Eykt og gegnsæið 1. desember 2009 06:00 Sigurfinnur Sigurjónsson skrifar um skipulagsmál Gunnar Valur Gíslason, forstjóri byggingarfélagsins Eyktar, skrifaði grein í Fréttablaðið laugardaginn 21. nóvember sl. þar sem hann fer yfir mikilvægi þess að útboðsferli í opnum útboðum séu gagnsæ og opin. Undirritaður er fullkomlega sammála Gunnari um mikilvægi þess að afgreiðsla mála eftir opnun útboða séu opin og gagnsæ. Þótt þetta eigi að sjálfsögðu við um öll opin útboð er þetta sérstaklega mikilvægt hjá sveitarfélögunum og öðrum opinberum aðilum sem höndla með opinbert fé. Það er óþolandi þegar verkkaupar í opnum útboðum ganga fram hjá lægstbjóðendum til að koma „sínum mönnum" að. Þetta virðast Eyktarmenn hafa fengið að reyna á eigin skinni á Akureyri nýlega, og varð þeim tilefni til skrifa. Gunnar Valur nefnir tvö nýleg dæmi þar sem Eykt átti hlut að máli. Annað þeirra er útboð Reykjavíkurborgar vegna framkvæmda á horni Lækjargötu og Austurstrætis, þar sem Gunnari þótti sjálfsagt og eðlilegt að samið yrði við Eykt ehf. Gunnar eyðir nánast hálfri grein sinni í að réttlæta afgreiðslu borgarinnar, þar sem hann segir lægstbjóðanda ekki hafa uppfyllt tvö atriði í skilyrðum útboðsgagna, þ.e. eigið fé ekki hærra en 30 milljónir og að lægstbjóðandi hafi ekki áður unnið verkefni af sömu stærðargráðu og umrætt verkefni. Þar fer Gunnar Valur einfaldlega með rangt mál. Það liggur algjörlega fyrir að lægstbjóðandi, Fonsi ehf., uppfyllir öll skilyrði sem gerð voru í útboðsgögnum. Að mati verkkaupa voru upplýsingarnar um eiginfjárstöðu of nýjar en fannst ekki taka því að biðja um upplýsingar um reynslu Fonsa ehf. í verkefni af sömu stærðargráðu heldur nýtti sér nokkurra mánaða gömul gögn sem send voru inn til borgarinnar af öðru tilefni. Fólk getur svo velt því fyrir sér, í ljósi þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu, hvort séu betri og áreiðanlegri upplýsingar, ársskýrsla fyrir árið 2008 eða 8 mánaða uppgjör ársins 2009. Eða var það kannski eitthvað annað sem þarna hafði áhrif? Skipti það kannski megin máli í þessu tilviki hver var næstlægstur? Fram hefur komið í fréttum að Eykt ehf. styrkti Framsóknarflokkinn í Reykjavík um 5 milljónir króna fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar sagði svo í sjónvarpsfréttum nýlega að „Eyktin hafi líka styrkt Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn um milljónir". Við aðstæður sem nú eru á byggingamarkaði, þar sem verktakar berjast um öll verkefni, stór og smá, kemur kannski ekkert á óvart að menn fari að krefja um „endurgreiðslu". Getur Fonsi ehf. eða aðrir verktakar sem ekki hafa greitt í kosningasjóði gert ráð fyrir að fá sanngjarna og eðlilega meðferð við slíkar aðstæður? Í ljósi þess að Gunnar Valur vill hafa hlutina „opna og gagnsæja" væri kannski eðlilegt að hann upplýsti okkur um hvaða stjórnmálaflokka og einstaklinga Eykt ehf. styrkti fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í hvaða sveitarstjórnum og um hve háar upphæðir. Þá væri líka fróðlegt fyrir mig, sem aldrei hef styrkt nokkurn stjórnmálamann eða flokk fjárhagslega, að fá að vita hvað menn hafa upp úr slíku. Hvernig fá menn greitt til baka? Varla setur nokkur aðili margar milljónir í slíkt og fær ekki neitt fyrir, eða hvað? Ég vil taka það fram að það hefur alls ekki verið ætlun mín að fara í karp við Eyktarmenn og lít á engan hátt á þá sem andstæðinga eða óvini, en tel mig hins vegar knúinn til að svara þessum skrifum Gunnars vegna þeirra röngu upplýsinga um fyrirtæki mitt sem hann heldur fram í grein sinni. Ég styð Eykt fullkomlega í máli þeirra gegn Akureyrarbæ, þar sem verkkaupi virðist hafa gengið fram hjá lægstbjóðanda til að koma öðrum verktaka að, kannski vegna þess að hann er heimamaður eða af öðrum ástæðum sem eru okkur hinum ókunnar. Að lokum tek ég undir það með Gunnari, að það er gríðarlega mikilvægt að í opnum útboðum séu verkferlar opnir og gagnsæir. En legg áherslu á það til viðbótar að þetta eigi við í öllum tilvikum. Það er hins vegar jafn mikilvægt að verktakar starfi á gagnsæjan og heiðarlegan hátt og „kaupi" sér ekki velvild verkkaupa. Höfundur er framkvæmdastjóri Fonsa ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Sigurfinnur Sigurjónsson skrifar um skipulagsmál Gunnar Valur Gíslason, forstjóri byggingarfélagsins Eyktar, skrifaði grein í Fréttablaðið laugardaginn 21. nóvember sl. þar sem hann fer yfir mikilvægi þess að útboðsferli í opnum útboðum séu gagnsæ og opin. Undirritaður er fullkomlega sammála Gunnari um mikilvægi þess að afgreiðsla mála eftir opnun útboða séu opin og gagnsæ. Þótt þetta eigi að sjálfsögðu við um öll opin útboð er þetta sérstaklega mikilvægt hjá sveitarfélögunum og öðrum opinberum aðilum sem höndla með opinbert fé. Það er óþolandi þegar verkkaupar í opnum útboðum ganga fram hjá lægstbjóðendum til að koma „sínum mönnum" að. Þetta virðast Eyktarmenn hafa fengið að reyna á eigin skinni á Akureyri nýlega, og varð þeim tilefni til skrifa. Gunnar Valur nefnir tvö nýleg dæmi þar sem Eykt átti hlut að máli. Annað þeirra er útboð Reykjavíkurborgar vegna framkvæmda á horni Lækjargötu og Austurstrætis, þar sem Gunnari þótti sjálfsagt og eðlilegt að samið yrði við Eykt ehf. Gunnar eyðir nánast hálfri grein sinni í að réttlæta afgreiðslu borgarinnar, þar sem hann segir lægstbjóðanda ekki hafa uppfyllt tvö atriði í skilyrðum útboðsgagna, þ.e. eigið fé ekki hærra en 30 milljónir og að lægstbjóðandi hafi ekki áður unnið verkefni af sömu stærðargráðu og umrætt verkefni. Þar fer Gunnar Valur einfaldlega með rangt mál. Það liggur algjörlega fyrir að lægstbjóðandi, Fonsi ehf., uppfyllir öll skilyrði sem gerð voru í útboðsgögnum. Að mati verkkaupa voru upplýsingarnar um eiginfjárstöðu of nýjar en fannst ekki taka því að biðja um upplýsingar um reynslu Fonsa ehf. í verkefni af sömu stærðargráðu heldur nýtti sér nokkurra mánaða gömul gögn sem send voru inn til borgarinnar af öðru tilefni. Fólk getur svo velt því fyrir sér, í ljósi þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu, hvort séu betri og áreiðanlegri upplýsingar, ársskýrsla fyrir árið 2008 eða 8 mánaða uppgjör ársins 2009. Eða var það kannski eitthvað annað sem þarna hafði áhrif? Skipti það kannski megin máli í þessu tilviki hver var næstlægstur? Fram hefur komið í fréttum að Eykt ehf. styrkti Framsóknarflokkinn í Reykjavík um 5 milljónir króna fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar sagði svo í sjónvarpsfréttum nýlega að „Eyktin hafi líka styrkt Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn um milljónir". Við aðstæður sem nú eru á byggingamarkaði, þar sem verktakar berjast um öll verkefni, stór og smá, kemur kannski ekkert á óvart að menn fari að krefja um „endurgreiðslu". Getur Fonsi ehf. eða aðrir verktakar sem ekki hafa greitt í kosningasjóði gert ráð fyrir að fá sanngjarna og eðlilega meðferð við slíkar aðstæður? Í ljósi þess að Gunnar Valur vill hafa hlutina „opna og gagnsæja" væri kannski eðlilegt að hann upplýsti okkur um hvaða stjórnmálaflokka og einstaklinga Eykt ehf. styrkti fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í hvaða sveitarstjórnum og um hve háar upphæðir. Þá væri líka fróðlegt fyrir mig, sem aldrei hef styrkt nokkurn stjórnmálamann eða flokk fjárhagslega, að fá að vita hvað menn hafa upp úr slíku. Hvernig fá menn greitt til baka? Varla setur nokkur aðili margar milljónir í slíkt og fær ekki neitt fyrir, eða hvað? Ég vil taka það fram að það hefur alls ekki verið ætlun mín að fara í karp við Eyktarmenn og lít á engan hátt á þá sem andstæðinga eða óvini, en tel mig hins vegar knúinn til að svara þessum skrifum Gunnars vegna þeirra röngu upplýsinga um fyrirtæki mitt sem hann heldur fram í grein sinni. Ég styð Eykt fullkomlega í máli þeirra gegn Akureyrarbæ, þar sem verkkaupi virðist hafa gengið fram hjá lægstbjóðanda til að koma öðrum verktaka að, kannski vegna þess að hann er heimamaður eða af öðrum ástæðum sem eru okkur hinum ókunnar. Að lokum tek ég undir það með Gunnari, að það er gríðarlega mikilvægt að í opnum útboðum séu verkferlar opnir og gagnsæir. En legg áherslu á það til viðbótar að þetta eigi við í öllum tilvikum. Það er hins vegar jafn mikilvægt að verktakar starfi á gagnsæjan og heiðarlegan hátt og „kaupi" sér ekki velvild verkkaupa. Höfundur er framkvæmdastjóri Fonsa ehf.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar