Hjálpum nemendum Menntaskólans við Sund að bæta framtíð barna í Kambódíu Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 13. febrúar 2009 14:20 Meira en 40 milljónir barna víða um heim eru án viðunandi menntunar vegna átaka sem ríkja eða hafa ríkt í löndum þeirra. Skólaganga er á óskalista þeirra allra þar sem þau vita að menntun er lykillinn að friði og betra lífi. Srey Mab, 14 ára, er ein þeirra sem hefur fengið ósk sína um skólagöngu uppfyllta. Hún býr í Veal Bompong þorpi í Kampong Cham sýslu í Kambódíu og hitti ég hana og fjölda annarra barna í þorpinu hennar fyrir nokkrum mánuðum. Héraðið er mjög afskekkt og eru aðeins nokkrir mánuðir síðan þangað komst á vegasamband. Um 10 ár eru síðan friður komst á í héraðinu, en stríð ríkti í Kambódíu í 30 ár. Fátækt og skortur er allsráðandi á svæðinu og engin nútímaþægindi s.s. rafmagn og rennandi vatn er að finna. Srey Mab sem er nú í 2. bekk hóf skólagöngu sína í október 2007, þegar skólinn í þorpinu hennar var tilbúinn. Alla morgna vaknar hún klukkan sex og vinnur bústörf fyrir bændur í sveitinni til að afla tekna fyrir fjölskyldu sína. Hún er í skóla frá 13-17 sex daga vikunnar og á sunnudögum vinnur hún bústörf allan daginn. Hún reynir að nota kvöldin til að læra, en það er erfitt þar sem ekkert rafmagn er í þorpinu og það dimmir snemma. Srey Mab er mjög ánægð í skólanum, henni finnst byggingin svo falleg og henni líður vel þar. Hana langar til að verða kennari í skólanum sínum þegar hún verður stór. Skólinn var byggður fyrir fjármagn frá Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi. Í skólanum eru 238 börn og Srey Mab og skólasystkini hennar eru fyrsta kynslóðin í meira en 40 ár sem eiga kost á skólagöngu í Veal Bompong. Barnaheill á Íslandi hafa undanfarin ár lagt um 12 milljónir króna í menntun barna í afskekktum héruðum Kampong Cham sýslu í Kambódíu. Fyrir fjármagnið hafa verið byggðir þrír skólar með allri nauðsynlegri aðstöðu. Kennarar hafa fengið þjálfun og haldnir hafa verið fundir með foreldrum um mikilvægi menntunar. Vinnuhópar, barna- og ungmennaráð og skólanefndir hafa verið settar á laggirnar til að efla þátttöku barna í skólastarfi og til að hvetja börn sem hafa verið án skólagöngu að skrá sig. Nokkrir skólar hafa fengið kennslugögn og bókasöfn. Kennarar, foreldrar og börn hafa fengið kennslu um varnir gegn sjúkdómum. Foreldrar hafa fengið þjálfun í að örva þroska barna sinna og að koma upp foreldrareknu leikskólastarfi. Einnig hefur verið komið á fót menntamiðstöðvum fyrir eldri börn sem ekki hafa lokið grunnskóla. Fyrir tilstilli Barnaheilla á Íslandi hafa um 900 börn á grunnskólaaldri fengið aðgang að góðu skólahúsnæði og betri menntun og um 300 börn á leikskólaaldri hafa jafnframt fengið aðgang að leikskólastarfi. Alls hafa um 23 þúsund börn notið góðs af uppbyggingarstarfi samtakanna á einn eða annan hátt. En þörfin er mikil, ólæsi er útbreitt og enn eru 50 þúsund börn í Kambódíu án skólagöngu og munu Barnaheill á Íslandi styðja áfram uppbyggingu menntastarfs í landinu. Nemendur í Menntaskólanum við Sund hafa undanfarin ár lagt sitt af mörkum til að bæta framtíð barna í Kambódíu og halda þeir því áfram í ár. Miðvikudaginn 18. febrúar n.k. munu nemendur 2. 3. og 4. bekkjar leggja niður hefðbundið skólastarf og vinna í einn dag og mun afraksturinn renna til barna í Kambódíu. Ef þú lesandi góður þarft að láta vinna dagsverk fyrir heimili þitt eða fyrirtæki hafðu samband við Gísla Þór Sigurþórsson kennara við skólann, s. 580 7300, netfang gislis@msund.is Hjálpum nemendum Menntaskólans við Sund að uppfylla óskir fleiri barna í Kambódíu! Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children, á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Meira en 40 milljónir barna víða um heim eru án viðunandi menntunar vegna átaka sem ríkja eða hafa ríkt í löndum þeirra. Skólaganga er á óskalista þeirra allra þar sem þau vita að menntun er lykillinn að friði og betra lífi. Srey Mab, 14 ára, er ein þeirra sem hefur fengið ósk sína um skólagöngu uppfyllta. Hún býr í Veal Bompong þorpi í Kampong Cham sýslu í Kambódíu og hitti ég hana og fjölda annarra barna í þorpinu hennar fyrir nokkrum mánuðum. Héraðið er mjög afskekkt og eru aðeins nokkrir mánuðir síðan þangað komst á vegasamband. Um 10 ár eru síðan friður komst á í héraðinu, en stríð ríkti í Kambódíu í 30 ár. Fátækt og skortur er allsráðandi á svæðinu og engin nútímaþægindi s.s. rafmagn og rennandi vatn er að finna. Srey Mab sem er nú í 2. bekk hóf skólagöngu sína í október 2007, þegar skólinn í þorpinu hennar var tilbúinn. Alla morgna vaknar hún klukkan sex og vinnur bústörf fyrir bændur í sveitinni til að afla tekna fyrir fjölskyldu sína. Hún er í skóla frá 13-17 sex daga vikunnar og á sunnudögum vinnur hún bústörf allan daginn. Hún reynir að nota kvöldin til að læra, en það er erfitt þar sem ekkert rafmagn er í þorpinu og það dimmir snemma. Srey Mab er mjög ánægð í skólanum, henni finnst byggingin svo falleg og henni líður vel þar. Hana langar til að verða kennari í skólanum sínum þegar hún verður stór. Skólinn var byggður fyrir fjármagn frá Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi. Í skólanum eru 238 börn og Srey Mab og skólasystkini hennar eru fyrsta kynslóðin í meira en 40 ár sem eiga kost á skólagöngu í Veal Bompong. Barnaheill á Íslandi hafa undanfarin ár lagt um 12 milljónir króna í menntun barna í afskekktum héruðum Kampong Cham sýslu í Kambódíu. Fyrir fjármagnið hafa verið byggðir þrír skólar með allri nauðsynlegri aðstöðu. Kennarar hafa fengið þjálfun og haldnir hafa verið fundir með foreldrum um mikilvægi menntunar. Vinnuhópar, barna- og ungmennaráð og skólanefndir hafa verið settar á laggirnar til að efla þátttöku barna í skólastarfi og til að hvetja börn sem hafa verið án skólagöngu að skrá sig. Nokkrir skólar hafa fengið kennslugögn og bókasöfn. Kennarar, foreldrar og börn hafa fengið kennslu um varnir gegn sjúkdómum. Foreldrar hafa fengið þjálfun í að örva þroska barna sinna og að koma upp foreldrareknu leikskólastarfi. Einnig hefur verið komið á fót menntamiðstöðvum fyrir eldri börn sem ekki hafa lokið grunnskóla. Fyrir tilstilli Barnaheilla á Íslandi hafa um 900 börn á grunnskólaaldri fengið aðgang að góðu skólahúsnæði og betri menntun og um 300 börn á leikskólaaldri hafa jafnframt fengið aðgang að leikskólastarfi. Alls hafa um 23 þúsund börn notið góðs af uppbyggingarstarfi samtakanna á einn eða annan hátt. En þörfin er mikil, ólæsi er útbreitt og enn eru 50 þúsund börn í Kambódíu án skólagöngu og munu Barnaheill á Íslandi styðja áfram uppbyggingu menntastarfs í landinu. Nemendur í Menntaskólanum við Sund hafa undanfarin ár lagt sitt af mörkum til að bæta framtíð barna í Kambódíu og halda þeir því áfram í ár. Miðvikudaginn 18. febrúar n.k. munu nemendur 2. 3. og 4. bekkjar leggja niður hefðbundið skólastarf og vinna í einn dag og mun afraksturinn renna til barna í Kambódíu. Ef þú lesandi góður þarft að láta vinna dagsverk fyrir heimili þitt eða fyrirtæki hafðu samband við Gísla Þór Sigurþórsson kennara við skólann, s. 580 7300, netfang gislis@msund.is Hjálpum nemendum Menntaskólans við Sund að uppfylla óskir fleiri barna í Kambódíu! Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children, á Íslandi
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun