Ákvörðun um niðurfellingu skulda almennings ekki í mínum verkahring Gunnar Örn Jónsson skrifar 13. ágúst 2009 15:32 Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Mynd/Anton Brink Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna um ákvarðanir varðandi niðurfellingu skulda almennings. Hann segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendi viðskiptaráðherra fyrirspurn þess efnis um hvort hann myndi beita sér á einhvern hátt fyrir því að afskriftir sem fara á milli gömlu og nýju bankanna gangi að einhverju leyti til skuldaranna. Það er að segja að hvort að skuldir almennings verði færðar niður? Ef ekki, þá hvers vegna ekki? Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði að stjórnvöld hafi stuðlað að ýmsum úrræðum til að koma til móts við þá sem lent hafa í eða eru við það að lenda í greiðsluerfiðleikum. Má í því sambandi nefna greiðslujöfnun verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána, greiðsluaðlögun óveðtryggðra skulda og tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna. Auk þess hafi stjórnvöld gert samning við lánveitendur fasteignaveðlána um að þeir beiti sömu greiðsluvandaúrræðum vegna fasteignaveðlána og Íbúðarlánasjóður. Það er bankanna að taka ákvörðun um það hvort þeir breyti útistandi kröfum með einhverjum hætti, umfram það sem stjórnvöld hafa kveðið á um. Slíka ákvörðun tekur banki á grundvelli mats á greiðslugetu skuldara. Ekki í mínum verkahring að taka slíka ákvörðun Ráðherra telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna við þessar ákvarðanir. Verði Íslandsbanki og Nýja Kaupþing að miklum meirihluta í eigu annars vegar Glitnis og hins vegar Kaupþings þá breytir það í grundvallaratriðum þýðingu verðmats eigna sem færðar voru frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Gangi þetta eftir verður stjórn bankanna jafnframt ekki í höndum íslenska ríkisins. Þegar af þeirri ástæðu mun viðskiptaráðherra ekki beita sér fyrir því að afskriftir gangi að einhverju leyti til skuldara, að því er varðar þá banka. Gylfi segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. Slíkt leiðir til þess að þeir sem þurfa ekki á því að halda fá niðurfelldar skuldir og um leið verður ekki svigrúm til að koma til móts við þá sem hafa þörf fyrir það. Viðskiptaráðherra telur því rétt að bankar beiti þeirri aðferðarfræði, sem þeir hafa alltaf gert, að meta hvern skuldara út frá því hversu mikið hann getur greitt af skuld sinni. Með þeim hætti munu afskriftirnar í raun ganga til þeirra skuldara sem þurfa á því að halda. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna um ákvarðanir varðandi niðurfellingu skulda almennings. Hann segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendi viðskiptaráðherra fyrirspurn þess efnis um hvort hann myndi beita sér á einhvern hátt fyrir því að afskriftir sem fara á milli gömlu og nýju bankanna gangi að einhverju leyti til skuldaranna. Það er að segja að hvort að skuldir almennings verði færðar niður? Ef ekki, þá hvers vegna ekki? Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði að stjórnvöld hafi stuðlað að ýmsum úrræðum til að koma til móts við þá sem lent hafa í eða eru við það að lenda í greiðsluerfiðleikum. Má í því sambandi nefna greiðslujöfnun verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána, greiðsluaðlögun óveðtryggðra skulda og tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna. Auk þess hafi stjórnvöld gert samning við lánveitendur fasteignaveðlána um að þeir beiti sömu greiðsluvandaúrræðum vegna fasteignaveðlána og Íbúðarlánasjóður. Það er bankanna að taka ákvörðun um það hvort þeir breyti útistandi kröfum með einhverjum hætti, umfram það sem stjórnvöld hafa kveðið á um. Slíka ákvörðun tekur banki á grundvelli mats á greiðslugetu skuldara. Ekki í mínum verkahring að taka slíka ákvörðun Ráðherra telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna við þessar ákvarðanir. Verði Íslandsbanki og Nýja Kaupþing að miklum meirihluta í eigu annars vegar Glitnis og hins vegar Kaupþings þá breytir það í grundvallaratriðum þýðingu verðmats eigna sem færðar voru frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Gangi þetta eftir verður stjórn bankanna jafnframt ekki í höndum íslenska ríkisins. Þegar af þeirri ástæðu mun viðskiptaráðherra ekki beita sér fyrir því að afskriftir gangi að einhverju leyti til skuldara, að því er varðar þá banka. Gylfi segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. Slíkt leiðir til þess að þeir sem þurfa ekki á því að halda fá niðurfelldar skuldir og um leið verður ekki svigrúm til að koma til móts við þá sem hafa þörf fyrir það. Viðskiptaráðherra telur því rétt að bankar beiti þeirri aðferðarfræði, sem þeir hafa alltaf gert, að meta hvern skuldara út frá því hversu mikið hann getur greitt af skuld sinni. Með þeim hætti munu afskriftirnar í raun ganga til þeirra skuldara sem þurfa á því að halda.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira