Hjálpum nemendum Menntaskólans við Sund að bæta framtíð barna í Kambódíu Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 13. febrúar 2009 14:20 Meira en 40 milljónir barna víða um heim eru án viðunandi menntunar vegna átaka sem ríkja eða hafa ríkt í löndum þeirra. Skólaganga er á óskalista þeirra allra þar sem þau vita að menntun er lykillinn að friði og betra lífi. Srey Mab, 14 ára, er ein þeirra sem hefur fengið ósk sína um skólagöngu uppfyllta. Hún býr í Veal Bompong þorpi í Kampong Cham sýslu í Kambódíu og hitti ég hana og fjölda annarra barna í þorpinu hennar fyrir nokkrum mánuðum. Héraðið er mjög afskekkt og eru aðeins nokkrir mánuðir síðan þangað komst á vegasamband. Um 10 ár eru síðan friður komst á í héraðinu, en stríð ríkti í Kambódíu í 30 ár. Fátækt og skortur er allsráðandi á svæðinu og engin nútímaþægindi s.s. rafmagn og rennandi vatn er að finna. Srey Mab sem er nú í 2. bekk hóf skólagöngu sína í október 2007, þegar skólinn í þorpinu hennar var tilbúinn. Alla morgna vaknar hún klukkan sex og vinnur bústörf fyrir bændur í sveitinni til að afla tekna fyrir fjölskyldu sína. Hún er í skóla frá 13-17 sex daga vikunnar og á sunnudögum vinnur hún bústörf allan daginn. Hún reynir að nota kvöldin til að læra, en það er erfitt þar sem ekkert rafmagn er í þorpinu og það dimmir snemma. Srey Mab er mjög ánægð í skólanum, henni finnst byggingin svo falleg og henni líður vel þar. Hana langar til að verða kennari í skólanum sínum þegar hún verður stór. Skólinn var byggður fyrir fjármagn frá Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi. Í skólanum eru 238 börn og Srey Mab og skólasystkini hennar eru fyrsta kynslóðin í meira en 40 ár sem eiga kost á skólagöngu í Veal Bompong. Barnaheill á Íslandi hafa undanfarin ár lagt um 12 milljónir króna í menntun barna í afskekktum héruðum Kampong Cham sýslu í Kambódíu. Fyrir fjármagnið hafa verið byggðir þrír skólar með allri nauðsynlegri aðstöðu. Kennarar hafa fengið þjálfun og haldnir hafa verið fundir með foreldrum um mikilvægi menntunar. Vinnuhópar, barna- og ungmennaráð og skólanefndir hafa verið settar á laggirnar til að efla þátttöku barna í skólastarfi og til að hvetja börn sem hafa verið án skólagöngu að skrá sig. Nokkrir skólar hafa fengið kennslugögn og bókasöfn. Kennarar, foreldrar og börn hafa fengið kennslu um varnir gegn sjúkdómum. Foreldrar hafa fengið þjálfun í að örva þroska barna sinna og að koma upp foreldrareknu leikskólastarfi. Einnig hefur verið komið á fót menntamiðstöðvum fyrir eldri börn sem ekki hafa lokið grunnskóla. Fyrir tilstilli Barnaheilla á Íslandi hafa um 900 börn á grunnskólaaldri fengið aðgang að góðu skólahúsnæði og betri menntun og um 300 börn á leikskólaaldri hafa jafnframt fengið aðgang að leikskólastarfi. Alls hafa um 23 þúsund börn notið góðs af uppbyggingarstarfi samtakanna á einn eða annan hátt. En þörfin er mikil, ólæsi er útbreitt og enn eru 50 þúsund börn í Kambódíu án skólagöngu og munu Barnaheill á Íslandi styðja áfram uppbyggingu menntastarfs í landinu. Nemendur í Menntaskólanum við Sund hafa undanfarin ár lagt sitt af mörkum til að bæta framtíð barna í Kambódíu og halda þeir því áfram í ár. Miðvikudaginn 18. febrúar n.k. munu nemendur 2. 3. og 4. bekkjar leggja niður hefðbundið skólastarf og vinna í einn dag og mun afraksturinn renna til barna í Kambódíu. Ef þú lesandi góður þarft að láta vinna dagsverk fyrir heimili þitt eða fyrirtæki hafðu samband við Gísla Þór Sigurþórsson kennara við skólann, s. 580 7300, netfang gislis@msund.is Hjálpum nemendum Menntaskólans við Sund að uppfylla óskir fleiri barna í Kambódíu! Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children, á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Meira en 40 milljónir barna víða um heim eru án viðunandi menntunar vegna átaka sem ríkja eða hafa ríkt í löndum þeirra. Skólaganga er á óskalista þeirra allra þar sem þau vita að menntun er lykillinn að friði og betra lífi. Srey Mab, 14 ára, er ein þeirra sem hefur fengið ósk sína um skólagöngu uppfyllta. Hún býr í Veal Bompong þorpi í Kampong Cham sýslu í Kambódíu og hitti ég hana og fjölda annarra barna í þorpinu hennar fyrir nokkrum mánuðum. Héraðið er mjög afskekkt og eru aðeins nokkrir mánuðir síðan þangað komst á vegasamband. Um 10 ár eru síðan friður komst á í héraðinu, en stríð ríkti í Kambódíu í 30 ár. Fátækt og skortur er allsráðandi á svæðinu og engin nútímaþægindi s.s. rafmagn og rennandi vatn er að finna. Srey Mab sem er nú í 2. bekk hóf skólagöngu sína í október 2007, þegar skólinn í þorpinu hennar var tilbúinn. Alla morgna vaknar hún klukkan sex og vinnur bústörf fyrir bændur í sveitinni til að afla tekna fyrir fjölskyldu sína. Hún er í skóla frá 13-17 sex daga vikunnar og á sunnudögum vinnur hún bústörf allan daginn. Hún reynir að nota kvöldin til að læra, en það er erfitt þar sem ekkert rafmagn er í þorpinu og það dimmir snemma. Srey Mab er mjög ánægð í skólanum, henni finnst byggingin svo falleg og henni líður vel þar. Hana langar til að verða kennari í skólanum sínum þegar hún verður stór. Skólinn var byggður fyrir fjármagn frá Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi. Í skólanum eru 238 börn og Srey Mab og skólasystkini hennar eru fyrsta kynslóðin í meira en 40 ár sem eiga kost á skólagöngu í Veal Bompong. Barnaheill á Íslandi hafa undanfarin ár lagt um 12 milljónir króna í menntun barna í afskekktum héruðum Kampong Cham sýslu í Kambódíu. Fyrir fjármagnið hafa verið byggðir þrír skólar með allri nauðsynlegri aðstöðu. Kennarar hafa fengið þjálfun og haldnir hafa verið fundir með foreldrum um mikilvægi menntunar. Vinnuhópar, barna- og ungmennaráð og skólanefndir hafa verið settar á laggirnar til að efla þátttöku barna í skólastarfi og til að hvetja börn sem hafa verið án skólagöngu að skrá sig. Nokkrir skólar hafa fengið kennslugögn og bókasöfn. Kennarar, foreldrar og börn hafa fengið kennslu um varnir gegn sjúkdómum. Foreldrar hafa fengið þjálfun í að örva þroska barna sinna og að koma upp foreldrareknu leikskólastarfi. Einnig hefur verið komið á fót menntamiðstöðvum fyrir eldri börn sem ekki hafa lokið grunnskóla. Fyrir tilstilli Barnaheilla á Íslandi hafa um 900 börn á grunnskólaaldri fengið aðgang að góðu skólahúsnæði og betri menntun og um 300 börn á leikskólaaldri hafa jafnframt fengið aðgang að leikskólastarfi. Alls hafa um 23 þúsund börn notið góðs af uppbyggingarstarfi samtakanna á einn eða annan hátt. En þörfin er mikil, ólæsi er útbreitt og enn eru 50 þúsund börn í Kambódíu án skólagöngu og munu Barnaheill á Íslandi styðja áfram uppbyggingu menntastarfs í landinu. Nemendur í Menntaskólanum við Sund hafa undanfarin ár lagt sitt af mörkum til að bæta framtíð barna í Kambódíu og halda þeir því áfram í ár. Miðvikudaginn 18. febrúar n.k. munu nemendur 2. 3. og 4. bekkjar leggja niður hefðbundið skólastarf og vinna í einn dag og mun afraksturinn renna til barna í Kambódíu. Ef þú lesandi góður þarft að láta vinna dagsverk fyrir heimili þitt eða fyrirtæki hafðu samband við Gísla Þór Sigurþórsson kennara við skólann, s. 580 7300, netfang gislis@msund.is Hjálpum nemendum Menntaskólans við Sund að uppfylla óskir fleiri barna í Kambódíu! Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children, á Íslandi
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun