Innlent

Skaðlegt efni í sleikjum hér

Sleikja Sleikjurnar voru fluttar til Íslands frá Hollandi.
Sleikja Sleikjurnar voru fluttar til Íslands frá Hollandi.

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) þess efnis að innkalla skuli plastsleikjur framleiddar í Kína af fyrirtækinu Ningbo FUTURE Import & Export co.

Ástæða innköllunar er að flæði svonefnds þalata úr sleikjunum mældist yfir leyfilegum mörkum. Þalata er mýkingarefni sem sett er í plast til að mýkja það og er talið skaðlegt heilsu fólks. Sleikjurnar voru seldar á Íslandi á tímabilinu janúar 2009 til loka sumars 2009. Þeim sem eiga sleikju eins og sýnd er á myndinni og eignuðust hana á árinu 2009 er ráðlagt að hætta að nota hana.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×