Einn heilbrigður banki á Íslandi 21. desember 2009 06:00 Margeir Pétursson skrifar um bankarekstur Í Viðskiptablaðinu 17. desember segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra: „Nú eru starfandi á Íslandi þrír fullfjármagnaðir og heilbrigðir bankar sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að þjónusta íslensk heimili og atvinnulíf.“ Þetta birtist undir fyrirsögninni „Þrír heilbrigðir bankar“. Þarna á fjármálaráðherra við afsprengi föllnu bankanna, sem eru NBI hf. (Nýi Landsbankinn), áður Landsbanki Íslands, Íslandsbanki, áður Nýi Glitnir, þar áður Glitnir, þar áður Íslandsbanki og Arion Banki, áður Nýi Kaupþing Banki, þar áður Kaupþing Banki, þar áður KB Banki, þar áður Kaupþing Búnaðarbanki, þar áður Búnaðarbankinn. Fjármálaráðherra á hins vegar að vita mætavel að á Íslandi er aðeins starfandi einn heilbrigður viðskiptabanki, MP Banki hf., sem hefur staðið við allar sínar skuldbindingar bæði innanlands og erlendis. Mér sem stofnanda og stjórnarformanni MP Banka sárnar að ráðherra hafi sleppt því að nefna hann, en hampa afsprengjum föllnu bankanna þar sem ríkið á reyndar mikilla hagsmuna að gæta. Lái mér það hver sem vill að sárna. Vonandi er þetta ekki fyrirheit um að ríkið muni brjóta samkeppnislög til hagsbóta fyrir þá banka þar sem það á beinna hagsmuna að gæta sem hluthafi og óbeinna sem kröfuhafi.Spunameistarar ennþá við stýrið?Sú fullyrðing að nýju bankarnir þrír séu „heilbrigðir“ virðist byggjast á einhverskonar óskhyggju ráðherrans. Tilvist þeirra byggist á neyðarlögunum þar sem farið var á snið við meginreglur alþjóðlegs gjaldþrotaréttar og innlendar eigur föllnu bankanna voru settar yfir á nýja kennitölu. Þegar eru farin af stað dómsmál gegn íslenska ríkinu og bönkum þess og má búast við tilraunum til kyrrsetningu á eignum um ókomin ár sem m.a. Seðlabanki Íslands hefur varað við. Þá samræmist eignarhald tveggja af þremur nýju bankanna ekki lögum um fjármálafyrirtæki þar sem eigendur þeirra eru þrotabú. Mér er ekki kunnugt um nokkurt land þar sem þrotabúum er heimilt að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Það mál verður væntanlega einnig leyst með kennitöluskiptum. Ímyndarsérfræðingar nýju bankanna túlka þetta sem eignarhald erlendra aðila og stuðningsyfirlýsingu þeirra við bankana, þótt „eigendurnir“ virðist að stórum hluta hrægamma- og vogunarsjóðir í leit að skjótfengnum gróða. Það hlýtur svo að vera að lagaflækju- og ímyndarmenn föllnu bankanna hafi haldið stöðum sínum. Það er mjög slæmt ef sá stjórnmálamaður er farinn að trúa þeim, sem áður var í forystu efasemdarmanna. Þá er Bleik brugðið. Ógagnsæi við endurreisn?Nú ganga fjöllunum hærra þær sögusagnir að fjármálaráðherra hyggist veita fjárfestingarbankanum Saga Capital hf., sem lét fallerast í ástarbréfaleik föllnu bankanna, mikið hlutverk í endurreisn sparisjóðakerfisins. Eitt fyrsta verk ráðherrans í fjármálaráðuneytinu var að veita þessu fyrirtæki 19 milljarða lán á 2% vöxtum til að draga það að landi, sem fyrirtækið eignfærði síðan sem 6 milljarða eign með fáheyrðum bókhaldsæfingum. Í fréttum RÚV þann 15. desember lagði ráðherrann sérstaka blessun sína yfir yfirstandandi kennitöluskipti fyrirtækisins. Sökudólgarnir í Enron-hneykslinu mikla hljóta nú að gráta það á bakvið lás og slá að hafa ekki hugsað upp slíkt snjallræði. Þá væri hlutabréfaverð Enron væntanlega ennþá í hæstu hæðum. Nú þarf ráðherra að afneita þessum sögusögnum algerlega, þannig að minni vafi leiki á um gagnsæja endurreisn íslensks fjármálakerfis. Við hjá MP Banka höfum ekki þegið stuðning frá ríkinu eða kostað skattgreiðendur neitt. Það hafa viðskiptavinir kunnað vel að meta. Það eina sem við förum fram á er að leikreglur og samkeppnislög verði höfð í heiðri og við njótum sannmælis. Höfundur er stofnandi og stjórnarformaður MP Banka hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Margeir Pétursson skrifar um bankarekstur Í Viðskiptablaðinu 17. desember segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra: „Nú eru starfandi á Íslandi þrír fullfjármagnaðir og heilbrigðir bankar sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að þjónusta íslensk heimili og atvinnulíf.“ Þetta birtist undir fyrirsögninni „Þrír heilbrigðir bankar“. Þarna á fjármálaráðherra við afsprengi föllnu bankanna, sem eru NBI hf. (Nýi Landsbankinn), áður Landsbanki Íslands, Íslandsbanki, áður Nýi Glitnir, þar áður Glitnir, þar áður Íslandsbanki og Arion Banki, áður Nýi Kaupþing Banki, þar áður Kaupþing Banki, þar áður KB Banki, þar áður Kaupþing Búnaðarbanki, þar áður Búnaðarbankinn. Fjármálaráðherra á hins vegar að vita mætavel að á Íslandi er aðeins starfandi einn heilbrigður viðskiptabanki, MP Banki hf., sem hefur staðið við allar sínar skuldbindingar bæði innanlands og erlendis. Mér sem stofnanda og stjórnarformanni MP Banka sárnar að ráðherra hafi sleppt því að nefna hann, en hampa afsprengjum föllnu bankanna þar sem ríkið á reyndar mikilla hagsmuna að gæta. Lái mér það hver sem vill að sárna. Vonandi er þetta ekki fyrirheit um að ríkið muni brjóta samkeppnislög til hagsbóta fyrir þá banka þar sem það á beinna hagsmuna að gæta sem hluthafi og óbeinna sem kröfuhafi.Spunameistarar ennþá við stýrið?Sú fullyrðing að nýju bankarnir þrír séu „heilbrigðir“ virðist byggjast á einhverskonar óskhyggju ráðherrans. Tilvist þeirra byggist á neyðarlögunum þar sem farið var á snið við meginreglur alþjóðlegs gjaldþrotaréttar og innlendar eigur föllnu bankanna voru settar yfir á nýja kennitölu. Þegar eru farin af stað dómsmál gegn íslenska ríkinu og bönkum þess og má búast við tilraunum til kyrrsetningu á eignum um ókomin ár sem m.a. Seðlabanki Íslands hefur varað við. Þá samræmist eignarhald tveggja af þremur nýju bankanna ekki lögum um fjármálafyrirtæki þar sem eigendur þeirra eru þrotabú. Mér er ekki kunnugt um nokkurt land þar sem þrotabúum er heimilt að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Það mál verður væntanlega einnig leyst með kennitöluskiptum. Ímyndarsérfræðingar nýju bankanna túlka þetta sem eignarhald erlendra aðila og stuðningsyfirlýsingu þeirra við bankana, þótt „eigendurnir“ virðist að stórum hluta hrægamma- og vogunarsjóðir í leit að skjótfengnum gróða. Það hlýtur svo að vera að lagaflækju- og ímyndarmenn föllnu bankanna hafi haldið stöðum sínum. Það er mjög slæmt ef sá stjórnmálamaður er farinn að trúa þeim, sem áður var í forystu efasemdarmanna. Þá er Bleik brugðið. Ógagnsæi við endurreisn?Nú ganga fjöllunum hærra þær sögusagnir að fjármálaráðherra hyggist veita fjárfestingarbankanum Saga Capital hf., sem lét fallerast í ástarbréfaleik föllnu bankanna, mikið hlutverk í endurreisn sparisjóðakerfisins. Eitt fyrsta verk ráðherrans í fjármálaráðuneytinu var að veita þessu fyrirtæki 19 milljarða lán á 2% vöxtum til að draga það að landi, sem fyrirtækið eignfærði síðan sem 6 milljarða eign með fáheyrðum bókhaldsæfingum. Í fréttum RÚV þann 15. desember lagði ráðherrann sérstaka blessun sína yfir yfirstandandi kennitöluskipti fyrirtækisins. Sökudólgarnir í Enron-hneykslinu mikla hljóta nú að gráta það á bakvið lás og slá að hafa ekki hugsað upp slíkt snjallræði. Þá væri hlutabréfaverð Enron væntanlega ennþá í hæstu hæðum. Nú þarf ráðherra að afneita þessum sögusögnum algerlega, þannig að minni vafi leiki á um gagnsæja endurreisn íslensks fjármálakerfis. Við hjá MP Banka höfum ekki þegið stuðning frá ríkinu eða kostað skattgreiðendur neitt. Það hafa viðskiptavinir kunnað vel að meta. Það eina sem við förum fram á er að leikreglur og samkeppnislög verði höfð í heiðri og við njótum sannmælis. Höfundur er stofnandi og stjórnarformaður MP Banka hf.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar