Sérstakir dómstólar fjalli um hrunmálin 1. október 2009 05:00 Fjölmargir kröfuhafar voru ósáttir við þá ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá 21. mars síðastliðnum að víkja stjórn SPRON frá og skipa skilanefnd yfir bankann. Fréttablaðið/Pjetur Lögmaður á þriðja tug erlendra banka sem stefndu ríkinu vegna yfirtöku á SPRON gagnrýnir íslenska dómstóla harðlega fyrir frávísun málsins. Hann segir þörf á sérstökum dómstólum til að fjalla um flókin mál sem tengjast hruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá kröfu 25 erlendra banka á hendur Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu (FME), fjármálaráðuneytinu og SPRON vegna yfirtöku FME á SPRON hinn 21. mars síðastliðinn. Stefnendur, sem eru flestir þýskir bankar, kröfðust þess að dómstólar viðurkenndu skaðabótaskyldu ríkisins vegna yfirtökunnar á SPRON, sem þeir sögðu hafa verið óþarfa og skaðlega. Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður stefnenda, segir úrskurð héraðsdóms sýna svart á hvítu að íslenskir dómstólar séu ekki tilbúnir til að fást við flókin álitaefni sem upp hafi komið í kjölfar hrunsins, og hafi ekki þekkingu til að taka á alþjóðlegum lánasamningum. Hér sé máli vísað frá á forsendum sem Hæstiréttur hafi margoft staðfest að geti ekki verið grundvöllur frávísunar. „Þessi niðurstaða kemur til með að hafa áhrif langt út fyrir þetta mál,“ segir Baldvin. Hún verði fráleitt til þess að efla trú erlendra aðila á því að íslenskir dómstólar geti fjallað af fagmennsku um mál tengd hruninu. „Þetta staðfestir þá skoðun mína að það þurfi að setja upp sérstaka dómstóla til að fjalla um bankahrunið og afleiðingar þess. Það þarf dómara með mikla sérþekkingu til að taka á þessum málum,“ segir Baldvin. Hann segir stefnendur nú þurfa að ákveða næstu skref í málinu. Meta þurfi hvort það skili einhverju að kæra frávísunina til Hæstaréttar, enda myndi dómurinn væntanlega senda málið aftur til héraðsdóms, og þá til sama dómara. Eins geti komið til greina að kæra að nýju vegna málsins. Þá þurfi að skoða möguleika á málshöfðun annars staðar en á Íslandi. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómari hafi talið kröfur stefnenda vanreifaðar. Ekki var að mati dómsins afmarkað hvernig tjón vegna yfirtöku ríkisins á sparisjóðnum eigi að hafa orðið, né hafi verið sýnt fram á kröfur þeirra í þrotabú SPRON í gegnum lánasamninga. Þá átaldi dómari stefnendur fyrir að leggja fram mikinn fjölda skjala á ensku, sem bryti gegn ákvæðum laga um að skjöl skuli lögð fram á íslensku. Héraðsdómur úrskurðaði að stefnendum bæri að greiða stefndu alls tvær milljónir króna í málskostnað. brjann@frettabladid.is Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Lögmaður á þriðja tug erlendra banka sem stefndu ríkinu vegna yfirtöku á SPRON gagnrýnir íslenska dómstóla harðlega fyrir frávísun málsins. Hann segir þörf á sérstökum dómstólum til að fjalla um flókin mál sem tengjast hruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá kröfu 25 erlendra banka á hendur Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu (FME), fjármálaráðuneytinu og SPRON vegna yfirtöku FME á SPRON hinn 21. mars síðastliðinn. Stefnendur, sem eru flestir þýskir bankar, kröfðust þess að dómstólar viðurkenndu skaðabótaskyldu ríkisins vegna yfirtökunnar á SPRON, sem þeir sögðu hafa verið óþarfa og skaðlega. Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður stefnenda, segir úrskurð héraðsdóms sýna svart á hvítu að íslenskir dómstólar séu ekki tilbúnir til að fást við flókin álitaefni sem upp hafi komið í kjölfar hrunsins, og hafi ekki þekkingu til að taka á alþjóðlegum lánasamningum. Hér sé máli vísað frá á forsendum sem Hæstiréttur hafi margoft staðfest að geti ekki verið grundvöllur frávísunar. „Þessi niðurstaða kemur til með að hafa áhrif langt út fyrir þetta mál,“ segir Baldvin. Hún verði fráleitt til þess að efla trú erlendra aðila á því að íslenskir dómstólar geti fjallað af fagmennsku um mál tengd hruninu. „Þetta staðfestir þá skoðun mína að það þurfi að setja upp sérstaka dómstóla til að fjalla um bankahrunið og afleiðingar þess. Það þarf dómara með mikla sérþekkingu til að taka á þessum málum,“ segir Baldvin. Hann segir stefnendur nú þurfa að ákveða næstu skref í málinu. Meta þurfi hvort það skili einhverju að kæra frávísunina til Hæstaréttar, enda myndi dómurinn væntanlega senda málið aftur til héraðsdóms, og þá til sama dómara. Eins geti komið til greina að kæra að nýju vegna málsins. Þá þurfi að skoða möguleika á málshöfðun annars staðar en á Íslandi. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómari hafi talið kröfur stefnenda vanreifaðar. Ekki var að mati dómsins afmarkað hvernig tjón vegna yfirtöku ríkisins á sparisjóðnum eigi að hafa orðið, né hafi verið sýnt fram á kröfur þeirra í þrotabú SPRON í gegnum lánasamninga. Þá átaldi dómari stefnendur fyrir að leggja fram mikinn fjölda skjala á ensku, sem bryti gegn ákvæðum laga um að skjöl skuli lögð fram á íslensku. Héraðsdómur úrskurðaði að stefnendum bæri að greiða stefndu alls tvær milljónir króna í málskostnað. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira