Jólaþorpið 1. desember 2009 06:00 Því var slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn að Hafnfirðingar hafi sótt um einkaleyfi fyrir notkun orðsins jólaþorp. Reyndar sagði fyrirsögn blaðsins að Hafnfirðingar „heimti" slíkt leyfi en það er auðvitað orðum aukið, enda Hafnfirðingar almennt kurteist og gott fólk sem kann að færa óskir sínar fram á tilhlýðilegan hátt. Af frásögn Fréttablaðsins má auðveldlega sjá málið í nokkuð skondnu samhengi, enda er framsetningu þess hagað þannig að auðvelt er að skilja vísun til orða undirritaðs á þann hátt að Hafnfirðingar ætli sér ekki aðeins að slá eign sinni á þá hugmynd að reka jólamarkað, heldur líka á tilvist þeirra hjóna Grýlu og Leppalúða. Tilurð málsins er þó sú að nýlega ákvað stofnun sem tengist Reykjavíkurborg að setja á laggirnar jólamarkað og völdu forsvarsmenn hennar að nota sama heiti á markaðinn og notað hefur verið undanfarin sjö ár yfir sambærilegt verkefni í Hafnarfirði, þ.e. Jólaþorpið. Eins og fram kom í Fréttablaðinu þá eru jólamarkaðir útbreitt fyrirbæri og þekkjast víða um heim. Sá markaður sem Hafnfirðingar hafa komið sér upp og hefur risið á aðventunni á hverju ári frá 2003 hefur þó hingað til verið sá eini sinnar tegundar hérlendis. Þeir sem hafa komið þangað og upplifað þá skemmtilegu stemningu sem þar hefur tekist að skapa, vita að notkun orðsins „jólaþorp" er ekki gripið úr lausu lofti, enda er markaðurinn hannaður frá grunni á þeirri hugmynd að um sé að ræða lítið þorp, þar sem gestir geta gengið um þröng stræti og keypt jólagjafir í fagurlega skreyttum húsum. Nú kann einhver að spyrja hvers vegna Hafnarfjarðarbær hafi ekki sótt um einkaleyfi fyrr fyrir notkun orðsins en staðreyndin er sú að hingað til hafa umrædd sveitarfélög átt í mjög góðu samstarfi á sviði menningar- og ferðamála og virt þau mörk sem liggja í mótun sérstöðu á hvorum stað. Þó svo að hinir reykvísku hugmyndasmiðir hafi valið að leita í smiðju vina sinna í Hafnarfirði að þessu sinni, þá verða þeir að sætta sig við þær reglur sem gilda og eiga að koma í veg fyrir að menn nýti vörumerki sem aðrir hafa skapað og hafa fest sig í sessi í hugum neytenda. Vörumerki geta verið af mjög fjölbreyttum toga, t.d. notkun orðs sem vísað getur til tiltekinnar vöru eða þjónustu, t.d. eins tiltekins jólamarkaðar af mörgum slíkum. Þá ber einnig að hafa í huga að þrátt fyrir að ekki hafi verið sótt um einkaleyfi fyrir notkun orðsins Jólaþorp sem vísun til jólamarkaðar áður, þá er hins vegar flest sem bendir til þess að skapast hafi lagalegur vörumerkjaréttur á notkun orðsins í þessu tilfelli, en slíkur réttur getur skapast þó vörumerki séu ekki skráð. Af því leiðir að Reykvíkurborg er fullkomlega heimilt að efna til jólamarkaðar og starfsmönnum hennar er einnig velkomið að leita í smiðju nágranna sinna í Hafnarfirði með hugmyndir að framsetningu. Ef ætlunin er hins vegar að búa til eftirmynd hins hafnfirska markaðar, líkt og virðist vera raunin í þessu tilfelli, þá hlýtur það að teljast nokkuð sanngjörn krafa að hinir reykvísku hugmyndasmiðir byggi a.m.k. upp sitt eigið vörumerki í kringum framkvæmdina. Það er allavega þar sem við Hafnfirðingar drögum mörkin. Höfundur er formaður menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Því var slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn að Hafnfirðingar hafi sótt um einkaleyfi fyrir notkun orðsins jólaþorp. Reyndar sagði fyrirsögn blaðsins að Hafnfirðingar „heimti" slíkt leyfi en það er auðvitað orðum aukið, enda Hafnfirðingar almennt kurteist og gott fólk sem kann að færa óskir sínar fram á tilhlýðilegan hátt. Af frásögn Fréttablaðsins má auðveldlega sjá málið í nokkuð skondnu samhengi, enda er framsetningu þess hagað þannig að auðvelt er að skilja vísun til orða undirritaðs á þann hátt að Hafnfirðingar ætli sér ekki aðeins að slá eign sinni á þá hugmynd að reka jólamarkað, heldur líka á tilvist þeirra hjóna Grýlu og Leppalúða. Tilurð málsins er þó sú að nýlega ákvað stofnun sem tengist Reykjavíkurborg að setja á laggirnar jólamarkað og völdu forsvarsmenn hennar að nota sama heiti á markaðinn og notað hefur verið undanfarin sjö ár yfir sambærilegt verkefni í Hafnarfirði, þ.e. Jólaþorpið. Eins og fram kom í Fréttablaðinu þá eru jólamarkaðir útbreitt fyrirbæri og þekkjast víða um heim. Sá markaður sem Hafnfirðingar hafa komið sér upp og hefur risið á aðventunni á hverju ári frá 2003 hefur þó hingað til verið sá eini sinnar tegundar hérlendis. Þeir sem hafa komið þangað og upplifað þá skemmtilegu stemningu sem þar hefur tekist að skapa, vita að notkun orðsins „jólaþorp" er ekki gripið úr lausu lofti, enda er markaðurinn hannaður frá grunni á þeirri hugmynd að um sé að ræða lítið þorp, þar sem gestir geta gengið um þröng stræti og keypt jólagjafir í fagurlega skreyttum húsum. Nú kann einhver að spyrja hvers vegna Hafnarfjarðarbær hafi ekki sótt um einkaleyfi fyrr fyrir notkun orðsins en staðreyndin er sú að hingað til hafa umrædd sveitarfélög átt í mjög góðu samstarfi á sviði menningar- og ferðamála og virt þau mörk sem liggja í mótun sérstöðu á hvorum stað. Þó svo að hinir reykvísku hugmyndasmiðir hafi valið að leita í smiðju vina sinna í Hafnarfirði að þessu sinni, þá verða þeir að sætta sig við þær reglur sem gilda og eiga að koma í veg fyrir að menn nýti vörumerki sem aðrir hafa skapað og hafa fest sig í sessi í hugum neytenda. Vörumerki geta verið af mjög fjölbreyttum toga, t.d. notkun orðs sem vísað getur til tiltekinnar vöru eða þjónustu, t.d. eins tiltekins jólamarkaðar af mörgum slíkum. Þá ber einnig að hafa í huga að þrátt fyrir að ekki hafi verið sótt um einkaleyfi fyrir notkun orðsins Jólaþorp sem vísun til jólamarkaðar áður, þá er hins vegar flest sem bendir til þess að skapast hafi lagalegur vörumerkjaréttur á notkun orðsins í þessu tilfelli, en slíkur réttur getur skapast þó vörumerki séu ekki skráð. Af því leiðir að Reykvíkurborg er fullkomlega heimilt að efna til jólamarkaðar og starfsmönnum hennar er einnig velkomið að leita í smiðju nágranna sinna í Hafnarfirði með hugmyndir að framsetningu. Ef ætlunin er hins vegar að búa til eftirmynd hins hafnfirska markaðar, líkt og virðist vera raunin í þessu tilfelli, þá hlýtur það að teljast nokkuð sanngjörn krafa að hinir reykvísku hugmyndasmiðir byggi a.m.k. upp sitt eigið vörumerki í kringum framkvæmdina. Það er allavega þar sem við Hafnfirðingar drögum mörkin. Höfundur er formaður menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun