Handbolti

Flensburg lagði Fuchse Berlin

Alexander Petersson
Alexander Petersson Nordic Photos/Getty Images

Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðið vann 32-30 útisigur á Fuchse Berlin.

Lars Christianssen var atkvæðamestur hjá Flensburg í leiknum með 10 mörk og Torge Johannsen skoraði 7. Konrad Wilczynski skoraði 8 mörk fyrir Berlín.

Flensburger í 5. sæti deildarinnar með 40 stig en Berlín er í 11. sæti með 25 stig.

Í gær voru tveir leikir í deildinni og þar af einn Íslendingaslagur.

Gylfi Gylfason skoraði fjögur mörk fyrir Minden þegar liðið lagði Grosswallstadt á útivelli 33-29. Einar Hólmgeirsson skoraði eitt mark fyrir Grosswallstadt í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×