagslegs, félagslegs og í flestum tilfellum kynbundins misréttis sem eiga tilkall til þess að samfélagið í heild grípi til úrræða til að uppræta slíkt misrétti. Á yfirstandandi þingi verður væntanlega samþykkt frumvarp um bann við starfsemi nektarstaða af sömu ástæðum og á grundvelli vísbendinga um tengsl þeirra við vændi og mansal. Frumvörp um lagabreytingar sem lúta að fullgildingu á alþjóðasáttmálum gegn mansali verða lögð fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi þar sem m.a. réttarstaða fórnarlamba og vernd og aðstoð við þau verða tryggð. Sérfræði- og samhæfingarteymi gegn mansali hefur tekið til starfa, en það hefur staðist sína fyrstu eldskírn varðandi það sérstaka mansalsmál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Átak gegn ofbeldi stendur nú yfir og það er viðleitni sem er ákaflega brýn þegar talsvert ber á ofbeldi á heimilum og á almannafæri. Ofbeldisseggi verður að hefta og hemja hvort sem þeir eru inni á heimilum, í Vítisenglum, erlendum glæpagengjum eða hafa lent í ógæfu fíkniefna eða annarrar óreglu. Við getum ekki unað því að ofbeldismenn vaði uppi en fórnarlömb þeirra beri allan andlegan og fjárhagslegan skaða. Fórnarlömbunum ber þvert á móti virðing samfélagsins. Við stefnum að því að leiða hina svokölluðu „austurrísku leið" í lög, en hún snýr að heimildum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem kæmi þá í stað þess að fórnarlömb ofbeldisins þurfi að yfirgefa heimili sitt sér til verndar. Jafnræði í stjórnsýslu og atvinnulífiÁ vettvangi ráðuneyta hefur markmiðum um jafnari kynjahlutföll við skipun ráða og nefnda verið skipulega fylgt eftir en þar er t.d. við þann ramma reip að draga að tilnefningaraðilar streitast í sumum tilfellum við að tilnefna bæði karla og konur. Ráðuneytin hafa nú innleitt strangari eftirfylgni og meira eftirlit gagnvart tilnefningaraðilum. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur þá skyldu á herðar þeim sem skipa stjórnir einkahlutafélaga að gæta að því að hlutur kynja verði sem jafnastur og er markmiðið að stuðla að auknum hlut kvenna í ábyrgðarstöðum á vettvangi efnahagslífsins. Launajafnrétti kynja er áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Unnið er að gerð jafnlaunastaðals í samvinnu við samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og Staðlaráð. Þetta er frumkvöðlaverkefni, enda hefur staðall um launajafnrétti hvergi áður verið gerður, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Miklar væntingar eru bundnar við þetta verkefni, enda er markmiðið að búa til staðal sem hvort tveggja í senn yrði atvinnurekendum til leiðbeiningar um uppbyggingu launakerfa sinna og tæki til að meta hvort þeir uppfylli ákvæði jafnréttislaga um launajafnrétti. Með þennan bakgrunn í huga fagna ég því að í nýlegri alþjóðlegri könnun var Ísland í fyrsta sæti í jafnréttismálum. Það er ánægjuleg viðurkenning á því að ríkisstjórnin hefur sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi með afgerandi hætti. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði. Ráðherranefndin hefur þegar hafið vinnu við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, þar sem lagðar verða línur fyrir átak í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við starfsemi ríkisstjórnar og ráðuneyta. Það verklag verður innleitt að stjórnarfrumvörp og meiriháttar ákvarðanir og áætlanir ríkisstjórnar sem geta haft áhrif á stöðu jafnréttis kynjanna fari í gegnum sérstakt jafnréttismat. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á að aðgerðir til atvinnusköpunar þjóni jafnt konum og körlum. Fjármálaráðherra hefur ýtt úr vör sérstöku verkefni sem felur það í sér að fjárlögum sé meðvitað beitt í þágu markmiða um jafnrétti kynjanna. Öryggi kvennaAðgerðaáætlun gegn mansali var samþykkt í mars sl. af minnihlutastjórn sömu flokka og nú skipa ríkisstjórn. Nú þegar hefur um helmingi af boðuðum aðgerðum hennar verið hrint í framkvæmd eða komið í framkvæmdaferli. M.a. hefur Alþingi breytt hegningarlögum þannig að kaup á vændi eru nú refsiverð. Að baki er sú þríþætta grundvallarafstaða: að enginn á í krafti peninga að geta náð yfirráðum yfir líkama annarrar manneskju; að rekstur á vændisstarfssemi og vændiskaup séu birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og kúgunar; og að þeir sem leiðist út í vændi séu fórnarlömb efnahagslegs, félagslegs og í flestum tilfellum kynbundins misréttis sem eiga tilkall til þess að samfélagið í heild grípi til úrræða til að uppræta slíkt misrétti. Á yfirstandandi þingi verður væntanlega samþykkt frumvarp um bann við starfsemi nektarstaða af sömu ástæðum og á grundvelli vísbendinga um tengsl þeirra við vændi og mansal. Frumvörp um lagabreytingar sem lúta að fullgildingu á alþjóðasáttmálum gegn mansali verða lögð fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi þar sem m.a. réttarstaða fórnarlamba og vernd og aðstoð við þau verða tryggð. Sérfræði- og samhæfingarteymi gegn mansali hefur tekið til starfa, en það hefur staðist sína fyrstu eldskírn varðandi það sérstaka mansalsmál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Átak gegn ofbeldi stendur nú yfir og það er viðleitni sem er ákaflega brýn þegar talsvert ber á ofbeldi á heimilum og á almannafæri. Ofbeldisseggi verður að hefta og hemja hvort sem þeir eru inni á heimilum, í Vítisenglum, erlendum glæpagengjum eða hafa lent í ógæfu fíkniefna eða annarrar óreglu. Við getum ekki unað því að ofbeldismenn vaði uppi en fórnarlömb þeirra beri allan andlegan og fjárhagslegan skaða. Fórnarlömbunum ber þvert á móti virðing samfélagsins. Við stefnum að því að leiða hina svokölluðu „austurrísku leið" í lög, en hún snýr að heimildum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem kæmi þá í stað þess að fórnarlömb ofbeldisins þurfi að yfirgefa heimili sitt sér til verndar. Jafnræði í stjórnsýslu og atvinnulífiÁ vettvangi ráðuneyta hefur markmiðum um jafnari kynjahlutföll við skipun ráða og nefnda verið skipulega fylgt eftir en þar er t.d. við þann ramma reip að draga að tilnefningaraðilar streitast í sumum tilfellum við að tilnefna bæði karla og konur. Ráðuneytin hafa nú innleitt strangari eftirfylgni og meira eftirlit gagnvart tilnefningaraðilum. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur þá skyldu á herðar þeim sem skipa stjórnir einkahlutafélaga að gæta að því að hlutur kynja verði sem jafnastur og er markmiðið að stuðla að auknum hlut kvenna í ábyrgðarstöðum á vettvangi efnahagslífsins. Launajafnrétti kynja er áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Unnið er að gerð jafnlaunastaðals í samvinnu við samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og Staðlaráð. Þetta er frumkvöðlaverkefni, enda hefur staðall um launajafnrétti hvergi áður verið gerður, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Miklar væntingar eru bundnar við þetta verkefni, enda er markmiðið að búa til staðal sem hvort tveggja í senn yrði atvinnurekendum til leiðbeiningar um uppbyggingu launakerfa sinna og tæki til að meta hvort þeir uppfylli ákvæði jafnréttislaga um launajafnrétti. Með þennan bakgrunn í huga fagna ég því að í nýlegri alþjóðlegri könnun var Ísland í fyrsta sæti í jafnréttismálum. Það er ánægjuleg viðurkenning á því að ríkisstjórnin hefur sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi með afgerandi hætti. Höfundur er forsætisráðherra.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun