Viðskipti innlent

Segja rangfærslur í frétt Telegraph

Ragnar Z. Guðjónsson sparistjóðsstjóri.
Ragnar Z. Guðjónsson sparistjóðsstjóri.

Í breska blaðinu Telegraph í morgun er fullyrt að 10 eignarhaldsfélög standi á bak við 80% af lánasafni sjóðsins. Sannleikurinn er sá að 10 stærstu viðskiptavinir Byrs eru með um 10% af heildarútlánum sjóðsins skv. endurskoðuðu ársuppgjöri vegna ársins 2008.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr nú í dag. Þá segir einnig að í greininni sé fullyrt að sérstök leynd hvíli yfir lánabókum Byrs og að tilteknir stofnfjáreigendur telji sig hafa hag af því að þanig sé málum háttað.

„Hér gætir misskilnings því það er skýrt kveðið á um það í íslenskum lögum hvernig skuli fara með slíkar upplýsingar og eru öll íslensk fjármálafyrirtæki undir þau lög sett. Stjórn Byrs er því bundin af lögum og getur ekki upplýst um stöðu einstakra lántaka í sjóðnum," segir í tilkynningunni.




Tengdar fréttir

Karen Millen í grimmilegum bardaga um Byr

Tískuvöruframleiðandinn Karen Millen, hefur blandað sér í grimmilegan bardaga um stjórnvölin í einum stærsta banka Íslands.Leynd hefur hingað til hvílt yfir eignarhlut hennar í bankanum en hún styður þann hóp sem vill að leynd hvíli yfir lánabókum bankans. Það er breska blaðið The Telegraph sem gerir þetta að umtalsefni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×