Er barnið þitt örugglega öruggt? Karin Erna Elmardóttir skrifar 21. ágúst 2009 05:00 Í byrjun maí stóðu Umferðarstofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fyrir könnun á öryggi leikskólabarna í bílum. Könnunin var gerð við 60 leikskóla víða um land og öryggisbúnaður 2147 barna kannaður. Þessi könnun hefur verið gerð árlega frá 1996 og fyrstu árin voru niðurstöður vægast sagt óásættanlegar en ljóst er að orðið hefur hugarfarsbreyting í þessum efnum. Þegar skoðuð er þróun mála kemur í ljós að tilfellum þar sem enginn búnaður er notaður hefur fækkað mikið, nánar tiltekið úr 28% árið 1996 í 3% í ár. Svipaður fjöldi barna er nú og í fyrra í ófullnægjandi búnaði þ.e. í engum eða aðeins með öryggisbelti. 14,2% í fyrra en 12,8% í ár. Því reyndust nú 87,2% barna vera í viðeigandi öryggisbúnaði í bíl á leið til leikskóla. Aðrar niðurstöður í ár eru: n Einungis 7,9% barnabílstóla voru bakvísandi. n Notkun ökumanna á bílbeltum var einnig könnuð og að þessu sinni voru 15,8% ökumanna án belta. Þetta er verri útkoma en í fyrra en þá voru 13,4% ökumanna án belta. n Fylgni er á milli þess hvort ökumenn noti bílbelti og hvort börn séu í öryggisbúnaði. Þar sem ökumenn notuðu ekki belti voru 12,7% barna ekki í öryggisbúnaði, en í 1,4% tilfella þar sem belti ökumanna voru spennt. Ástandið í þessum efnum reyndist vera best á Fáskrúðsfirði, Vopnafirði, Akureyri og á Bíldudal, en af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu Seltjarnarnes og Mosfellsbær best út. Bílstjórar og foreldrar ættu að hafa það í huga að barn undir 18 kg er mun betur varið í bakvísandi stól en framvísandi ef bíllinn lendir í árekstri. Höfuð barns á þessum aldri er hlutfallslega stærra og þyngra en höfuð eldra barns og hálsliðir ekki fullþroskaðir. Snúi barnið fram er líklegra að það hljóti alvarlega áverka í árekstri. Öryggisbelti er ekki fullnægjandi búnaður fyrir barn sem er undir 36 kg. Bílbeltið getur veitt barni undir 36 kg alvarlega áverka í kviðarholi lendi það í árekstri. Ástæðan er sú að beinagrindin er ekki orðin nægilega þroskuð til að öryggisbeltið sitji rétt. Þá má barn lægra en 150 sm á hæð ekki sitja í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið. Höggið sem öryggispúðinn gefur þegar hann springur út getur leitt barn til dauða þó hann veiti fullorðnum öryggi. Umferðarstofa og Landsbjörg hvetja foreldra og forráðamenn að tryggja það að börnin þeirra séu í öruggum og viðeigandi öryggisbúnaði. Það er ekkert sem heitir að aka stutt og þá sé í lagi að vera án öryggisbúnaðar eða án þess að hafa beltin spennt. Alvarleg slys gerast líka á stuttum vegalengdum og börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Foreldrar eru fyrirmyndir og eiga því alltaf að vera með beltin spennt og eiga að sjálfsögðu að spenna börnin sína líka, alltaf. Höfundur er fræðslfulltrúi hjá Umferðarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun maí stóðu Umferðarstofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fyrir könnun á öryggi leikskólabarna í bílum. Könnunin var gerð við 60 leikskóla víða um land og öryggisbúnaður 2147 barna kannaður. Þessi könnun hefur verið gerð árlega frá 1996 og fyrstu árin voru niðurstöður vægast sagt óásættanlegar en ljóst er að orðið hefur hugarfarsbreyting í þessum efnum. Þegar skoðuð er þróun mála kemur í ljós að tilfellum þar sem enginn búnaður er notaður hefur fækkað mikið, nánar tiltekið úr 28% árið 1996 í 3% í ár. Svipaður fjöldi barna er nú og í fyrra í ófullnægjandi búnaði þ.e. í engum eða aðeins með öryggisbelti. 14,2% í fyrra en 12,8% í ár. Því reyndust nú 87,2% barna vera í viðeigandi öryggisbúnaði í bíl á leið til leikskóla. Aðrar niðurstöður í ár eru: n Einungis 7,9% barnabílstóla voru bakvísandi. n Notkun ökumanna á bílbeltum var einnig könnuð og að þessu sinni voru 15,8% ökumanna án belta. Þetta er verri útkoma en í fyrra en þá voru 13,4% ökumanna án belta. n Fylgni er á milli þess hvort ökumenn noti bílbelti og hvort börn séu í öryggisbúnaði. Þar sem ökumenn notuðu ekki belti voru 12,7% barna ekki í öryggisbúnaði, en í 1,4% tilfella þar sem belti ökumanna voru spennt. Ástandið í þessum efnum reyndist vera best á Fáskrúðsfirði, Vopnafirði, Akureyri og á Bíldudal, en af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu Seltjarnarnes og Mosfellsbær best út. Bílstjórar og foreldrar ættu að hafa það í huga að barn undir 18 kg er mun betur varið í bakvísandi stól en framvísandi ef bíllinn lendir í árekstri. Höfuð barns á þessum aldri er hlutfallslega stærra og þyngra en höfuð eldra barns og hálsliðir ekki fullþroskaðir. Snúi barnið fram er líklegra að það hljóti alvarlega áverka í árekstri. Öryggisbelti er ekki fullnægjandi búnaður fyrir barn sem er undir 36 kg. Bílbeltið getur veitt barni undir 36 kg alvarlega áverka í kviðarholi lendi það í árekstri. Ástæðan er sú að beinagrindin er ekki orðin nægilega þroskuð til að öryggisbeltið sitji rétt. Þá má barn lægra en 150 sm á hæð ekki sitja í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið. Höggið sem öryggispúðinn gefur þegar hann springur út getur leitt barn til dauða þó hann veiti fullorðnum öryggi. Umferðarstofa og Landsbjörg hvetja foreldra og forráðamenn að tryggja það að börnin þeirra séu í öruggum og viðeigandi öryggisbúnaði. Það er ekkert sem heitir að aka stutt og þá sé í lagi að vera án öryggisbúnaðar eða án þess að hafa beltin spennt. Alvarleg slys gerast líka á stuttum vegalengdum og börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Foreldrar eru fyrirmyndir og eiga því alltaf að vera með beltin spennt og eiga að sjálfsögðu að spenna börnin sína líka, alltaf. Höfundur er fræðslfulltrúi hjá Umferðarstofu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar