Viðskipti innlent

Stýrivaxtalækkunin meiri en almennt hafði verið spáð

Stýrivaxtalækkun Seðlabankans var öllu meiri en almennt hafði verið spáð en markaðir hafa þó tekið tíðindunum með ró. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Í hádeginu höfðu tiltölulega litlar breytingar orðið á kröfu verðtryggðra sem óverðtryggðra skuldabréfa.

Seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti um 1,5 prósentustig og eru stýrivextir bankans nú 15,5%, þeir sömu og í fyrrahaust.

Á kynningarfundi Seðlabankans kom fram að bankinn telur að veikingu krónu undanfarið megi rekja til tímabundinna þátta á borð við óvenju miklar vaxtagreiðslur og ágalla á fyrirkomulagi gjaldeyrishaftanna. Er það mat Seðlabankans að útflæði vegna vaxtagreiðslna verði með minna móti næstu mánuði, sem ætti að styðja við gengi krónu, segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


Tengdar fréttir

Stýrivextir verða 15,5 prósent

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um eitt og hálft prósentustig, úr 17 prósentum í 15,5. Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag.

Stýrivaxtalækkunin vonbrigði

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það vera vonbrigði að stýrivaxtalækkunin hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þrátt fyrir lækkunina í dag eru stýrivextir hér á landi með þeim hæstu í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×