„Sementsverksmiðjan fer ekki fram á neina ríkisstyrki“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 26. ágúst 2009 16:55 Sementsverksmiðjan á Akranesi. „Við erum ekki að fara fram á neina ríkisstyrki eða að ríkið hlaupi undir bagga með okkur, það er alrangt. Að okkar mati þarf hið opinbera að auka framkvæmdir til að liðka fyrir byggingariðnaðinum og atvinnumarkaðinum í heild sinni," segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og bendir á að auðvitað vilji fyrirtækið að íslensk framleiðsla sé notuð í framkvæmdir hins opinbera í stað innflutts sements. Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Aalborg Portland á suðurnesjum, sagði í fréttatilkynningu fyrr í dag að hann væri ekki sáttur við að Sementsverksmiðjan á Akranesi krefjist þess að ríkið hlaupi undir bagga með Sementsverksmiðjunni sem nú er í eigu einkaaðila. Gunnar segir þetta alrangt hjá Bjarna og Sementsverksmiðjan á Akranesi vilji einungis benda á að frekari uppbygging af hálfu hins opinbera sé nauðsynleg. „Ástæðan fyrir þeim rekstrarvandræðum sem Sementsverksmiðjan stendur frammi fyrir eru einfaldlega þau að stór verkefni eru að klárast og engin ný koma í staðin. Auk þess er byggingariðnaðurinn að engu orðinn sem gerir framleiðslufyrirtæki eins og okkar mjög erfitt fyrir," segir Gunnar. Gunnar segir að um 40 prósent samdráttur sé á sementsölu hjá fyrirtækinu á milli ára. Hann segir að við minnkandi sölu þá sé ekkert annað í stöðunni en að hægja á framleiðslunni. „Við höfum stöðvað gjallbræðsluofninn í fjóra mánuði á þessu ári en vanalega er hann stöðvaður einu sinni á ári þar sem hann þarfnast reglubundins viðhalds einu sinni á ári. Þegar framleiðslan er hins vegar eins slæm og raun ber vitni þá framlengir maður þau stopp," segir Gunnar. Hann segir að erfiðleikar Sementsverksmiðjunnar hafi byrjað þegar bankarnir fóru í þrot síðastliðið haust og um leið hafi sala á sementi dregist saman og sementsframleiðslan minnkað eðli málsins samkvæmt. Tengdar fréttir Aalborg Portland mótmælir ríkisaðstoð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Aalborg Portland á suðurnesjum, er ekki sáttur við að Sementsverksmiðjan á Akranesi krefjist þess að ríkið hlaupi undir bagga með Sementsverksmiðjunni og mismuni hinu danska Aalborg Portland svo þjóðin fái aftur notið sements frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, sem nú er í eigu einkaaðila. 26. ágúst 2009 12:51 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Við erum ekki að fara fram á neina ríkisstyrki eða að ríkið hlaupi undir bagga með okkur, það er alrangt. Að okkar mati þarf hið opinbera að auka framkvæmdir til að liðka fyrir byggingariðnaðinum og atvinnumarkaðinum í heild sinni," segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og bendir á að auðvitað vilji fyrirtækið að íslensk framleiðsla sé notuð í framkvæmdir hins opinbera í stað innflutts sements. Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Aalborg Portland á suðurnesjum, sagði í fréttatilkynningu fyrr í dag að hann væri ekki sáttur við að Sementsverksmiðjan á Akranesi krefjist þess að ríkið hlaupi undir bagga með Sementsverksmiðjunni sem nú er í eigu einkaaðila. Gunnar segir þetta alrangt hjá Bjarna og Sementsverksmiðjan á Akranesi vilji einungis benda á að frekari uppbygging af hálfu hins opinbera sé nauðsynleg. „Ástæðan fyrir þeim rekstrarvandræðum sem Sementsverksmiðjan stendur frammi fyrir eru einfaldlega þau að stór verkefni eru að klárast og engin ný koma í staðin. Auk þess er byggingariðnaðurinn að engu orðinn sem gerir framleiðslufyrirtæki eins og okkar mjög erfitt fyrir," segir Gunnar. Gunnar segir að um 40 prósent samdráttur sé á sementsölu hjá fyrirtækinu á milli ára. Hann segir að við minnkandi sölu þá sé ekkert annað í stöðunni en að hægja á framleiðslunni. „Við höfum stöðvað gjallbræðsluofninn í fjóra mánuði á þessu ári en vanalega er hann stöðvaður einu sinni á ári þar sem hann þarfnast reglubundins viðhalds einu sinni á ári. Þegar framleiðslan er hins vegar eins slæm og raun ber vitni þá framlengir maður þau stopp," segir Gunnar. Hann segir að erfiðleikar Sementsverksmiðjunnar hafi byrjað þegar bankarnir fóru í þrot síðastliðið haust og um leið hafi sala á sementi dregist saman og sementsframleiðslan minnkað eðli málsins samkvæmt.
Tengdar fréttir Aalborg Portland mótmælir ríkisaðstoð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Aalborg Portland á suðurnesjum, er ekki sáttur við að Sementsverksmiðjan á Akranesi krefjist þess að ríkið hlaupi undir bagga með Sementsverksmiðjunni og mismuni hinu danska Aalborg Portland svo þjóðin fái aftur notið sements frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, sem nú er í eigu einkaaðila. 26. ágúst 2009 12:51 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aalborg Portland mótmælir ríkisaðstoð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Aalborg Portland á suðurnesjum, er ekki sáttur við að Sementsverksmiðjan á Akranesi krefjist þess að ríkið hlaupi undir bagga með Sementsverksmiðjunni og mismuni hinu danska Aalborg Portland svo þjóðin fái aftur notið sements frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, sem nú er í eigu einkaaðila. 26. ágúst 2009 12:51