Íslenskir karlmenn verða elstir í heiminum 6. apríl 2009 09:12 Íslenskir karlmenn verða elstir í heiminum. Árið 2008 dóu 1.986 einstaklingar með lögheimili á Íslandi, 981 karl og 1.005 konur. Dánartíðni var því 6,2 látnir á hverja 1.000 íbúa. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Eins og annars staðar í heiminum er meðalævilengd íslenskra karla styttri en kvenna. Íslenskir karlar geta nú vænst þess að verða 79,6 ára gamlir en konur 83,0 ára. Þá segir að á undanförnum áratugum hafi dregið nokkuð saman með kynjunum. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var um sex ára munur á ævilengd karla og kvenna en er nú einungis 3,4 ár. Svipaða þróun má greina annars staðar í Evrópu. Af Norðurlöndunum utan Íslands er þessi munur minnstur í Svíþjóð (4,1 ár) og Noregi (4,5 ár). Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mjög á undanförnum árum. Frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig tveimur árum í meðalævilengd og verða nú karla elstir í heiminum. Fyrir utan Ísland verða evrópskir karlar elstir í Sviss (79,2), Liechtenstein (78,9), Svíþjóð (78,8), Kýpur (78,8) og Noregi (78,2). Styst er meðalævilengd karla í Evrópu í Rússlandi (61,5) og Úkraínu (62,5). Lengi vel voru lífslíkur íslenskra kvenna hæstar í heiminum en þær létu undan síga á síðasta áratug. Meðal Evrópuþjóða skipa þær sér nú í sjöunda sæti. Elstar evrópskra kvenna verða konur á Spáni og Frakklandi 84,4 ára að meðaltali. Líkt og meðal karla eru konur í Evrópu ólíklegastar til að ná háum aldri í Moldóvu (72,4) og Rússlandi (73,9). Ungbarnadauði hefur verið lágur hér á landi miðað við önnur lönd undanfarin áratug. Árið 2008 dóu ellefu börn á fyrsta ári en það þýðir að af hverjum 1.000 lifandi fæddum börnum dóu að meðaltali 2,5 börn. Af Norðurlöndum er þetta hlutfall einungis lægra í Svíþjóð (2,2). Annars staðar á Norðurlöndum er ungbarnadauði lægstur í Finnlandi (2,7) og Noregi (3,2) en hæstur í Danmörku (4,0). Ungbarnadauði hefur lækkað jafnt og þétt frá miðri síðustu öld úr 27,3 börnum af hverjum 1.000 fæddum árið 1951 niður í tæplega 3 börn af hverjum 1.000 á síðustu árum. Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Árið 2008 dóu 1.986 einstaklingar með lögheimili á Íslandi, 981 karl og 1.005 konur. Dánartíðni var því 6,2 látnir á hverja 1.000 íbúa. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Eins og annars staðar í heiminum er meðalævilengd íslenskra karla styttri en kvenna. Íslenskir karlar geta nú vænst þess að verða 79,6 ára gamlir en konur 83,0 ára. Þá segir að á undanförnum áratugum hafi dregið nokkuð saman með kynjunum. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var um sex ára munur á ævilengd karla og kvenna en er nú einungis 3,4 ár. Svipaða þróun má greina annars staðar í Evrópu. Af Norðurlöndunum utan Íslands er þessi munur minnstur í Svíþjóð (4,1 ár) og Noregi (4,5 ár). Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mjög á undanförnum árum. Frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig tveimur árum í meðalævilengd og verða nú karla elstir í heiminum. Fyrir utan Ísland verða evrópskir karlar elstir í Sviss (79,2), Liechtenstein (78,9), Svíþjóð (78,8), Kýpur (78,8) og Noregi (78,2). Styst er meðalævilengd karla í Evrópu í Rússlandi (61,5) og Úkraínu (62,5). Lengi vel voru lífslíkur íslenskra kvenna hæstar í heiminum en þær létu undan síga á síðasta áratug. Meðal Evrópuþjóða skipa þær sér nú í sjöunda sæti. Elstar evrópskra kvenna verða konur á Spáni og Frakklandi 84,4 ára að meðaltali. Líkt og meðal karla eru konur í Evrópu ólíklegastar til að ná háum aldri í Moldóvu (72,4) og Rússlandi (73,9). Ungbarnadauði hefur verið lágur hér á landi miðað við önnur lönd undanfarin áratug. Árið 2008 dóu ellefu börn á fyrsta ári en það þýðir að af hverjum 1.000 lifandi fæddum börnum dóu að meðaltali 2,5 börn. Af Norðurlöndum er þetta hlutfall einungis lægra í Svíþjóð (2,2). Annars staðar á Norðurlöndum er ungbarnadauði lægstur í Finnlandi (2,7) og Noregi (3,2) en hæstur í Danmörku (4,0). Ungbarnadauði hefur lækkað jafnt og þétt frá miðri síðustu öld úr 27,3 börnum af hverjum 1.000 fæddum árið 1951 niður í tæplega 3 börn af hverjum 1.000 á síðustu árum.
Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira