Góð afkoma Landsvirkjunar 11. september 2009 06:00 Rætt hefur verið í fjölmiðlum um áhyggjur nokkurra borgarfulltrúa minnihlutans í Reykjavík vegna ábyrgðar borgarinnar á hluta af skuldum Landsvirkjunar. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir þeirri frétt að Landsvirkjun skilaði u.þ.b. 6 milljörðum króna í hagnað á fyrri helmingi ársins og útlit er fyrir að árangurinn verði enn betri á seinni hlutanum ef álverð lækkar ekki. Ábyrgð á skuldum LandsvirkjunarReykjavíkurborg átti helming Landsvirkjunar á móti ríkinu allt frá stofnun árið 1965 til ársins 1983, þegar Akureyrarbær bættist í hópinn með því að leggja Laxárvirkjun inn í fyrirtækið. Eftir það átti Reykjavíkurborg u.þ.b. 45%, Akureyri 5% og ríkið 50%, þar til ríkið keypti hlut meðeigenda sinna í lok ársins 2006. Fyrir hann greiddi ríkið rúmlega 30 milljarða króna, sem samsvarar 40,7 milljörðum í dag. Akureyrarbær og Reykjavíkurborg báru áfram ábyrgð á sínum hluta skulda Landsvirkjunar eins og þær stóðu við söluna. Ríkið tekur síðan yfir alla ábyrgð á skuldum fyrirtækisins frá og með árinu 2012. Hafa ber í huga að kaupverð á hlut sveitarfélaganna miðaðist við að ábyrgðin yrði með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. @Megin-Ol Idag 8,3p :Ástæðan fyrir sölunni var sú að með breyttum raforkulögum var Landsvirkjun komin í samkeppni við annars vegar Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar Norðurorku, sem er í eigu Akureyringa, og þannig var hætta á hagsmunaárekstrum. Salan á hlut Reykjavíkurborgar hefur komið sér vel fyrir borgina og lagað lausafjárstöðu hennar. Að auki hefur Landsvirkjun greitt ábyrgðargjald til borgarinnar og nemur það samtals 523 milljónum króna frá því að salan átti sér stað. Góð lausafjárstaðaÍ hálfsársuppgjöri Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið hefur aðgang að lausafé, sem nægir til að greiða afborganir og vexti af lánum næstu tvö árin. Það er betri staða en hjá flestum skuldsettum fyrirtækjum. Einnig hefur komið fram að ekki verði efnt til nýrra framkvæmda nema fjármagn til þeirra sé tryggt. Áhætta Reykjavíkurborgar af ábyrgðinni er því nánast engin, en tekjurnar af ábyrgðargjaldinu öruggar. Eðli máls samkvæmt er Landsvirkjun í áhættusömum samkeppnisrekstri. Fyrirtækið skuldar verulega fjármuni vegna mikilla framkvæmda undanfarin ár en eigendurnir hafa ekki lagt fyrirtækinu til nýtt eigið fé áratugum saman. Rekstur félagsins hefur hins vegar gengið vel á undangengnum árum að slepptu síðasta ári, sem var flestöllum fyrirtækjum erfitt. Eiginfjárhlutfallið er um 30%, eða um 1,4 milljarðar af rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala heildareign. Þetta hlutfall þyrfti að vera hærra til að standast samanburð við erlend fyrirtæki í sambærilegum rekstri. Afkoma og áhættuvarnirÞar sem afkoma Landsvirkjunar markast að verulegu leyti af heimsmarkaðsverði á áli hefur fyrirtækið varið sig fyrir slíkum verðbreytingum. Þetta þýðir á mæltu máli að Landsvirkjun fær ekki til sín allar tekjurnar þegar verðið er hátt, en í staðinn þarf fyrirtækið ekki að sætta sig við lægsta verð. Það er fyrst og fremst slík áhættuvörn, sem skilar Landsvirkjun hagnaði á yfirstandandi ári þrátt fyrir lágt álverð, en einnig hjálpar til að vextir hafa verið lágir á alþjóðamörkuðum. Arðsemi eiginfjár fyrirtækisins er svipuð og þeirra íslensku fyrirtækja sem oft er vitnað til og talin eru standa sig vel. Arðsemin er einnig svipuð og hjá erlendum fyrirtækjum í sömu grein. Á árunum 2002-2008 var meðalarðsemin 8,8% og er þá meðtalið hið mikla tap, sem varð á síðasta ári. Ríkisstjórn í lykilhlutverkiVið endurreisn íslensks atvinnu- og efnahagslífs hefur sérstaklega verið litið til orkufyrirtækjanna og orkufreks iðnaðar eins og glögglega má sjá í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Það er þó engan veginn sjálfgefið að orkufyrirtækin fái þá fyrirgreiðslu, sem nauðsynleg er til að fara í ný verkefni. Til þess þarf erlend lán og samstarf við erlenda og innlenda fjárfesta. Þess vegna er mikilvægt að senda skýr skilaboð til markaðarins um að fullur skilningur og vilji sé til að efna til slíks samstarfs. Þar gegnir ríkisstjórnin lykilhlutverki. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Rætt hefur verið í fjölmiðlum um áhyggjur nokkurra borgarfulltrúa minnihlutans í Reykjavík vegna ábyrgðar borgarinnar á hluta af skuldum Landsvirkjunar. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir þeirri frétt að Landsvirkjun skilaði u.þ.b. 6 milljörðum króna í hagnað á fyrri helmingi ársins og útlit er fyrir að árangurinn verði enn betri á seinni hlutanum ef álverð lækkar ekki. Ábyrgð á skuldum LandsvirkjunarReykjavíkurborg átti helming Landsvirkjunar á móti ríkinu allt frá stofnun árið 1965 til ársins 1983, þegar Akureyrarbær bættist í hópinn með því að leggja Laxárvirkjun inn í fyrirtækið. Eftir það átti Reykjavíkurborg u.þ.b. 45%, Akureyri 5% og ríkið 50%, þar til ríkið keypti hlut meðeigenda sinna í lok ársins 2006. Fyrir hann greiddi ríkið rúmlega 30 milljarða króna, sem samsvarar 40,7 milljörðum í dag. Akureyrarbær og Reykjavíkurborg báru áfram ábyrgð á sínum hluta skulda Landsvirkjunar eins og þær stóðu við söluna. Ríkið tekur síðan yfir alla ábyrgð á skuldum fyrirtækisins frá og með árinu 2012. Hafa ber í huga að kaupverð á hlut sveitarfélaganna miðaðist við að ábyrgðin yrði með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. @Megin-Ol Idag 8,3p :Ástæðan fyrir sölunni var sú að með breyttum raforkulögum var Landsvirkjun komin í samkeppni við annars vegar Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar Norðurorku, sem er í eigu Akureyringa, og þannig var hætta á hagsmunaárekstrum. Salan á hlut Reykjavíkurborgar hefur komið sér vel fyrir borgina og lagað lausafjárstöðu hennar. Að auki hefur Landsvirkjun greitt ábyrgðargjald til borgarinnar og nemur það samtals 523 milljónum króna frá því að salan átti sér stað. Góð lausafjárstaðaÍ hálfsársuppgjöri Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið hefur aðgang að lausafé, sem nægir til að greiða afborganir og vexti af lánum næstu tvö árin. Það er betri staða en hjá flestum skuldsettum fyrirtækjum. Einnig hefur komið fram að ekki verði efnt til nýrra framkvæmda nema fjármagn til þeirra sé tryggt. Áhætta Reykjavíkurborgar af ábyrgðinni er því nánast engin, en tekjurnar af ábyrgðargjaldinu öruggar. Eðli máls samkvæmt er Landsvirkjun í áhættusömum samkeppnisrekstri. Fyrirtækið skuldar verulega fjármuni vegna mikilla framkvæmda undanfarin ár en eigendurnir hafa ekki lagt fyrirtækinu til nýtt eigið fé áratugum saman. Rekstur félagsins hefur hins vegar gengið vel á undangengnum árum að slepptu síðasta ári, sem var flestöllum fyrirtækjum erfitt. Eiginfjárhlutfallið er um 30%, eða um 1,4 milljarðar af rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala heildareign. Þetta hlutfall þyrfti að vera hærra til að standast samanburð við erlend fyrirtæki í sambærilegum rekstri. Afkoma og áhættuvarnirÞar sem afkoma Landsvirkjunar markast að verulegu leyti af heimsmarkaðsverði á áli hefur fyrirtækið varið sig fyrir slíkum verðbreytingum. Þetta þýðir á mæltu máli að Landsvirkjun fær ekki til sín allar tekjurnar þegar verðið er hátt, en í staðinn þarf fyrirtækið ekki að sætta sig við lægsta verð. Það er fyrst og fremst slík áhættuvörn, sem skilar Landsvirkjun hagnaði á yfirstandandi ári þrátt fyrir lágt álverð, en einnig hjálpar til að vextir hafa verið lágir á alþjóðamörkuðum. Arðsemi eiginfjár fyrirtækisins er svipuð og þeirra íslensku fyrirtækja sem oft er vitnað til og talin eru standa sig vel. Arðsemin er einnig svipuð og hjá erlendum fyrirtækjum í sömu grein. Á árunum 2002-2008 var meðalarðsemin 8,8% og er þá meðtalið hið mikla tap, sem varð á síðasta ári. Ríkisstjórn í lykilhlutverkiVið endurreisn íslensks atvinnu- og efnahagslífs hefur sérstaklega verið litið til orkufyrirtækjanna og orkufreks iðnaðar eins og glögglega má sjá í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Það er þó engan veginn sjálfgefið að orkufyrirtækin fái þá fyrirgreiðslu, sem nauðsynleg er til að fara í ný verkefni. Til þess þarf erlend lán og samstarf við erlenda og innlenda fjárfesta. Þess vegna er mikilvægt að senda skýr skilaboð til markaðarins um að fullur skilningur og vilji sé til að efna til slíks samstarfs. Þar gegnir ríkisstjórnin lykilhlutverki. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun