Hver leggur meira af mörkum? 29. október 2009 06:00 Spurt er hvort stóriðjufyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbúskap á miklum erfiðleikatímum. Tilefnið er gagnrýni á orku-, umhverfis- og auðlindaskatta sem boðaðir eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Svarið er afdráttarlaust já. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því brýnt er að gera hér grein fyrir annars vegar áhrifum boðaðra skatta á stóriðjufyrirtækin og hins vegar framlagi þeirra til samfélagsins og þjóðarbúskaparins. Ljóst er að hinir nýju skattar (séu þeir löglegir, sem við skulum láta liggja á milli hluta) koma til með að kosta Alcan á Íslandi hf. mörg hundruð milljónir króna á næsta ári, jafnvel upp undir tvo milljarða. Þetta kann að hljóma ótrúlega með hliðsjón af hughreystandi yfirlýsingum um að skattarnir verði almennir og leggist jafnt á alla notendur. Skýringin rennur væntanlega upp fyrir lesandanum þegar bent er á að álverið í Straumsvík kaupir um 18% af öllu rafmagni sem selt er á Íslandi, eða hér um bil fjórum sinnum meira en öll heimili samanlagt. Nefnt hefur verið til sögunnar „lágt auðlindagjald" sem geti verið til dæmis 20-30 aurar á kílówattstund og spurt hvort slíkt gjald væri fyrirtækjunum óbærilegt. Svarið er að 30 aurar á kílówattstund myndu þýða litlar 900 milljónir króna fyrir álverið í Straumsvík, enda notar það 3 þúsund gígawattstundir á ári. Efast má um að til sé það fyrirtæki hér á landi sem þætti 900 milljóna króna viðbótarskattur bærilegur, hvað þá lágur. Ofan á þetta bætist kolefnisgjaldið sem boðað er. Ekki liggur fyrir hve miklum heildartekjum það á að skila í ríkissjóð á næsta ári en með hliðsjón af rafskautanotkun álversins, sem er umtalsverð, má ætla að það muni kosta fyrirtækið nokkur hundruð milljónir króna á ári til viðbótar við rafmagnsskattinn. Verði alvara gerð úr hugmyndinni um 14 evrur á hvert tonn koldíoxíðs, sem nefnd er í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu sem dæmi um mögulega álagningu, þarf Alcan á Íslandi hf. að greiða yfir 700 milljónir króna á ári. Slík eru hin lágu, hóflegu og almennu gjöld sem fyrirtækin hafa leyft sér að gagnrýna, og uppskorið fyrir það aðdróttanir um að þau vilji jafnvel ekki leggja neitt af mörkum. Víkur þá sögunni að því hvað þau leggja af mörkum nú þegar. Nefnum fyrst tekjuskattinn. Alcan á Íslandi hefur á undanförnum tíu árum greitt 13 milljarða króna á núvirði í tekjuskatt, eða að meðaltali 1,3 milljarða á ári (hluta þessa tímabils greiddi fyrirtækið 33% skatt skv. upphaflegum fjárfestingarsamningi). Árið 2007 nam tekjuskattur þessa eina fyrirtækis 1,3 milljörðum króna eða um 3% af öllum tekjusköttum ríkisins af fyrirtækjum. Öll fyrirtæki í hótel- og veitingahúsarekstri, hugbúnaðargerð og tengdri ráðgjöf og lögfræðiþjónustu greiddu lægri tekjuskatt samanlagt en Alcan á Íslandi þetta ár. Tekjuskattur fyrirtækisins samsvaraði yfir fjórðungi af samanlögðum tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja landsins. Það skýtur skökku við að þurfa að biðjast afsökunar á þessu. Greiða mörg fyrirtæki hærri skatt? Álverið í Straumsvík kaupir einnig vörur og þjónustu af yfir 800 íslenskum aðilum fyrir yfir 5 milljarða króna á ári. Fyrirtækið hefur veitt yfir 450 starfsmönnum vel launaða vinnu í yfir 40 ár samfleytt. Virkjunarmannvirkin sem upphaflega voru reist í Búrfelli til að knýja álverið eru núna fullafskrifuð og skila eiganda sínum milljarðatekjum á ári með sáralitlum tilkostnaði. Þrátt fyrir að hart hafi verið á dalnum í áliðnaðinum að undanförnu - og mörg álver víða um heim hafi ýmist dregið úr starfsemi eða jafnvel hætt starfsemi - samþykkti fjárfestingarnefnd Rio Tinto miðvikudaginn 30. september fjárveitingu til framkvæmda í Straumsvík sem miða að því að auka framleiðslugetu álversins. Vinnan getur hafist strax. Gert er ráð fyrir að verkefnið í heild kalli á um 600 ársverk, sem sparar um einn milljarð í atvinnuleysisbætur, og það felur í sér um það bil 13 milljarða innlendan kostnað, sem að stórum hluta mun skila sér í vasa hins opinbera. Kannski er mest um vert að það treystir rekstur álversins til framtíðar - þar á meðal þær miklu tekjur sem ríkið hefur af þessari starfsemi bæði beint og óbeint. Daginn eftir að fjárfestingarnefndin veitti þessa heimild var fjárlagafrumvarpið lagt fram með tillögum um skatta sem vandséð er að muni kosta fyrirtækið undir eitt þúsund milljónum króna á næsta ári. Alcan á Íslandi vill svo sannarlega halda áfram að leggja stóran skerf af mörkum til íslensks samfélags. Við óttumst hins vegar að við fáum ekki tækifæri til þess ef vegið verður með svo alvarlegum hætti að rekstrargrundvelli fyrirtækisins. Höfundur framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Spurt er hvort stóriðjufyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbúskap á miklum erfiðleikatímum. Tilefnið er gagnrýni á orku-, umhverfis- og auðlindaskatta sem boðaðir eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Svarið er afdráttarlaust já. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því brýnt er að gera hér grein fyrir annars vegar áhrifum boðaðra skatta á stóriðjufyrirtækin og hins vegar framlagi þeirra til samfélagsins og þjóðarbúskaparins. Ljóst er að hinir nýju skattar (séu þeir löglegir, sem við skulum láta liggja á milli hluta) koma til með að kosta Alcan á Íslandi hf. mörg hundruð milljónir króna á næsta ári, jafnvel upp undir tvo milljarða. Þetta kann að hljóma ótrúlega með hliðsjón af hughreystandi yfirlýsingum um að skattarnir verði almennir og leggist jafnt á alla notendur. Skýringin rennur væntanlega upp fyrir lesandanum þegar bent er á að álverið í Straumsvík kaupir um 18% af öllu rafmagni sem selt er á Íslandi, eða hér um bil fjórum sinnum meira en öll heimili samanlagt. Nefnt hefur verið til sögunnar „lágt auðlindagjald" sem geti verið til dæmis 20-30 aurar á kílówattstund og spurt hvort slíkt gjald væri fyrirtækjunum óbærilegt. Svarið er að 30 aurar á kílówattstund myndu þýða litlar 900 milljónir króna fyrir álverið í Straumsvík, enda notar það 3 þúsund gígawattstundir á ári. Efast má um að til sé það fyrirtæki hér á landi sem þætti 900 milljóna króna viðbótarskattur bærilegur, hvað þá lágur. Ofan á þetta bætist kolefnisgjaldið sem boðað er. Ekki liggur fyrir hve miklum heildartekjum það á að skila í ríkissjóð á næsta ári en með hliðsjón af rafskautanotkun álversins, sem er umtalsverð, má ætla að það muni kosta fyrirtækið nokkur hundruð milljónir króna á ári til viðbótar við rafmagnsskattinn. Verði alvara gerð úr hugmyndinni um 14 evrur á hvert tonn koldíoxíðs, sem nefnd er í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu sem dæmi um mögulega álagningu, þarf Alcan á Íslandi hf. að greiða yfir 700 milljónir króna á ári. Slík eru hin lágu, hóflegu og almennu gjöld sem fyrirtækin hafa leyft sér að gagnrýna, og uppskorið fyrir það aðdróttanir um að þau vilji jafnvel ekki leggja neitt af mörkum. Víkur þá sögunni að því hvað þau leggja af mörkum nú þegar. Nefnum fyrst tekjuskattinn. Alcan á Íslandi hefur á undanförnum tíu árum greitt 13 milljarða króna á núvirði í tekjuskatt, eða að meðaltali 1,3 milljarða á ári (hluta þessa tímabils greiddi fyrirtækið 33% skatt skv. upphaflegum fjárfestingarsamningi). Árið 2007 nam tekjuskattur þessa eina fyrirtækis 1,3 milljörðum króna eða um 3% af öllum tekjusköttum ríkisins af fyrirtækjum. Öll fyrirtæki í hótel- og veitingahúsarekstri, hugbúnaðargerð og tengdri ráðgjöf og lögfræðiþjónustu greiddu lægri tekjuskatt samanlagt en Alcan á Íslandi þetta ár. Tekjuskattur fyrirtækisins samsvaraði yfir fjórðungi af samanlögðum tekjuskatti allra verslunarfyrirtækja landsins. Það skýtur skökku við að þurfa að biðjast afsökunar á þessu. Greiða mörg fyrirtæki hærri skatt? Álverið í Straumsvík kaupir einnig vörur og þjónustu af yfir 800 íslenskum aðilum fyrir yfir 5 milljarða króna á ári. Fyrirtækið hefur veitt yfir 450 starfsmönnum vel launaða vinnu í yfir 40 ár samfleytt. Virkjunarmannvirkin sem upphaflega voru reist í Búrfelli til að knýja álverið eru núna fullafskrifuð og skila eiganda sínum milljarðatekjum á ári með sáralitlum tilkostnaði. Þrátt fyrir að hart hafi verið á dalnum í áliðnaðinum að undanförnu - og mörg álver víða um heim hafi ýmist dregið úr starfsemi eða jafnvel hætt starfsemi - samþykkti fjárfestingarnefnd Rio Tinto miðvikudaginn 30. september fjárveitingu til framkvæmda í Straumsvík sem miða að því að auka framleiðslugetu álversins. Vinnan getur hafist strax. Gert er ráð fyrir að verkefnið í heild kalli á um 600 ársverk, sem sparar um einn milljarð í atvinnuleysisbætur, og það felur í sér um það bil 13 milljarða innlendan kostnað, sem að stórum hluta mun skila sér í vasa hins opinbera. Kannski er mest um vert að það treystir rekstur álversins til framtíðar - þar á meðal þær miklu tekjur sem ríkið hefur af þessari starfsemi bæði beint og óbeint. Daginn eftir að fjárfestingarnefndin veitti þessa heimild var fjárlagafrumvarpið lagt fram með tillögum um skatta sem vandséð er að muni kosta fyrirtækið undir eitt þúsund milljónum króna á næsta ári. Alcan á Íslandi vill svo sannarlega halda áfram að leggja stóran skerf af mörkum til íslensks samfélags. Við óttumst hins vegar að við fáum ekki tækifæri til þess ef vegið verður með svo alvarlegum hætti að rekstrargrundvelli fyrirtækisins. Höfundur framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi hf.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar