Viðskipti innlent

Stýrivaxtalækkunin vonbrigði

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði viljað sjá meiri lækkun.
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði viljað sjá meiri lækkun. MYND/GVA
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það vera vonbrigði að stýrivaxtalækkunin hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þrátt fyrir lækkunina í dag eru stýrivextir hér á landi með þeim hæstu í heiminum.

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði viljað sjá meiri lækkun. Hann segir þetta vonbrigði.

„Ég var að vonast til þess að menn tækju stærri skref. Okkur þykja allar forsendur vera til þess að taka hraustlega til hendinni en á hinn bóginn má segja að það munar um allt og ef að bankinn ætlar að hafa vaxtaákvarðanir örar, á hálfs mánaðar fresti eða svo og taka eitt prósent eða 1,5 prósent í einu þá er þetta fljótt að koma. En við skiljum ekki af hverju þeir gera þetta með þessum hætti og eru svona varkárir," segir Jón Steindór.




Tengdar fréttir

Stýrivextir verða 15,5 prósent

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um eitt og hálft prósentustig, úr 17 prósentum í 15,5. Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×