Viðskipti innlent

Lýst eftir framtíðarsýn

hermann guðmundsson Forstjóri N1 segir tíma til kominn að þjóðin komi sér saman um framtíðarsýn.
hermann guðmundsson Forstjóri N1 segir tíma til kominn að þjóðin komi sér saman um framtíðarsýn.

Útflutningsgreinar þjóðarinnar eru brothættar og svo fáar að setja má kennitölu fyrirtækja á hverja grein. Þetta segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1.

Hermann flutti erindi um um framtíðarsýn þjóðarinnar á hugmyndaþingi sem N1 stóð fyrir í gær undir yfirskriftinni Start.

„Erum við tilbúin fyrir framtíðina?" spurði hann og benti á að miðað við mannfjöldaþróun síðastliðin hundrað ár megi reikna með fimm til sex hundruð þúsund nýjum störfum hér á landi eftir öld. Því sé nauðsynlegt að þjóðin komi sér saman um framtíðarsýn svo hér verði ákjósanlegt að búa. Byggja verði á fleiri stoðum í útflutningi en þeim sem nú er.

Hann var sammála fjölda gesta sem sóttu fundinn að þjóðin sem slík hefði fram til þessa ekki haft neina sameiginlega sýn.

Aðrir frummælendur á fundinum voru bandaríski frumkvöðullinn Jeff Taylor og Salem Samhoud frá Hollandi. Báðir fjölluðu þeir um nauðsyn þess að leggja fram nýja framtíðarsýn fyrir þjóðina. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×