Gervigrasvöllur í Vesturbæinn 6. júní 2009 06:00 Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skólalóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Í dag, laugardag, kl. 12 verður því fagnað á Stýró-vellinum við Öldugötu að löng bið barna og ungmenna í Gamla Vesturbænum eftir „mjúkum" sparkvelli er nú loks á enda þar sem hann hefur nú verið lagður gervigrasi. Öllum er velkomið að vera viðstaddir vígslu vallarins, sem verður í tengslum við hátíðarhöld KR-dagsins og munu ungir KR-ingar sjá um hana ásamt borgarfulltrúum. Um árabil hafa íbúar í Gamla Vesturbænum kvartað yfir lélegri aðstöðu til íþrótta og leikja í hverfinu. Sparkvöllum hafði fækkað mjög í hverfinu og einungis tveir malbikaðir vellir eftir, annar á lóð Vesturbæjarskóla, hinn við Öldugötu. Gamli Vesturbærinn var um árabil eina hverfi borgarinnar, þar sem ungviðið hafði ekki aðgang að sparkvelli með mjúku yfirborði, þ.e. með grasi eða gervigrasi. Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er mun minni meðal barna og ungmenna norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Skýringin er auðvitað sú að íþróttasvæði KR er við Frostaskjól, í töluverðri fjarlægð frá Gamla Vesturbænum, og þá er hin umferðarþunga Hringbraut farartálmi fyrir yngstu börnin. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á að bæta leikja- og íþróttaaðstöðu í hverfinu. Á síðasta kjörtímabili lagði undirritaður fram nokkrar tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að lagning „mjúks" sparkvallar í Vesturbænum yrði sett í forgang. Voru þær tillögur ýmist felldar af fulltrúum R-listans eða vísað til frekari skoðunar sem aldrei bar árangur. Á sl. ári var málið tekið upp að nýju með samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs og það hefur nú borið þennan ánægjulega árangur. Í vetur hófust endurbætur á skólalóð Vesturbæjarskóla og er nú unnið að undirbúningi þess að koma þar fyrir svokölluðum battavelli fyrir knattspyrnu og bæta körfuboltaaðstöðu. Þá hafa umferðarsérfræðingar borgarinnar það til skoðunar hvernig bæta megi göngutengsl yfir Hringbraut í því skyni að stuðla að greiðari aðgangi að KR-svæðinu við Frostaskjól. Ég óska Vesturbæingum til hamingju með endurbættan sparkvöll og hvet þá til að taka þátt í hátíðarhöldum KR-dagsins. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skólalóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Í dag, laugardag, kl. 12 verður því fagnað á Stýró-vellinum við Öldugötu að löng bið barna og ungmenna í Gamla Vesturbænum eftir „mjúkum" sparkvelli er nú loks á enda þar sem hann hefur nú verið lagður gervigrasi. Öllum er velkomið að vera viðstaddir vígslu vallarins, sem verður í tengslum við hátíðarhöld KR-dagsins og munu ungir KR-ingar sjá um hana ásamt borgarfulltrúum. Um árabil hafa íbúar í Gamla Vesturbænum kvartað yfir lélegri aðstöðu til íþrótta og leikja í hverfinu. Sparkvöllum hafði fækkað mjög í hverfinu og einungis tveir malbikaðir vellir eftir, annar á lóð Vesturbæjarskóla, hinn við Öldugötu. Gamli Vesturbærinn var um árabil eina hverfi borgarinnar, þar sem ungviðið hafði ekki aðgang að sparkvelli með mjúku yfirborði, þ.e. með grasi eða gervigrasi. Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er mun minni meðal barna og ungmenna norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Skýringin er auðvitað sú að íþróttasvæði KR er við Frostaskjól, í töluverðri fjarlægð frá Gamla Vesturbænum, og þá er hin umferðarþunga Hringbraut farartálmi fyrir yngstu börnin. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á að bæta leikja- og íþróttaaðstöðu í hverfinu. Á síðasta kjörtímabili lagði undirritaður fram nokkrar tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að lagning „mjúks" sparkvallar í Vesturbænum yrði sett í forgang. Voru þær tillögur ýmist felldar af fulltrúum R-listans eða vísað til frekari skoðunar sem aldrei bar árangur. Á sl. ári var málið tekið upp að nýju með samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs og það hefur nú borið þennan ánægjulega árangur. Í vetur hófust endurbætur á skólalóð Vesturbæjarskóla og er nú unnið að undirbúningi þess að koma þar fyrir svokölluðum battavelli fyrir knattspyrnu og bæta körfuboltaaðstöðu. Þá hafa umferðarsérfræðingar borgarinnar það til skoðunar hvernig bæta megi göngutengsl yfir Hringbraut í því skyni að stuðla að greiðari aðgangi að KR-svæðinu við Frostaskjól. Ég óska Vesturbæingum til hamingju með endurbættan sparkvöll og hvet þá til að taka þátt í hátíðarhöldum KR-dagsins. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar