Einn heilbrigður banki á Íslandi 21. desember 2009 06:00 Margeir Pétursson skrifar um bankarekstur Í Viðskiptablaðinu 17. desember segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra: „Nú eru starfandi á Íslandi þrír fullfjármagnaðir og heilbrigðir bankar sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að þjónusta íslensk heimili og atvinnulíf.“ Þetta birtist undir fyrirsögninni „Þrír heilbrigðir bankar“. Þarna á fjármálaráðherra við afsprengi föllnu bankanna, sem eru NBI hf. (Nýi Landsbankinn), áður Landsbanki Íslands, Íslandsbanki, áður Nýi Glitnir, þar áður Glitnir, þar áður Íslandsbanki og Arion Banki, áður Nýi Kaupþing Banki, þar áður Kaupþing Banki, þar áður KB Banki, þar áður Kaupþing Búnaðarbanki, þar áður Búnaðarbankinn. Fjármálaráðherra á hins vegar að vita mætavel að á Íslandi er aðeins starfandi einn heilbrigður viðskiptabanki, MP Banki hf., sem hefur staðið við allar sínar skuldbindingar bæði innanlands og erlendis. Mér sem stofnanda og stjórnarformanni MP Banka sárnar að ráðherra hafi sleppt því að nefna hann, en hampa afsprengjum föllnu bankanna þar sem ríkið á reyndar mikilla hagsmuna að gæta. Lái mér það hver sem vill að sárna. Vonandi er þetta ekki fyrirheit um að ríkið muni brjóta samkeppnislög til hagsbóta fyrir þá banka þar sem það á beinna hagsmuna að gæta sem hluthafi og óbeinna sem kröfuhafi.Spunameistarar ennþá við stýrið?Sú fullyrðing að nýju bankarnir þrír séu „heilbrigðir“ virðist byggjast á einhverskonar óskhyggju ráðherrans. Tilvist þeirra byggist á neyðarlögunum þar sem farið var á snið við meginreglur alþjóðlegs gjaldþrotaréttar og innlendar eigur föllnu bankanna voru settar yfir á nýja kennitölu. Þegar eru farin af stað dómsmál gegn íslenska ríkinu og bönkum þess og má búast við tilraunum til kyrrsetningu á eignum um ókomin ár sem m.a. Seðlabanki Íslands hefur varað við. Þá samræmist eignarhald tveggja af þremur nýju bankanna ekki lögum um fjármálafyrirtæki þar sem eigendur þeirra eru þrotabú. Mér er ekki kunnugt um nokkurt land þar sem þrotabúum er heimilt að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Það mál verður væntanlega einnig leyst með kennitöluskiptum. Ímyndarsérfræðingar nýju bankanna túlka þetta sem eignarhald erlendra aðila og stuðningsyfirlýsingu þeirra við bankana, þótt „eigendurnir“ virðist að stórum hluta hrægamma- og vogunarsjóðir í leit að skjótfengnum gróða. Það hlýtur svo að vera að lagaflækju- og ímyndarmenn föllnu bankanna hafi haldið stöðum sínum. Það er mjög slæmt ef sá stjórnmálamaður er farinn að trúa þeim, sem áður var í forystu efasemdarmanna. Þá er Bleik brugðið. Ógagnsæi við endurreisn?Nú ganga fjöllunum hærra þær sögusagnir að fjármálaráðherra hyggist veita fjárfestingarbankanum Saga Capital hf., sem lét fallerast í ástarbréfaleik föllnu bankanna, mikið hlutverk í endurreisn sparisjóðakerfisins. Eitt fyrsta verk ráðherrans í fjármálaráðuneytinu var að veita þessu fyrirtæki 19 milljarða lán á 2% vöxtum til að draga það að landi, sem fyrirtækið eignfærði síðan sem 6 milljarða eign með fáheyrðum bókhaldsæfingum. Í fréttum RÚV þann 15. desember lagði ráðherrann sérstaka blessun sína yfir yfirstandandi kennitöluskipti fyrirtækisins. Sökudólgarnir í Enron-hneykslinu mikla hljóta nú að gráta það á bakvið lás og slá að hafa ekki hugsað upp slíkt snjallræði. Þá væri hlutabréfaverð Enron væntanlega ennþá í hæstu hæðum. Nú þarf ráðherra að afneita þessum sögusögnum algerlega, þannig að minni vafi leiki á um gagnsæja endurreisn íslensks fjármálakerfis. Við hjá MP Banka höfum ekki þegið stuðning frá ríkinu eða kostað skattgreiðendur neitt. Það hafa viðskiptavinir kunnað vel að meta. Það eina sem við förum fram á er að leikreglur og samkeppnislög verði höfð í heiðri og við njótum sannmælis. Höfundur er stofnandi og stjórnarformaður MP Banka hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Margeir Pétursson skrifar um bankarekstur Í Viðskiptablaðinu 17. desember segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra: „Nú eru starfandi á Íslandi þrír fullfjármagnaðir og heilbrigðir bankar sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að þjónusta íslensk heimili og atvinnulíf.“ Þetta birtist undir fyrirsögninni „Þrír heilbrigðir bankar“. Þarna á fjármálaráðherra við afsprengi föllnu bankanna, sem eru NBI hf. (Nýi Landsbankinn), áður Landsbanki Íslands, Íslandsbanki, áður Nýi Glitnir, þar áður Glitnir, þar áður Íslandsbanki og Arion Banki, áður Nýi Kaupþing Banki, þar áður Kaupþing Banki, þar áður KB Banki, þar áður Kaupþing Búnaðarbanki, þar áður Búnaðarbankinn. Fjármálaráðherra á hins vegar að vita mætavel að á Íslandi er aðeins starfandi einn heilbrigður viðskiptabanki, MP Banki hf., sem hefur staðið við allar sínar skuldbindingar bæði innanlands og erlendis. Mér sem stofnanda og stjórnarformanni MP Banka sárnar að ráðherra hafi sleppt því að nefna hann, en hampa afsprengjum föllnu bankanna þar sem ríkið á reyndar mikilla hagsmuna að gæta. Lái mér það hver sem vill að sárna. Vonandi er þetta ekki fyrirheit um að ríkið muni brjóta samkeppnislög til hagsbóta fyrir þá banka þar sem það á beinna hagsmuna að gæta sem hluthafi og óbeinna sem kröfuhafi.Spunameistarar ennþá við stýrið?Sú fullyrðing að nýju bankarnir þrír séu „heilbrigðir“ virðist byggjast á einhverskonar óskhyggju ráðherrans. Tilvist þeirra byggist á neyðarlögunum þar sem farið var á snið við meginreglur alþjóðlegs gjaldþrotaréttar og innlendar eigur föllnu bankanna voru settar yfir á nýja kennitölu. Þegar eru farin af stað dómsmál gegn íslenska ríkinu og bönkum þess og má búast við tilraunum til kyrrsetningu á eignum um ókomin ár sem m.a. Seðlabanki Íslands hefur varað við. Þá samræmist eignarhald tveggja af þremur nýju bankanna ekki lögum um fjármálafyrirtæki þar sem eigendur þeirra eru þrotabú. Mér er ekki kunnugt um nokkurt land þar sem þrotabúum er heimilt að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Það mál verður væntanlega einnig leyst með kennitöluskiptum. Ímyndarsérfræðingar nýju bankanna túlka þetta sem eignarhald erlendra aðila og stuðningsyfirlýsingu þeirra við bankana, þótt „eigendurnir“ virðist að stórum hluta hrægamma- og vogunarsjóðir í leit að skjótfengnum gróða. Það hlýtur svo að vera að lagaflækju- og ímyndarmenn föllnu bankanna hafi haldið stöðum sínum. Það er mjög slæmt ef sá stjórnmálamaður er farinn að trúa þeim, sem áður var í forystu efasemdarmanna. Þá er Bleik brugðið. Ógagnsæi við endurreisn?Nú ganga fjöllunum hærra þær sögusagnir að fjármálaráðherra hyggist veita fjárfestingarbankanum Saga Capital hf., sem lét fallerast í ástarbréfaleik föllnu bankanna, mikið hlutverk í endurreisn sparisjóðakerfisins. Eitt fyrsta verk ráðherrans í fjármálaráðuneytinu var að veita þessu fyrirtæki 19 milljarða lán á 2% vöxtum til að draga það að landi, sem fyrirtækið eignfærði síðan sem 6 milljarða eign með fáheyrðum bókhaldsæfingum. Í fréttum RÚV þann 15. desember lagði ráðherrann sérstaka blessun sína yfir yfirstandandi kennitöluskipti fyrirtækisins. Sökudólgarnir í Enron-hneykslinu mikla hljóta nú að gráta það á bakvið lás og slá að hafa ekki hugsað upp slíkt snjallræði. Þá væri hlutabréfaverð Enron væntanlega ennþá í hæstu hæðum. Nú þarf ráðherra að afneita þessum sögusögnum algerlega, þannig að minni vafi leiki á um gagnsæja endurreisn íslensks fjármálakerfis. Við hjá MP Banka höfum ekki þegið stuðning frá ríkinu eða kostað skattgreiðendur neitt. Það hafa viðskiptavinir kunnað vel að meta. Það eina sem við förum fram á er að leikreglur og samkeppnislög verði höfð í heiðri og við njótum sannmælis. Höfundur er stofnandi og stjórnarformaður MP Banka hf.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar