Handbolti

Kiel með tólfa sigurinn sinn í þrettán leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari THW Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari THW Kiel. Mynd/GettyImages

THW Kiel hélt sigurgöngu sinni áfram í þýsku úrvalsdeildinni eftir fjögurra marka útisigur á Íslendingaliðinu TuS N-Lübbecke. Kiel er eftir leikinn með þriggja stiga forskot á HSV Hamburg sem á reyndar leik inni.

Heiðmar Felixson skoraði tvö mörk fyrir TuS N-Lübbecke í 28-32 tapi fyrir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel. Þórir Ólafsson komst ekki á blað hjá TuS N-Lübbecke en klikkaði á einu víti í leiknum. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Kiel.

Hannes Jón Jónsson var ekki meðal markaskorara Hannover-Burgdorf sem vann 25-24 sigur á GWD Minden. Ingimundur Ingimundarson og Gylfi Gylfason skoruðu báðir 2 mörk fyrir Minden.

Sturla Ásgeirsson var með eitt mark fyrir Düsseldorf sem tapaði naumlega fyrir Balingen-Weilstetten, 25-26, á heimavelli. Balingen-Weilstette skoraði tvö síðustu mörkin og sigurmarkið 11 sekúndum fyrir leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×