Innlent

Ellefu prósent óku of hratt um Grensásveg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ellefu prósent þeirra ökumanna sem óku Grensásveg í suðurátt á milli klukkan þrjú og sex í gær óku of hratt, samkvæmt mælingum lögreglunnar. Á þessum tíma fóru 384 ökutæki þessa akstursleið og af þeim óku 44 of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 62 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 71.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×