Blásið til sóknar 29. október 2009 06:00 Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 22. október sl. (mál nr. 259/2009) er faðir dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega kornunga dóttur sína. Sannað þykir að hann hafi haft við hana kynferðismök önnur en samræði frá því í september 2007 til nóvember 2008. Stúlkan er fædd í maí 2005 og var því aðeins 2-3 ára meðan á brotunum stóð. Dómur þessi er markverður af þremur ástæðum einkanlega. Í fyrsta lagi þyngir Hæstiréttur refsiákvörðun héraðsdóms verulega, þ.e. úr 2 ára fangelsi í 5 ár, með þeim orðum að faðirinn hafi framið brot gegn „barnungri dóttur [sinni], sem hann einn hafði forsjá með, og stóðu [brotin] í rúmt ár. Þau [hafi verið] ítrekuð, alvarleg og til þess fallin að hafa mikil og varanleg áhrif á telpuna.“ Dómurinn er að þessu leyti í samræmi við þróun sem gætt hefur undanfarin ár og þó einkum á þessu ári, sbr. dóma Hæstaréttar sem voru kveðnir upp annars vegar 22. janúar (mál nr. 527/2008) og hins vegar 28. maí (mál nr. 58/2009), vegna grófra kynferðisbrota gegn börnum. Sakborningar (stjúpfeður) voru dæmdir í 6 og 8 ára fangelsi. Þetta eru allra þyngstu dómar sem kveðnir hafa verið upp í Hæstarétti í málum af þessu tagi. Í öðru lagi vekur athygli í hinum nýja dómi frá 22. október að framburður barnsins, tjáning og hegðun, á grundvelli yfirheyrslu og rannsóknar sérfræðinga, fær þungt vægi sem sönnunargagn í málinu, þótt barnið hafi aðeins verið 3 ára gamalt þegar það var yfirheyrt. Þetta er í samræmi við þróun sem gætt hefur undanfarin ár, þar sem framburður barns, meints þolanda brots, hefur fengið aukið vægi. Byggist það á auknum rannsóknum og meiri þekkingu á afleiðingum brota af þessu tagi auk bættra og þróaðra aðferða við skýrslutökur af börnum. Þá er dómurinn í þriðja lagi í samræmi við þá þungu dóma sem nefndir voru að framan, að því leyti að Hæstiréttur virðist líta það jafn alvarlegum augum að brotamenn misnoti börn af eigin holdi og blóði eða börn sem þeir eru ekki líffræðilega skyldir en hafa tekið að sér að annast og ganga í föðurstað. Þannig er það sett í öndvegi að börn, hvort sem þau eru líffræðilega skyld brotamanni eða hann gengur þeim í föðurstað, njóta jafn ríkrar verndar. Leiðarljósið er velferð barnanna og það skjól og öryggi sem heimilið á að veita þeim, óháð því hvort þau búa með kynföður sínum eða ekki. Erfitt er að segja nákvæmlega til um ástæður fyrrgreindrar þróunar. Hinu verður ekki litið framhjá að hún er í samræmi við breytingar sem gerðar voru á ákvæðum hegningarlaga um kynferðisbrot vorið 2007, þar sem m.a. var afnuminn með öllu fyrningarfrestur sakar vegna tiltekinna grófra kynferðisbrota gegn börnum, aukinn skilning á eðli og afleiðingum þessara brota og gagnrýna umræðu um dómstóla fyrir meðferð þeirra á málum og refsiákvarðanir. Hæstiréttur hefur með þessum dómum svarað kallinu sem í þessari umræðu fólst. Hæstiréttur lítur þessi brot afar alvarlegum augum og telur þau eiga að sæta þungum refsingum. Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 22. október sl. (mál nr. 259/2009) er faðir dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega kornunga dóttur sína. Sannað þykir að hann hafi haft við hana kynferðismök önnur en samræði frá því í september 2007 til nóvember 2008. Stúlkan er fædd í maí 2005 og var því aðeins 2-3 ára meðan á brotunum stóð. Dómur þessi er markverður af þremur ástæðum einkanlega. Í fyrsta lagi þyngir Hæstiréttur refsiákvörðun héraðsdóms verulega, þ.e. úr 2 ára fangelsi í 5 ár, með þeim orðum að faðirinn hafi framið brot gegn „barnungri dóttur [sinni], sem hann einn hafði forsjá með, og stóðu [brotin] í rúmt ár. Þau [hafi verið] ítrekuð, alvarleg og til þess fallin að hafa mikil og varanleg áhrif á telpuna.“ Dómurinn er að þessu leyti í samræmi við þróun sem gætt hefur undanfarin ár og þó einkum á þessu ári, sbr. dóma Hæstaréttar sem voru kveðnir upp annars vegar 22. janúar (mál nr. 527/2008) og hins vegar 28. maí (mál nr. 58/2009), vegna grófra kynferðisbrota gegn börnum. Sakborningar (stjúpfeður) voru dæmdir í 6 og 8 ára fangelsi. Þetta eru allra þyngstu dómar sem kveðnir hafa verið upp í Hæstarétti í málum af þessu tagi. Í öðru lagi vekur athygli í hinum nýja dómi frá 22. október að framburður barnsins, tjáning og hegðun, á grundvelli yfirheyrslu og rannsóknar sérfræðinga, fær þungt vægi sem sönnunargagn í málinu, þótt barnið hafi aðeins verið 3 ára gamalt þegar það var yfirheyrt. Þetta er í samræmi við þróun sem gætt hefur undanfarin ár, þar sem framburður barns, meints þolanda brots, hefur fengið aukið vægi. Byggist það á auknum rannsóknum og meiri þekkingu á afleiðingum brota af þessu tagi auk bættra og þróaðra aðferða við skýrslutökur af börnum. Þá er dómurinn í þriðja lagi í samræmi við þá þungu dóma sem nefndir voru að framan, að því leyti að Hæstiréttur virðist líta það jafn alvarlegum augum að brotamenn misnoti börn af eigin holdi og blóði eða börn sem þeir eru ekki líffræðilega skyldir en hafa tekið að sér að annast og ganga í föðurstað. Þannig er það sett í öndvegi að börn, hvort sem þau eru líffræðilega skyld brotamanni eða hann gengur þeim í föðurstað, njóta jafn ríkrar verndar. Leiðarljósið er velferð barnanna og það skjól og öryggi sem heimilið á að veita þeim, óháð því hvort þau búa með kynföður sínum eða ekki. Erfitt er að segja nákvæmlega til um ástæður fyrrgreindrar þróunar. Hinu verður ekki litið framhjá að hún er í samræmi við breytingar sem gerðar voru á ákvæðum hegningarlaga um kynferðisbrot vorið 2007, þar sem m.a. var afnuminn með öllu fyrningarfrestur sakar vegna tiltekinna grófra kynferðisbrota gegn börnum, aukinn skilning á eðli og afleiðingum þessara brota og gagnrýna umræðu um dómstóla fyrir meðferð þeirra á málum og refsiákvarðanir. Hæstiréttur hefur með þessum dómum svarað kallinu sem í þessari umræðu fólst. Hæstiréttur lítur þessi brot afar alvarlegum augum og telur þau eiga að sæta þungum refsingum. Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar