Viðskipti innlent

Ísland er grænasta landið fyrir netþjónabú

Ísland er efst á lista yfir staði sem taldir eru þeir „grænustu" hvað varðar staðsetningar og rekstur á netþjónabúum og gagnasetrum. Listinn var tekinn saman af Ronald Bowman forstjóra Tishman Technologies.

Reuters greinir frá málinu í dag. Listinn telur 10 staði en næst á eftir Íslandi koma Norður Karólína og Tennessee í Bandaríkjunum, þá Kína/Víetman, Lettland og Indland. Í fimm neðstu sætunum eru Rússland, Kanada, Japan, Nýja Sjáland og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Listi Bowman er m.a, byggður á aðgangi að endurnýjanlegri orku sem ekki mengar andrúmsloftið, aðgangur að kælingarlausnum, kabalvæðing og stöðugleiki í stjórnmálum.

Í umfjöllun Reuters um Ísland er vitnað í upplýsingar frá Hagstofunni um orkunotkun Íslendinga kemur að rúmum 82% frá endurnýjanlegum orkugjöfum og landið er með 100% fría vinalega kælingu (free cooling-friendly).

Þegar listinn er skoðaður sendur efst á honum: 1. Reykjavik, Íslandi: Lágur orkukostnaður, ókeypis kæling.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×