AGS frá Íslandi 30. október 2009 06:00 Í þessari viku (25.-31. okt.) heldur Norðurlandaráð sinn árlega fund, nú í Stokkhólmi. Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Attac-samtökin á Norðurlöndum telja að Norðurlöndin verði að veita Íslandi lán sem leysi AGS undan skyldum sínum hér. Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu. Hagvöxtur á forsendum nýfrjálshyggjunnar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008. Með hruni fjármálamarkaðanna gekk AGS því í endurnýjaða lífdaga fyrir forgöngu þeirra sem hafa völdin á efnahagssviðinu, þrátt fyrir að þeir hefðu sjálfir lagt drögin að hruninu, og þrátt fyrir að sjóðnum hefði mistekist í öllum yfirlýstum markmiðum sínum: tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir kreppur, stuðla að hagvexti og draga úr fátækt. Sú ríkisstjórn sem var við völd á Íslandi þegar kreppan skall á af fullum þunga leitaði ásjár AGS. Sett var upp endurreisnaráætlun fyrir landið undir stjórn AGS, en með kröfum Englands og Hollands um að láta íslenska skattgreiðendur greiða mun meira af skuldum bankanna en kveðið er á um í reglum ESB um tryggingarsjóði. Gamalkunnir fylgifiskar fylgdu aðkomu hans, hávaxtastefna sem gagnast erlendum fjármagnseigendum en drepur niður innlendan atvinnurekstur, niðurskurður í velferðarmálum, gengishrun, uppsagnir opinberra starfsmanna. Allt þetta eykur á kreppuna/samdráttinn, vandamál heimilanna og atvinnuleysið og drepur samfélagið í dróma. Hugmynd AGS er endurreisn efnahagslífsins drifin áfram með erlendri skuldsetningu og erlendu fjármagni. Þar sem valkosti skortir, valkosti sem raunar eru fyrir hendi og hafa meðal annars verið lagðir fram af kreppunefnd SÞ (Stiglitz-nefndin), eru íslensk stjórnvöld þvinguð til að fylgja stefnu AGS í því augnamiði að endurheimta traust fjármálamarkaða heimsins. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld að grípa ekki til neinna þeirra ráðstafana, hvort sem er í skattamálum eða umhverfismálum, sem styggt gætu erlenda fjárfesta. Norðurlöndin hafa samþykkt að leggja Íslendingum lið í endurreisnarstarfinu undir handleiðslu AGS með lánsloforðum. Norrænu Attac-samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS, og veita frekar tvíhliða stuðning. Þessi lánafyrirgreiðsla ætti að vera í samræmi við þarfir landsmanna en ekki þarfir alþjóðlegra fjármálamarkaða. Til að losna undan þrýstingi og hótunum þeirra þarfnast Íslendingar allra tiltækra bandamanna, vinveittra þjóða, hreyfinga og einstaklinga. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Noregur gæti núna hjálpað Íslandi með afgerandi hætti. Noregur á nægt fé. Með því að bjóða fram lítinn hluta olíusjóðsins væri hægt að losa Ísland undan hinum fáránlegu skilyrðum sem AGS þröngvar upp á landið. Lítil hætta er á að peningarnir fáist ekki greiddir, því sá hluti hins íslenska efnahagslífs sem er utan fjármálageirans, hinn „raunverulegi" efnahagur, hefur gefið af sér öruggan arð allt fram að hruni. Þessi hluti íslensks hagkerfis hefur staðið af sér óveðrið og mun gefa áfram arð, ef komið verður í veg fyrir að AGS sendi reikninginn fyrir hrunið til almennra Íslendinga. Við verðum að byggja upp samfélag, grundvallað á gildum eins og félagslegu réttlæti, efnahagslegum stöðugleika og sjálfbærri þróun, um allan heim og í öllum samfélögum. Við samþykkjum ekki áframhaldandi forræði nýfrjálshyggjunnar, og við megum ekki samþykkja afturhvarf til óbreytts ástands á komandi árum. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Emilie Ekeberg er formaður Attac Norge og Árni Daníel Júlíusson er talsmaður Attac á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í þessari viku (25.-31. okt.) heldur Norðurlandaráð sinn árlega fund, nú í Stokkhólmi. Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Attac-samtökin á Norðurlöndum telja að Norðurlöndin verði að veita Íslandi lán sem leysi AGS undan skyldum sínum hér. Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu. Hagvöxtur á forsendum nýfrjálshyggjunnar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008. Með hruni fjármálamarkaðanna gekk AGS því í endurnýjaða lífdaga fyrir forgöngu þeirra sem hafa völdin á efnahagssviðinu, þrátt fyrir að þeir hefðu sjálfir lagt drögin að hruninu, og þrátt fyrir að sjóðnum hefði mistekist í öllum yfirlýstum markmiðum sínum: tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir kreppur, stuðla að hagvexti og draga úr fátækt. Sú ríkisstjórn sem var við völd á Íslandi þegar kreppan skall á af fullum þunga leitaði ásjár AGS. Sett var upp endurreisnaráætlun fyrir landið undir stjórn AGS, en með kröfum Englands og Hollands um að láta íslenska skattgreiðendur greiða mun meira af skuldum bankanna en kveðið er á um í reglum ESB um tryggingarsjóði. Gamalkunnir fylgifiskar fylgdu aðkomu hans, hávaxtastefna sem gagnast erlendum fjármagnseigendum en drepur niður innlendan atvinnurekstur, niðurskurður í velferðarmálum, gengishrun, uppsagnir opinberra starfsmanna. Allt þetta eykur á kreppuna/samdráttinn, vandamál heimilanna og atvinnuleysið og drepur samfélagið í dróma. Hugmynd AGS er endurreisn efnahagslífsins drifin áfram með erlendri skuldsetningu og erlendu fjármagni. Þar sem valkosti skortir, valkosti sem raunar eru fyrir hendi og hafa meðal annars verið lagðir fram af kreppunefnd SÞ (Stiglitz-nefndin), eru íslensk stjórnvöld þvinguð til að fylgja stefnu AGS í því augnamiði að endurheimta traust fjármálamarkaða heimsins. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld að grípa ekki til neinna þeirra ráðstafana, hvort sem er í skattamálum eða umhverfismálum, sem styggt gætu erlenda fjárfesta. Norðurlöndin hafa samþykkt að leggja Íslendingum lið í endurreisnarstarfinu undir handleiðslu AGS með lánsloforðum. Norrænu Attac-samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS, og veita frekar tvíhliða stuðning. Þessi lánafyrirgreiðsla ætti að vera í samræmi við þarfir landsmanna en ekki þarfir alþjóðlegra fjármálamarkaða. Til að losna undan þrýstingi og hótunum þeirra þarfnast Íslendingar allra tiltækra bandamanna, vinveittra þjóða, hreyfinga og einstaklinga. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Noregur gæti núna hjálpað Íslandi með afgerandi hætti. Noregur á nægt fé. Með því að bjóða fram lítinn hluta olíusjóðsins væri hægt að losa Ísland undan hinum fáránlegu skilyrðum sem AGS þröngvar upp á landið. Lítil hætta er á að peningarnir fáist ekki greiddir, því sá hluti hins íslenska efnahagslífs sem er utan fjármálageirans, hinn „raunverulegi" efnahagur, hefur gefið af sér öruggan arð allt fram að hruni. Þessi hluti íslensks hagkerfis hefur staðið af sér óveðrið og mun gefa áfram arð, ef komið verður í veg fyrir að AGS sendi reikninginn fyrir hrunið til almennra Íslendinga. Við verðum að byggja upp samfélag, grundvallað á gildum eins og félagslegu réttlæti, efnahagslegum stöðugleika og sjálfbærri þróun, um allan heim og í öllum samfélögum. Við samþykkjum ekki áframhaldandi forræði nýfrjálshyggjunnar, og við megum ekki samþykkja afturhvarf til óbreytts ástands á komandi árum. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Emilie Ekeberg er formaður Attac Norge og Árni Daníel Júlíusson er talsmaður Attac á Íslandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar