Opið fyrra bréf til Jóhönnu 29. desember 2009 06:00 Ingólfur Margeirsson skrifar um stjórnmál. Kæra Jóhanna. Með innkomu þinni í þjóðmálin undanfarin hefur þú sýnt og sannað að þinn tími er kominn, bæði í Samfylkingunni og í ríkisstjórn. Þú hefur verið kosin til forystu hjá þjóðinni eftir mesta efnahagshrun þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun. Það er ekki lítil áskorun. Það er freistandi að reyna að bjarga öllu sem fyrst og rusla upp nýju heilbrigðu samfélagi. Hið pólitíska umhverfi er gjörbreytt. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa eftir langa valdasetu, framið eitt eftirminnilegasta harakiri íslenskrar sögu og rústað íslenskri þjóð samtímis. Frjálshyggjan er hrunin. Væri einhver skynsemi ráðandi á Íslandi væri Sjálfstæðisflokkurinn búinn að dæma sig úr leik um alla framtíð. En maður skal aldrei treysta dómgreind þjóðarinnar um of. Þjóðin grenjar og vælir að jafnaði yfir stöðu augnabliksins en horfir lítið fram á veginn. Þess vegna verður ríkisstjórnin fyrir töluverðu aðkasti nú en stjórnarandstaðan, sem brenndi niður þjóðarbygginguna, fær klapp á bakið. Ég veit að þú átt erfitt með að skilja svona hegðan. Við erum mörg sem skiljum ekki svona hugsunarhátt að hylla brennuvargana en kasta steinum að slökkviliðinu. En í aðra sálma. Það er ekki aðeins ringlaður og langþreyttur pöpullinn sem kastar steinum. Innan þinna vébanda er fólk sem veitist harðlega að eigin liðsmönnum. Það eru einkum nokkrir uppreisnarmenn í VG, samstarfsflokki þínum sem hafa kosið að slá sig til riddara á kostnað velferðar íslenskrar alþýðu og berjast gegn nauðsynlegum umbótum og breytingum. Þeir hafa tafið afgreiðslu Icesave-málsins, jafnvel beitt sér gegn því. Sama fólk hefur bölvað aðild Íslands að ESB. Það er aðeins formaður VG, Steingrímur Sigfússon sem hefur hafið íslenska þjóðarhagsmuni ofar skammvinnum vinsældum í flokki sínum með sífelldu uppistandi. Ögmundur, Guðfríður Lilja, Lilja Mósesdóttir, Atli og fleiri lýðskrumarar hafa reynt að gera sitt til að fella ríkisstjórnina í takt við brennuvargana í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Er þetta fólk sem uppbyggileg og raunsæ ríkisstjórn jafnaðarmanna þarf á að halda á þessum víðsjárverðu tímum? Hvað finnst þér Jóhanna? Við vorum stolt þegar þið Steingrímur stofnuðuð fyrstu sósíalísku ríkisstjórnina í sögu lýðveldisins. Dæmið virtist einfalt: í valnum lágu eigingjarnir og gráðugir einkakapítalistar sem höfðu brennt upp almannafé og steypt landinu í botnlausar skuldir eftir blóðugasta kapítalskeið allra tíma. Yfir þessum vesalingum stóðu stjórnmálaflokkar sem hafa barist fyrir jafnrétti, skynsamlegri efnahagsstefnu og réttlátri velferð. Þjóðin vildi þessa flokka til starfa og forystu, kaus þá og hafnaði hinum. Þetta virtist auðvelt. Auðvitað var það ekki og Róm er ekki byggð á einum degi, hvað þá Ísland í dag. Til að geta komið landinu á réttan kjöl og byggja upp velferð vantaði lykilinn: Peninga. Og peninga átti þjóðin ekki. Það var búið að ræna okkur. Að taka til. Á meðan stóð píndur og örvæntingarfullur almenningur og heimtaði að komast aftur inn í þjóðfélagið; vinnustaði og heimili. Og þegar það gerðist ekki strax, byrjaði fólk að púa á ykkur Steingrím og félaga og kyssa vönd glæframannanna á Alþingi. Þessu óréttlæti hafið þið tekið af þolinmæði og prúðmennsku. Þið hafið sýnt skynsemi. Skilyrði að til að leysa frystingu eigna og gjaldeyrismála verðum við að greiða skuldir erlendis, opna fyrir samstarf við Evrópu og taka upp evru. Þessi tvö mál eru lykilmál sem byggja upp ríkisfjármálin ásamt eflingu atvinnumarkaðar og almennrar velferðar svo og að styrkja peningamál almennt. Þessi nauðsynlega lausn er ekki mjög flókin þótt alþingismenn hafi tafið umræður og flækt til að koma höggum á ríkisstjórnina án tillits til þjóðarhagsmuna og sumir þingmenn VG hafa gert sig að kjánum í andstöðu við helstu björgunaraðgerðir eigin stjórnar í von um skammvinnar vinsældir. Það er örugglega lýjandi að stjórna slíkum hópi. Samt verður að hrósa þér fyrir að hafa haft stjórn á eigin liðsmönnum. Aumingja Steingrími hefur ekki tekist það sama. Hann hefur einn þurft að glíma við vandræðin og leysa þau, nánast án nokkurrar aðstoðar frá sínu fólki. Það sýnir best hvers konar afreksmaður hann er að hafa staðið undir þessu hlassi sjálfur. Eftir ráðherratíð sína í þessari ríkisstjórn mun hann hljóta þann dóm að vera einn af pólitískum jöfrum Íslands frá lýðveldisstofnun. Ég er viss um að ykkur tveimur ásamt samstöðu þingmanna Samfylkingarinnar og skynsemi einstakra þingmanna stjórnarandstöðunnar, mun takast að snúa dæminu við. Ykkur hefur þegar tekist það. Þá verður spurt: Hvað verður að taka við í uppbyggingu hins nýja Íslands? Því mun ég svara í næsta bréfi til þín, kæra vinkona Jóhanna. Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ingólfur Margeirsson skrifar um stjórnmál. Kæra Jóhanna. Með innkomu þinni í þjóðmálin undanfarin hefur þú sýnt og sannað að þinn tími er kominn, bæði í Samfylkingunni og í ríkisstjórn. Þú hefur verið kosin til forystu hjá þjóðinni eftir mesta efnahagshrun þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun. Það er ekki lítil áskorun. Það er freistandi að reyna að bjarga öllu sem fyrst og rusla upp nýju heilbrigðu samfélagi. Hið pólitíska umhverfi er gjörbreytt. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa eftir langa valdasetu, framið eitt eftirminnilegasta harakiri íslenskrar sögu og rústað íslenskri þjóð samtímis. Frjálshyggjan er hrunin. Væri einhver skynsemi ráðandi á Íslandi væri Sjálfstæðisflokkurinn búinn að dæma sig úr leik um alla framtíð. En maður skal aldrei treysta dómgreind þjóðarinnar um of. Þjóðin grenjar og vælir að jafnaði yfir stöðu augnabliksins en horfir lítið fram á veginn. Þess vegna verður ríkisstjórnin fyrir töluverðu aðkasti nú en stjórnarandstaðan, sem brenndi niður þjóðarbygginguna, fær klapp á bakið. Ég veit að þú átt erfitt með að skilja svona hegðan. Við erum mörg sem skiljum ekki svona hugsunarhátt að hylla brennuvargana en kasta steinum að slökkviliðinu. En í aðra sálma. Það er ekki aðeins ringlaður og langþreyttur pöpullinn sem kastar steinum. Innan þinna vébanda er fólk sem veitist harðlega að eigin liðsmönnum. Það eru einkum nokkrir uppreisnarmenn í VG, samstarfsflokki þínum sem hafa kosið að slá sig til riddara á kostnað velferðar íslenskrar alþýðu og berjast gegn nauðsynlegum umbótum og breytingum. Þeir hafa tafið afgreiðslu Icesave-málsins, jafnvel beitt sér gegn því. Sama fólk hefur bölvað aðild Íslands að ESB. Það er aðeins formaður VG, Steingrímur Sigfússon sem hefur hafið íslenska þjóðarhagsmuni ofar skammvinnum vinsældum í flokki sínum með sífelldu uppistandi. Ögmundur, Guðfríður Lilja, Lilja Mósesdóttir, Atli og fleiri lýðskrumarar hafa reynt að gera sitt til að fella ríkisstjórnina í takt við brennuvargana í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Er þetta fólk sem uppbyggileg og raunsæ ríkisstjórn jafnaðarmanna þarf á að halda á þessum víðsjárverðu tímum? Hvað finnst þér Jóhanna? Við vorum stolt þegar þið Steingrímur stofnuðuð fyrstu sósíalísku ríkisstjórnina í sögu lýðveldisins. Dæmið virtist einfalt: í valnum lágu eigingjarnir og gráðugir einkakapítalistar sem höfðu brennt upp almannafé og steypt landinu í botnlausar skuldir eftir blóðugasta kapítalskeið allra tíma. Yfir þessum vesalingum stóðu stjórnmálaflokkar sem hafa barist fyrir jafnrétti, skynsamlegri efnahagsstefnu og réttlátri velferð. Þjóðin vildi þessa flokka til starfa og forystu, kaus þá og hafnaði hinum. Þetta virtist auðvelt. Auðvitað var það ekki og Róm er ekki byggð á einum degi, hvað þá Ísland í dag. Til að geta komið landinu á réttan kjöl og byggja upp velferð vantaði lykilinn: Peninga. Og peninga átti þjóðin ekki. Það var búið að ræna okkur. Að taka til. Á meðan stóð píndur og örvæntingarfullur almenningur og heimtaði að komast aftur inn í þjóðfélagið; vinnustaði og heimili. Og þegar það gerðist ekki strax, byrjaði fólk að púa á ykkur Steingrím og félaga og kyssa vönd glæframannanna á Alþingi. Þessu óréttlæti hafið þið tekið af þolinmæði og prúðmennsku. Þið hafið sýnt skynsemi. Skilyrði að til að leysa frystingu eigna og gjaldeyrismála verðum við að greiða skuldir erlendis, opna fyrir samstarf við Evrópu og taka upp evru. Þessi tvö mál eru lykilmál sem byggja upp ríkisfjármálin ásamt eflingu atvinnumarkaðar og almennrar velferðar svo og að styrkja peningamál almennt. Þessi nauðsynlega lausn er ekki mjög flókin þótt alþingismenn hafi tafið umræður og flækt til að koma höggum á ríkisstjórnina án tillits til þjóðarhagsmuna og sumir þingmenn VG hafa gert sig að kjánum í andstöðu við helstu björgunaraðgerðir eigin stjórnar í von um skammvinnar vinsældir. Það er örugglega lýjandi að stjórna slíkum hópi. Samt verður að hrósa þér fyrir að hafa haft stjórn á eigin liðsmönnum. Aumingja Steingrími hefur ekki tekist það sama. Hann hefur einn þurft að glíma við vandræðin og leysa þau, nánast án nokkurrar aðstoðar frá sínu fólki. Það sýnir best hvers konar afreksmaður hann er að hafa staðið undir þessu hlassi sjálfur. Eftir ráðherratíð sína í þessari ríkisstjórn mun hann hljóta þann dóm að vera einn af pólitískum jöfrum Íslands frá lýðveldisstofnun. Ég er viss um að ykkur tveimur ásamt samstöðu þingmanna Samfylkingarinnar og skynsemi einstakra þingmanna stjórnarandstöðunnar, mun takast að snúa dæminu við. Ykkur hefur þegar tekist það. Þá verður spurt: Hvað verður að taka við í uppbyggingu hins nýja Íslands? Því mun ég svara í næsta bréfi til þín, kæra vinkona Jóhanna. Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar