Viðskipti innlent

Fá fimmtung til baka

Gangi áætlanir stjórnenda Straums eftir fá lánardrottnar Straums, sem eiga ekki forgangskröfur á bankann, allt frá 21 og upp í 66 prósent af kröfum sínum til baka.

Þetta kom fram á kynningarfundi stjórnenda bankans með kröfuhöfum í gær þar sem áætlanir og endurskipan hans var kynnt.

Þar kom fram að gert sé ráð fyrir að 45 manns starfi hjá bankanum hér og í London í Bretlandi að endurskipulagningu lokinni. Áður en skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók yfir lyklavöld í bankanum í byrjun mars störfuðu um 600 manns hjá bankanum hér, í Bretlandi og víðar á meginlandi Evrópu. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×