Opið fyrra bréf til Jóhönnu 29. desember 2009 06:00 Ingólfur Margeirsson skrifar um stjórnmál. Kæra Jóhanna. Með innkomu þinni í þjóðmálin undanfarin hefur þú sýnt og sannað að þinn tími er kominn, bæði í Samfylkingunni og í ríkisstjórn. Þú hefur verið kosin til forystu hjá þjóðinni eftir mesta efnahagshrun þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun. Það er ekki lítil áskorun. Það er freistandi að reyna að bjarga öllu sem fyrst og rusla upp nýju heilbrigðu samfélagi. Hið pólitíska umhverfi er gjörbreytt. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa eftir langa valdasetu, framið eitt eftirminnilegasta harakiri íslenskrar sögu og rústað íslenskri þjóð samtímis. Frjálshyggjan er hrunin. Væri einhver skynsemi ráðandi á Íslandi væri Sjálfstæðisflokkurinn búinn að dæma sig úr leik um alla framtíð. En maður skal aldrei treysta dómgreind þjóðarinnar um of. Þjóðin grenjar og vælir að jafnaði yfir stöðu augnabliksins en horfir lítið fram á veginn. Þess vegna verður ríkisstjórnin fyrir töluverðu aðkasti nú en stjórnarandstaðan, sem brenndi niður þjóðarbygginguna, fær klapp á bakið. Ég veit að þú átt erfitt með að skilja svona hegðan. Við erum mörg sem skiljum ekki svona hugsunarhátt að hylla brennuvargana en kasta steinum að slökkviliðinu. En í aðra sálma. Það er ekki aðeins ringlaður og langþreyttur pöpullinn sem kastar steinum. Innan þinna vébanda er fólk sem veitist harðlega að eigin liðsmönnum. Það eru einkum nokkrir uppreisnarmenn í VG, samstarfsflokki þínum sem hafa kosið að slá sig til riddara á kostnað velferðar íslenskrar alþýðu og berjast gegn nauðsynlegum umbótum og breytingum. Þeir hafa tafið afgreiðslu Icesave-málsins, jafnvel beitt sér gegn því. Sama fólk hefur bölvað aðild Íslands að ESB. Það er aðeins formaður VG, Steingrímur Sigfússon sem hefur hafið íslenska þjóðarhagsmuni ofar skammvinnum vinsældum í flokki sínum með sífelldu uppistandi. Ögmundur, Guðfríður Lilja, Lilja Mósesdóttir, Atli og fleiri lýðskrumarar hafa reynt að gera sitt til að fella ríkisstjórnina í takt við brennuvargana í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Er þetta fólk sem uppbyggileg og raunsæ ríkisstjórn jafnaðarmanna þarf á að halda á þessum víðsjárverðu tímum? Hvað finnst þér Jóhanna? Við vorum stolt þegar þið Steingrímur stofnuðuð fyrstu sósíalísku ríkisstjórnina í sögu lýðveldisins. Dæmið virtist einfalt: í valnum lágu eigingjarnir og gráðugir einkakapítalistar sem höfðu brennt upp almannafé og steypt landinu í botnlausar skuldir eftir blóðugasta kapítalskeið allra tíma. Yfir þessum vesalingum stóðu stjórnmálaflokkar sem hafa barist fyrir jafnrétti, skynsamlegri efnahagsstefnu og réttlátri velferð. Þjóðin vildi þessa flokka til starfa og forystu, kaus þá og hafnaði hinum. Þetta virtist auðvelt. Auðvitað var það ekki og Róm er ekki byggð á einum degi, hvað þá Ísland í dag. Til að geta komið landinu á réttan kjöl og byggja upp velferð vantaði lykilinn: Peninga. Og peninga átti þjóðin ekki. Það var búið að ræna okkur. Að taka til. Á meðan stóð píndur og örvæntingarfullur almenningur og heimtaði að komast aftur inn í þjóðfélagið; vinnustaði og heimili. Og þegar það gerðist ekki strax, byrjaði fólk að púa á ykkur Steingrím og félaga og kyssa vönd glæframannanna á Alþingi. Þessu óréttlæti hafið þið tekið af þolinmæði og prúðmennsku. Þið hafið sýnt skynsemi. Skilyrði að til að leysa frystingu eigna og gjaldeyrismála verðum við að greiða skuldir erlendis, opna fyrir samstarf við Evrópu og taka upp evru. Þessi tvö mál eru lykilmál sem byggja upp ríkisfjármálin ásamt eflingu atvinnumarkaðar og almennrar velferðar svo og að styrkja peningamál almennt. Þessi nauðsynlega lausn er ekki mjög flókin þótt alþingismenn hafi tafið umræður og flækt til að koma höggum á ríkisstjórnina án tillits til þjóðarhagsmuna og sumir þingmenn VG hafa gert sig að kjánum í andstöðu við helstu björgunaraðgerðir eigin stjórnar í von um skammvinnar vinsældir. Það er örugglega lýjandi að stjórna slíkum hópi. Samt verður að hrósa þér fyrir að hafa haft stjórn á eigin liðsmönnum. Aumingja Steingrími hefur ekki tekist það sama. Hann hefur einn þurft að glíma við vandræðin og leysa þau, nánast án nokkurrar aðstoðar frá sínu fólki. Það sýnir best hvers konar afreksmaður hann er að hafa staðið undir þessu hlassi sjálfur. Eftir ráðherratíð sína í þessari ríkisstjórn mun hann hljóta þann dóm að vera einn af pólitískum jöfrum Íslands frá lýðveldisstofnun. Ég er viss um að ykkur tveimur ásamt samstöðu þingmanna Samfylkingarinnar og skynsemi einstakra þingmanna stjórnarandstöðunnar, mun takast að snúa dæminu við. Ykkur hefur þegar tekist það. Þá verður spurt: Hvað verður að taka við í uppbyggingu hins nýja Íslands? Því mun ég svara í næsta bréfi til þín, kæra vinkona Jóhanna. Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ingólfur Margeirsson skrifar um stjórnmál. Kæra Jóhanna. Með innkomu þinni í þjóðmálin undanfarin hefur þú sýnt og sannað að þinn tími er kominn, bæði í Samfylkingunni og í ríkisstjórn. Þú hefur verið kosin til forystu hjá þjóðinni eftir mesta efnahagshrun þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun. Það er ekki lítil áskorun. Það er freistandi að reyna að bjarga öllu sem fyrst og rusla upp nýju heilbrigðu samfélagi. Hið pólitíska umhverfi er gjörbreytt. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa eftir langa valdasetu, framið eitt eftirminnilegasta harakiri íslenskrar sögu og rústað íslenskri þjóð samtímis. Frjálshyggjan er hrunin. Væri einhver skynsemi ráðandi á Íslandi væri Sjálfstæðisflokkurinn búinn að dæma sig úr leik um alla framtíð. En maður skal aldrei treysta dómgreind þjóðarinnar um of. Þjóðin grenjar og vælir að jafnaði yfir stöðu augnabliksins en horfir lítið fram á veginn. Þess vegna verður ríkisstjórnin fyrir töluverðu aðkasti nú en stjórnarandstaðan, sem brenndi niður þjóðarbygginguna, fær klapp á bakið. Ég veit að þú átt erfitt með að skilja svona hegðan. Við erum mörg sem skiljum ekki svona hugsunarhátt að hylla brennuvargana en kasta steinum að slökkviliðinu. En í aðra sálma. Það er ekki aðeins ringlaður og langþreyttur pöpullinn sem kastar steinum. Innan þinna vébanda er fólk sem veitist harðlega að eigin liðsmönnum. Það eru einkum nokkrir uppreisnarmenn í VG, samstarfsflokki þínum sem hafa kosið að slá sig til riddara á kostnað velferðar íslenskrar alþýðu og berjast gegn nauðsynlegum umbótum og breytingum. Þeir hafa tafið afgreiðslu Icesave-málsins, jafnvel beitt sér gegn því. Sama fólk hefur bölvað aðild Íslands að ESB. Það er aðeins formaður VG, Steingrímur Sigfússon sem hefur hafið íslenska þjóðarhagsmuni ofar skammvinnum vinsældum í flokki sínum með sífelldu uppistandi. Ögmundur, Guðfríður Lilja, Lilja Mósesdóttir, Atli og fleiri lýðskrumarar hafa reynt að gera sitt til að fella ríkisstjórnina í takt við brennuvargana í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Er þetta fólk sem uppbyggileg og raunsæ ríkisstjórn jafnaðarmanna þarf á að halda á þessum víðsjárverðu tímum? Hvað finnst þér Jóhanna? Við vorum stolt þegar þið Steingrímur stofnuðuð fyrstu sósíalísku ríkisstjórnina í sögu lýðveldisins. Dæmið virtist einfalt: í valnum lágu eigingjarnir og gráðugir einkakapítalistar sem höfðu brennt upp almannafé og steypt landinu í botnlausar skuldir eftir blóðugasta kapítalskeið allra tíma. Yfir þessum vesalingum stóðu stjórnmálaflokkar sem hafa barist fyrir jafnrétti, skynsamlegri efnahagsstefnu og réttlátri velferð. Þjóðin vildi þessa flokka til starfa og forystu, kaus þá og hafnaði hinum. Þetta virtist auðvelt. Auðvitað var það ekki og Róm er ekki byggð á einum degi, hvað þá Ísland í dag. Til að geta komið landinu á réttan kjöl og byggja upp velferð vantaði lykilinn: Peninga. Og peninga átti þjóðin ekki. Það var búið að ræna okkur. Að taka til. Á meðan stóð píndur og örvæntingarfullur almenningur og heimtaði að komast aftur inn í þjóðfélagið; vinnustaði og heimili. Og þegar það gerðist ekki strax, byrjaði fólk að púa á ykkur Steingrím og félaga og kyssa vönd glæframannanna á Alþingi. Þessu óréttlæti hafið þið tekið af þolinmæði og prúðmennsku. Þið hafið sýnt skynsemi. Skilyrði að til að leysa frystingu eigna og gjaldeyrismála verðum við að greiða skuldir erlendis, opna fyrir samstarf við Evrópu og taka upp evru. Þessi tvö mál eru lykilmál sem byggja upp ríkisfjármálin ásamt eflingu atvinnumarkaðar og almennrar velferðar svo og að styrkja peningamál almennt. Þessi nauðsynlega lausn er ekki mjög flókin þótt alþingismenn hafi tafið umræður og flækt til að koma höggum á ríkisstjórnina án tillits til þjóðarhagsmuna og sumir þingmenn VG hafa gert sig að kjánum í andstöðu við helstu björgunaraðgerðir eigin stjórnar í von um skammvinnar vinsældir. Það er örugglega lýjandi að stjórna slíkum hópi. Samt verður að hrósa þér fyrir að hafa haft stjórn á eigin liðsmönnum. Aumingja Steingrími hefur ekki tekist það sama. Hann hefur einn þurft að glíma við vandræðin og leysa þau, nánast án nokkurrar aðstoðar frá sínu fólki. Það sýnir best hvers konar afreksmaður hann er að hafa staðið undir þessu hlassi sjálfur. Eftir ráðherratíð sína í þessari ríkisstjórn mun hann hljóta þann dóm að vera einn af pólitískum jöfrum Íslands frá lýðveldisstofnun. Ég er viss um að ykkur tveimur ásamt samstöðu þingmanna Samfylkingarinnar og skynsemi einstakra þingmanna stjórnarandstöðunnar, mun takast að snúa dæminu við. Ykkur hefur þegar tekist það. Þá verður spurt: Hvað verður að taka við í uppbyggingu hins nýja Íslands? Því mun ég svara í næsta bréfi til þín, kæra vinkona Jóhanna. Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar