Viðskipti innlent

FME sektar RUV og fleiri fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti

Höfuðstöðvar Fjármálaeftirlitsins.
Höfuðstöðvar Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað RUV, RARIK, Byggðastofnun og fleiri fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Öllum málunum hefur lokið með sátt þar sem viðkomandi aðilar féllust á að greiða sektir sem nema á bilinu 400.000 til 800.000 kr.

Með sáttinni féllust framangreindir aðilar og fleiri á að sem útgefandi skráðra skuldabréfa að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa ekki skilað listum yfir fruminnherja og aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum til Fjármálaeftirlitsins síðan rafrænt skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins var tekið í notkun í desember 2006.

Í lögunum er kveðið á um skyldu útgefenda til að senda Fjármálaeftirlitinu, í því formi sem eftirlitið ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda innherjum.

Endurskoðaðan lista yfir innherja skal senda Fjármálaeftirlitinu eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti.

Fyrir utan fyrrgreinda aðila voru það Landsbanki Föroya, Vopnafjarðarhreppur, Snæfellsbær, Tryggingamiðstöðin og Landsafl sem hlutu sektirnar.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×