AGS frá Íslandi 30. október 2009 06:00 Í þessari viku (25.-31. okt.) heldur Norðurlandaráð sinn árlega fund, nú í Stokkhólmi. Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Attac-samtökin á Norðurlöndum telja að Norðurlöndin verði að veita Íslandi lán sem leysi AGS undan skyldum sínum hér. Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu. Hagvöxtur á forsendum nýfrjálshyggjunnar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008. Með hruni fjármálamarkaðanna gekk AGS því í endurnýjaða lífdaga fyrir forgöngu þeirra sem hafa völdin á efnahagssviðinu, þrátt fyrir að þeir hefðu sjálfir lagt drögin að hruninu, og þrátt fyrir að sjóðnum hefði mistekist í öllum yfirlýstum markmiðum sínum: tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir kreppur, stuðla að hagvexti og draga úr fátækt. Sú ríkisstjórn sem var við völd á Íslandi þegar kreppan skall á af fullum þunga leitaði ásjár AGS. Sett var upp endurreisnaráætlun fyrir landið undir stjórn AGS, en með kröfum Englands og Hollands um að láta íslenska skattgreiðendur greiða mun meira af skuldum bankanna en kveðið er á um í reglum ESB um tryggingarsjóði. Gamalkunnir fylgifiskar fylgdu aðkomu hans, hávaxtastefna sem gagnast erlendum fjármagnseigendum en drepur niður innlendan atvinnurekstur, niðurskurður í velferðarmálum, gengishrun, uppsagnir opinberra starfsmanna. Allt þetta eykur á kreppuna/samdráttinn, vandamál heimilanna og atvinnuleysið og drepur samfélagið í dróma. Hugmynd AGS er endurreisn efnahagslífsins drifin áfram með erlendri skuldsetningu og erlendu fjármagni. Þar sem valkosti skortir, valkosti sem raunar eru fyrir hendi og hafa meðal annars verið lagðir fram af kreppunefnd SÞ (Stiglitz-nefndin), eru íslensk stjórnvöld þvinguð til að fylgja stefnu AGS í því augnamiði að endurheimta traust fjármálamarkaða heimsins. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld að grípa ekki til neinna þeirra ráðstafana, hvort sem er í skattamálum eða umhverfismálum, sem styggt gætu erlenda fjárfesta. Norðurlöndin hafa samþykkt að leggja Íslendingum lið í endurreisnarstarfinu undir handleiðslu AGS með lánsloforðum. Norrænu Attac-samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS, og veita frekar tvíhliða stuðning. Þessi lánafyrirgreiðsla ætti að vera í samræmi við þarfir landsmanna en ekki þarfir alþjóðlegra fjármálamarkaða. Til að losna undan þrýstingi og hótunum þeirra þarfnast Íslendingar allra tiltækra bandamanna, vinveittra þjóða, hreyfinga og einstaklinga. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Noregur gæti núna hjálpað Íslandi með afgerandi hætti. Noregur á nægt fé. Með því að bjóða fram lítinn hluta olíusjóðsins væri hægt að losa Ísland undan hinum fáránlegu skilyrðum sem AGS þröngvar upp á landið. Lítil hætta er á að peningarnir fáist ekki greiddir, því sá hluti hins íslenska efnahagslífs sem er utan fjármálageirans, hinn „raunverulegi" efnahagur, hefur gefið af sér öruggan arð allt fram að hruni. Þessi hluti íslensks hagkerfis hefur staðið af sér óveðrið og mun gefa áfram arð, ef komið verður í veg fyrir að AGS sendi reikninginn fyrir hrunið til almennra Íslendinga. Við verðum að byggja upp samfélag, grundvallað á gildum eins og félagslegu réttlæti, efnahagslegum stöðugleika og sjálfbærri þróun, um allan heim og í öllum samfélögum. Við samþykkjum ekki áframhaldandi forræði nýfrjálshyggjunnar, og við megum ekki samþykkja afturhvarf til óbreytts ástands á komandi árum. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Emilie Ekeberg er formaður Attac Norge og Árni Daníel Júlíusson er talsmaður Attac á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku (25.-31. okt.) heldur Norðurlandaráð sinn árlega fund, nú í Stokkhólmi. Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Attac-samtökin á Norðurlöndum telja að Norðurlöndin verði að veita Íslandi lán sem leysi AGS undan skyldum sínum hér. Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu. Hagvöxtur á forsendum nýfrjálshyggjunnar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008. Með hruni fjármálamarkaðanna gekk AGS því í endurnýjaða lífdaga fyrir forgöngu þeirra sem hafa völdin á efnahagssviðinu, þrátt fyrir að þeir hefðu sjálfir lagt drögin að hruninu, og þrátt fyrir að sjóðnum hefði mistekist í öllum yfirlýstum markmiðum sínum: tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir kreppur, stuðla að hagvexti og draga úr fátækt. Sú ríkisstjórn sem var við völd á Íslandi þegar kreppan skall á af fullum þunga leitaði ásjár AGS. Sett var upp endurreisnaráætlun fyrir landið undir stjórn AGS, en með kröfum Englands og Hollands um að láta íslenska skattgreiðendur greiða mun meira af skuldum bankanna en kveðið er á um í reglum ESB um tryggingarsjóði. Gamalkunnir fylgifiskar fylgdu aðkomu hans, hávaxtastefna sem gagnast erlendum fjármagnseigendum en drepur niður innlendan atvinnurekstur, niðurskurður í velferðarmálum, gengishrun, uppsagnir opinberra starfsmanna. Allt þetta eykur á kreppuna/samdráttinn, vandamál heimilanna og atvinnuleysið og drepur samfélagið í dróma. Hugmynd AGS er endurreisn efnahagslífsins drifin áfram með erlendri skuldsetningu og erlendu fjármagni. Þar sem valkosti skortir, valkosti sem raunar eru fyrir hendi og hafa meðal annars verið lagðir fram af kreppunefnd SÞ (Stiglitz-nefndin), eru íslensk stjórnvöld þvinguð til að fylgja stefnu AGS í því augnamiði að endurheimta traust fjármálamarkaða heimsins. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld að grípa ekki til neinna þeirra ráðstafana, hvort sem er í skattamálum eða umhverfismálum, sem styggt gætu erlenda fjárfesta. Norðurlöndin hafa samþykkt að leggja Íslendingum lið í endurreisnarstarfinu undir handleiðslu AGS með lánsloforðum. Norrænu Attac-samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS, og veita frekar tvíhliða stuðning. Þessi lánafyrirgreiðsla ætti að vera í samræmi við þarfir landsmanna en ekki þarfir alþjóðlegra fjármálamarkaða. Til að losna undan þrýstingi og hótunum þeirra þarfnast Íslendingar allra tiltækra bandamanna, vinveittra þjóða, hreyfinga og einstaklinga. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Noregur gæti núna hjálpað Íslandi með afgerandi hætti. Noregur á nægt fé. Með því að bjóða fram lítinn hluta olíusjóðsins væri hægt að losa Ísland undan hinum fáránlegu skilyrðum sem AGS þröngvar upp á landið. Lítil hætta er á að peningarnir fáist ekki greiddir, því sá hluti hins íslenska efnahagslífs sem er utan fjármálageirans, hinn „raunverulegi" efnahagur, hefur gefið af sér öruggan arð allt fram að hruni. Þessi hluti íslensks hagkerfis hefur staðið af sér óveðrið og mun gefa áfram arð, ef komið verður í veg fyrir að AGS sendi reikninginn fyrir hrunið til almennra Íslendinga. Við verðum að byggja upp samfélag, grundvallað á gildum eins og félagslegu réttlæti, efnahagslegum stöðugleika og sjálfbærri þróun, um allan heim og í öllum samfélögum. Við samþykkjum ekki áframhaldandi forræði nýfrjálshyggjunnar, og við megum ekki samþykkja afturhvarf til óbreytts ástands á komandi árum. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Emilie Ekeberg er formaður Attac Norge og Árni Daníel Júlíusson er talsmaður Attac á Íslandi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun