Góð afkoma Landsvirkjunar 11. september 2009 06:00 Rætt hefur verið í fjölmiðlum um áhyggjur nokkurra borgarfulltrúa minnihlutans í Reykjavík vegna ábyrgðar borgarinnar á hluta af skuldum Landsvirkjunar. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir þeirri frétt að Landsvirkjun skilaði u.þ.b. 6 milljörðum króna í hagnað á fyrri helmingi ársins og útlit er fyrir að árangurinn verði enn betri á seinni hlutanum ef álverð lækkar ekki. Ábyrgð á skuldum LandsvirkjunarReykjavíkurborg átti helming Landsvirkjunar á móti ríkinu allt frá stofnun árið 1965 til ársins 1983, þegar Akureyrarbær bættist í hópinn með því að leggja Laxárvirkjun inn í fyrirtækið. Eftir það átti Reykjavíkurborg u.þ.b. 45%, Akureyri 5% og ríkið 50%, þar til ríkið keypti hlut meðeigenda sinna í lok ársins 2006. Fyrir hann greiddi ríkið rúmlega 30 milljarða króna, sem samsvarar 40,7 milljörðum í dag. Akureyrarbær og Reykjavíkurborg báru áfram ábyrgð á sínum hluta skulda Landsvirkjunar eins og þær stóðu við söluna. Ríkið tekur síðan yfir alla ábyrgð á skuldum fyrirtækisins frá og með árinu 2012. Hafa ber í huga að kaupverð á hlut sveitarfélaganna miðaðist við að ábyrgðin yrði með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. @Megin-Ol Idag 8,3p :Ástæðan fyrir sölunni var sú að með breyttum raforkulögum var Landsvirkjun komin í samkeppni við annars vegar Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar Norðurorku, sem er í eigu Akureyringa, og þannig var hætta á hagsmunaárekstrum. Salan á hlut Reykjavíkurborgar hefur komið sér vel fyrir borgina og lagað lausafjárstöðu hennar. Að auki hefur Landsvirkjun greitt ábyrgðargjald til borgarinnar og nemur það samtals 523 milljónum króna frá því að salan átti sér stað. Góð lausafjárstaðaÍ hálfsársuppgjöri Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið hefur aðgang að lausafé, sem nægir til að greiða afborganir og vexti af lánum næstu tvö árin. Það er betri staða en hjá flestum skuldsettum fyrirtækjum. Einnig hefur komið fram að ekki verði efnt til nýrra framkvæmda nema fjármagn til þeirra sé tryggt. Áhætta Reykjavíkurborgar af ábyrgðinni er því nánast engin, en tekjurnar af ábyrgðargjaldinu öruggar. Eðli máls samkvæmt er Landsvirkjun í áhættusömum samkeppnisrekstri. Fyrirtækið skuldar verulega fjármuni vegna mikilla framkvæmda undanfarin ár en eigendurnir hafa ekki lagt fyrirtækinu til nýtt eigið fé áratugum saman. Rekstur félagsins hefur hins vegar gengið vel á undangengnum árum að slepptu síðasta ári, sem var flestöllum fyrirtækjum erfitt. Eiginfjárhlutfallið er um 30%, eða um 1,4 milljarðar af rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala heildareign. Þetta hlutfall þyrfti að vera hærra til að standast samanburð við erlend fyrirtæki í sambærilegum rekstri. Afkoma og áhættuvarnirÞar sem afkoma Landsvirkjunar markast að verulegu leyti af heimsmarkaðsverði á áli hefur fyrirtækið varið sig fyrir slíkum verðbreytingum. Þetta þýðir á mæltu máli að Landsvirkjun fær ekki til sín allar tekjurnar þegar verðið er hátt, en í staðinn þarf fyrirtækið ekki að sætta sig við lægsta verð. Það er fyrst og fremst slík áhættuvörn, sem skilar Landsvirkjun hagnaði á yfirstandandi ári þrátt fyrir lágt álverð, en einnig hjálpar til að vextir hafa verið lágir á alþjóðamörkuðum. Arðsemi eiginfjár fyrirtækisins er svipuð og þeirra íslensku fyrirtækja sem oft er vitnað til og talin eru standa sig vel. Arðsemin er einnig svipuð og hjá erlendum fyrirtækjum í sömu grein. Á árunum 2002-2008 var meðalarðsemin 8,8% og er þá meðtalið hið mikla tap, sem varð á síðasta ári. Ríkisstjórn í lykilhlutverkiVið endurreisn íslensks atvinnu- og efnahagslífs hefur sérstaklega verið litið til orkufyrirtækjanna og orkufreks iðnaðar eins og glögglega má sjá í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Það er þó engan veginn sjálfgefið að orkufyrirtækin fái þá fyrirgreiðslu, sem nauðsynleg er til að fara í ný verkefni. Til þess þarf erlend lán og samstarf við erlenda og innlenda fjárfesta. Þess vegna er mikilvægt að senda skýr skilaboð til markaðarins um að fullur skilningur og vilji sé til að efna til slíks samstarfs. Þar gegnir ríkisstjórnin lykilhlutverki. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Rætt hefur verið í fjölmiðlum um áhyggjur nokkurra borgarfulltrúa minnihlutans í Reykjavík vegna ábyrgðar borgarinnar á hluta af skuldum Landsvirkjunar. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir þeirri frétt að Landsvirkjun skilaði u.þ.b. 6 milljörðum króna í hagnað á fyrri helmingi ársins og útlit er fyrir að árangurinn verði enn betri á seinni hlutanum ef álverð lækkar ekki. Ábyrgð á skuldum LandsvirkjunarReykjavíkurborg átti helming Landsvirkjunar á móti ríkinu allt frá stofnun árið 1965 til ársins 1983, þegar Akureyrarbær bættist í hópinn með því að leggja Laxárvirkjun inn í fyrirtækið. Eftir það átti Reykjavíkurborg u.þ.b. 45%, Akureyri 5% og ríkið 50%, þar til ríkið keypti hlut meðeigenda sinna í lok ársins 2006. Fyrir hann greiddi ríkið rúmlega 30 milljarða króna, sem samsvarar 40,7 milljörðum í dag. Akureyrarbær og Reykjavíkurborg báru áfram ábyrgð á sínum hluta skulda Landsvirkjunar eins og þær stóðu við söluna. Ríkið tekur síðan yfir alla ábyrgð á skuldum fyrirtækisins frá og með árinu 2012. Hafa ber í huga að kaupverð á hlut sveitarfélaganna miðaðist við að ábyrgðin yrði með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. @Megin-Ol Idag 8,3p :Ástæðan fyrir sölunni var sú að með breyttum raforkulögum var Landsvirkjun komin í samkeppni við annars vegar Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar Norðurorku, sem er í eigu Akureyringa, og þannig var hætta á hagsmunaárekstrum. Salan á hlut Reykjavíkurborgar hefur komið sér vel fyrir borgina og lagað lausafjárstöðu hennar. Að auki hefur Landsvirkjun greitt ábyrgðargjald til borgarinnar og nemur það samtals 523 milljónum króna frá því að salan átti sér stað. Góð lausafjárstaðaÍ hálfsársuppgjöri Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið hefur aðgang að lausafé, sem nægir til að greiða afborganir og vexti af lánum næstu tvö árin. Það er betri staða en hjá flestum skuldsettum fyrirtækjum. Einnig hefur komið fram að ekki verði efnt til nýrra framkvæmda nema fjármagn til þeirra sé tryggt. Áhætta Reykjavíkurborgar af ábyrgðinni er því nánast engin, en tekjurnar af ábyrgðargjaldinu öruggar. Eðli máls samkvæmt er Landsvirkjun í áhættusömum samkeppnisrekstri. Fyrirtækið skuldar verulega fjármuni vegna mikilla framkvæmda undanfarin ár en eigendurnir hafa ekki lagt fyrirtækinu til nýtt eigið fé áratugum saman. Rekstur félagsins hefur hins vegar gengið vel á undangengnum árum að slepptu síðasta ári, sem var flestöllum fyrirtækjum erfitt. Eiginfjárhlutfallið er um 30%, eða um 1,4 milljarðar af rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala heildareign. Þetta hlutfall þyrfti að vera hærra til að standast samanburð við erlend fyrirtæki í sambærilegum rekstri. Afkoma og áhættuvarnirÞar sem afkoma Landsvirkjunar markast að verulegu leyti af heimsmarkaðsverði á áli hefur fyrirtækið varið sig fyrir slíkum verðbreytingum. Þetta þýðir á mæltu máli að Landsvirkjun fær ekki til sín allar tekjurnar þegar verðið er hátt, en í staðinn þarf fyrirtækið ekki að sætta sig við lægsta verð. Það er fyrst og fremst slík áhættuvörn, sem skilar Landsvirkjun hagnaði á yfirstandandi ári þrátt fyrir lágt álverð, en einnig hjálpar til að vextir hafa verið lágir á alþjóðamörkuðum. Arðsemi eiginfjár fyrirtækisins er svipuð og þeirra íslensku fyrirtækja sem oft er vitnað til og talin eru standa sig vel. Arðsemin er einnig svipuð og hjá erlendum fyrirtækjum í sömu grein. Á árunum 2002-2008 var meðalarðsemin 8,8% og er þá meðtalið hið mikla tap, sem varð á síðasta ári. Ríkisstjórn í lykilhlutverkiVið endurreisn íslensks atvinnu- og efnahagslífs hefur sérstaklega verið litið til orkufyrirtækjanna og orkufreks iðnaðar eins og glögglega má sjá í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Það er þó engan veginn sjálfgefið að orkufyrirtækin fái þá fyrirgreiðslu, sem nauðsynleg er til að fara í ný verkefni. Til þess þarf erlend lán og samstarf við erlenda og innlenda fjárfesta. Þess vegna er mikilvægt að senda skýr skilaboð til markaðarins um að fullur skilningur og vilji sé til að efna til slíks samstarfs. Þar gegnir ríkisstjórnin lykilhlutverki. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun