Innlent

Fjárhagsaðstoðin aukin um tíu þúsund krónur

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur uppfært grunnfjárhæðir vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu með sama hætti og gert var í desember 2007 og desember 2008. Miðað við gengi vísitölu neysluverðs í nóvember 2009 nemur grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings 125.540 krónum og hækkar úr 115.567 krónum eða um 8,63 prósent. Aðrar grunnfjárhæðir hækka um sama hlutfall.

Um leiðbeinandi viðmið er að ræða. Í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga er ákvörðun um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga í höndum hvers og eins sveitarfélags. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×