Erlent

Frægasti fjársvikari heims datt úr rúminu sínu

Bernie Maddoff þegar allt lék í lyndi.
Bernie Maddoff þegar allt lék í lyndi.

Alræmdi fjárglæframaðurinn Bernie Maddoff var færður úr fangelsi á spítala eftir að hann rifbeinsbrotnaði, auk þess sem lungu féllu saman. Þá hlaut hann einnig áverka á andliti.

Í fyrstu töldu fjölmiðlar að hann hefði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás í fangelsinu þar sem hann afplánar 150 ára fangelsisdóm eftir að hafa verið dæmdur fyrir að svíkja út 65 milljarða Bandaríkjadollara.

Það reyndist ekki allskostar rétt, heldur virðist Bernie, sem er á áttræðisaldri, hafa dottið úr rúminu sínu með fyrrgreindum afleiðingum.

Bernie var færður á spítala í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum fyrir um viku síðan.

Í fyrstu fengust engin svör um það hvað kom fyrir Bernie og bar upplýsingafulltrúi fangelsisins við trúnaði. Fjölmiðlar greindu frá áverkum hans sem virtust ríma við alvarlega líkamsárás innan veggja fangelsisins.

Svo virðist sem Bernie sé vanari stærri rúmum en hann þarf að dvelja í næstu árin.

Bernie er á batavegi eftir byltuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×