Enski boltinn

Dalglish er opinn fyrir því að snúa aftur til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish fagnar titlinum með Liverpool árið 1990.
Kenny Dalglish fagnar titlinum með Liverpool árið 1990. Mynd/GettyImages

Kenny Dalglish segir að enginn frá Liverpool hafi talað við sig um að snúa aftur á Anfield en játar því að hann hefði mjög gaman að því að fá stöðu innan félagsins í framtíðinni.

Kenny Dalglish er orðinn 58 ára gamall en hann hefur ekki verið hjá Liverpool síðan að hætti sem stjóri liðsins í febrúar 1991.

Kenny Dalglish vann átta meistaratitla sem leikmaður eða stjóri Liverpool á 14 árum en Liverpool keypti hann frá Celtic árið 1977. Liverpool hefur ekki orðið meistari síðan að hann yfirgaf Anfield.

„Ef ég gæti hjálpað félaginu á einhvern hátt þá myndi ég þykja mjög vænt um það. Ef að félagið vill ekki nota mig þá tek ég því ekkert illa heldur," sagði Kenny Dalglish í viðtalið við Liverpool-blaðið.

„Eins og staðan er núna þá get ég ekki sagt neitt meira en að það er ekkert í gangi. Stuðningsmennirnir sem halda lífinu í félaginu, verða fyrstir til að frétta ef eitthvað gerist," sagði Dalglish.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×