Enski boltinn

Kaká orðaður við Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaká gæti fetað í fótspor Beckhams og spilað fyrir Man. Utd.
Kaká gæti fetað í fótspor Beckhams og spilað fyrir Man. Utd. Nordic Photos/Getty Images

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að forráðamenn Man. Utd hafi fundað með forráðamönnum AC Milan um hugsanleg kaup á Brasilíumanninum Kaká. Hann ætti þá að koma í stað Cristiano Ronaldo sem er enn orðaður við Real Madrid.

Heimildarmaður The Sun, sem er reyndar ekki áreiðanlegasti fjölmiðill í heimi, segir að Kaká vilji fá fimm ára samning og 135 þúsund pund í vikulaun. Sami meinti heimildarmaður heldur því einnig fram að Kaká sé mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir Evrópu- og heimsmeistaranna.

Það er ljóst að ef verður þá mun United hugsanlega þurfa að punga út allt að 70 milljónum punda fyrir hinn 27 ára Brasilíumann. Að sama skapi fengi United líklega svipaða upphæð fyrir Ronaldo.

Kaká hefur áður sagt að hann sé hrifinn af United.

„Liðið er með frábæra leikmenn eins og Giggs, Scholes og sérstaklega Wayne Rooney. Einn af mínum bestu vinum, Anderson, er líka þarna. Þetta lið er enskur meistari sem og Evrópumeistari. Það gæti verið frábært að spila fyrir þetta félag," sagði Kaká eitt sinn í viðtali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×