Innlent

Áhyggjur af HIV smiti með sprautunálum

Helga Arnardóttir skrifar

Konur eru í meirihluta þeirra sem smituðust af HIV hér á landi en tólf manns hafa greinst með sjúkdóminn á þessu ári. Í þessum hópi eru fjórir karlmenn og átta konur en enginn samkynhneigður hefur greinst með smit á árinu. Í dag er alþjóðlegi baráttudagurinn gegn alnæmi.

Alls eru 230 manns með HIV smit og 60 manns með alnæmi hér á landi. Af þeim tólf sem greindust með HIV á þessu ári eru fjórir Íslendingar. Allt eru þetta konur á aldrinum 17-48 æara og hafa sögu um fíkniefnaneyslu með sprautunotkun. Hin átta sem greinst hafa með HIV eru af erlendu bergi brotin og teljast hafa smitast með kynmökum. Enginn samkynhneigður hefur greinst með smit á árinu.

Hjá landlæknisembættinu er það sérstakt áhyggjuefni að þeir Íslendingar sem greinst hafa á árinu neyta fíkniefna með sprautunotkun. Fram til þessa hefur slík fíkniefnaneysla oftast ekki verið áberandi smitleið fyrir HIV-sýkingu en embættið telur rétt að vara við henni.

Í dag, 1. desember er alþjóðlegur baráttudagur gegni HIV og alnæmi og eru kjörorð dagsins: Jafnt aðgengi og jöfn mannréttindi um allan heim. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hefur dregið úr nýjum sýkingum af völdum HIV um 17% á heimsvísu á undanförnum árum.

Rúmlega þrjátíu og þrjár milljónir eru smitaðar af HIV um allan heim og dánartíðni af völdum alnæmis hefur lækkað, meðal annars vegna greiðari aðgangi að lyfjum, meðferð, umönnun og forvörnum gegn HIV sýkingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×