Hamilton afskrifar titilmöguleka sína 6. júní 2009 16:57 Lewis Hamilton er ekki sáttur við gengi McLaren. McLaren reið ekki feistum hesti frá tímatökunni í Istanbúl í dag. Lewis Hamilton er sextándi á ráslínu og Heikki Kovalainen fjórtándi. "Staða okkar kemur mér á óvart, ég hélt að þetta myndi ganga betur og þetta var ágætt hjá okkur í gær. Við vorum ekki fljótastir en meðal tíu fremstu. En eftir því sem gripið jókst í brautinni, því verra gekk okkur", sagði Hamilton í dag. "Við breyttum uppstillingu bílsins fyrir tímatökuna og tókum mið af fyrstu æfingu föstudags, en það reyndust mistök. Bíllinn var út um alla braut. Ég náði ekki góðum hring og því fór sem fór. Ég get ekki sagt í dag að ég geti unnið tíu næstu mót og við lögum bílinn. Við verðum bara að huga að næsta ári og gæta þessa að við gerum ekki sömu mistök í hönnun og smíði bílsins og í ár", sagði Hamilton. Nánast engar líkur eru á þvi að Hamilton geti varið meistaratitilinn á árinu: Jenson Button er með 16 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og Rubens Barrichello er annar á undan Sebastian Vettel. Þessir þrír ökumenn eru þrír fremstu ökumennirnir á ráslínu í kappakstrinum í Istanbúl á morgun. Bein útsending er frá mótinu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Þá verður sýnt það besta úr mótinu í þættinum Endmarkið kl. 14.15 og 22:00 á sunnudagskvöld. Sjá meira um Hamilton Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
McLaren reið ekki feistum hesti frá tímatökunni í Istanbúl í dag. Lewis Hamilton er sextándi á ráslínu og Heikki Kovalainen fjórtándi. "Staða okkar kemur mér á óvart, ég hélt að þetta myndi ganga betur og þetta var ágætt hjá okkur í gær. Við vorum ekki fljótastir en meðal tíu fremstu. En eftir því sem gripið jókst í brautinni, því verra gekk okkur", sagði Hamilton í dag. "Við breyttum uppstillingu bílsins fyrir tímatökuna og tókum mið af fyrstu æfingu föstudags, en það reyndust mistök. Bíllinn var út um alla braut. Ég náði ekki góðum hring og því fór sem fór. Ég get ekki sagt í dag að ég geti unnið tíu næstu mót og við lögum bílinn. Við verðum bara að huga að næsta ári og gæta þessa að við gerum ekki sömu mistök í hönnun og smíði bílsins og í ár", sagði Hamilton. Nánast engar líkur eru á þvi að Hamilton geti varið meistaratitilinn á árinu: Jenson Button er með 16 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og Rubens Barrichello er annar á undan Sebastian Vettel. Þessir þrír ökumenn eru þrír fremstu ökumennirnir á ráslínu í kappakstrinum í Istanbúl á morgun. Bein útsending er frá mótinu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Þá verður sýnt það besta úr mótinu í þættinum Endmarkið kl. 14.15 og 22:00 á sunnudagskvöld. Sjá meira um Hamilton
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira