Menntunarsnautt Ísland? 28. desember 2009 06:00 Ásthildur Erlingsdóttir skrifar um menntamál Í enda árs blasir við sú staða skólana að þeim er ætlað að skera niður um miklar fjárhæðir, í viðbót við það sem þegar búið er, stórt skarð á nú að höggva í fjarnámskennslu og öldungadeildir. Hver á staða hins almenna borgara að vera hér á landi? Sjá stjórnvöld fyrir sér þær afleiðingar sem þetta skref kemur til með að hafa? Hvað varð um þann sannleika að menntun sé máttur! Eða á það bara að eiga við um hluta þjóðarinnar? Fjarnám og dreifnám er mikilvægur hluti af menntakerfinu, einnig í Reykjavík. Þetta form menntunar er síst síðra en staðarnám og þarf sá er slíkt nám sækir að tileinka sér aga og skipulag, sem aftur skilar sér út í atvinnulífið. Þessi leið er sú eina sem margir geta leyft sér að velja, ef þeir vilja auka við menntun sína eða klára eldra nám. Ekki má gleyma að stór hluti þjóðarinnar er ekki búsettur í Reykjavík. Það hafa ekki allir kost á þeim möguleika að sækja nám á höfuðborgarsvæðinu, eða að flytja búferlum og taka námslán til að afla sér menntunar. Á enn og aftur að þrengja að þeim sem búa á landsbyggðinni? Ef að fjarnám leggst af, eða verður stórlega skert; lokast fyrir námsmöguleika margra og mannauður tapast. Á ég virkilega að trúa því að stefnan sé sú að byggja tónlistarhús með öllum þeim ófyrirsjáanlega kostnaði sem þeirri byggingu fylgir(svo eitt dæmi sé tekið), en svelta menntakerfið nánast til ólífis? Eitt er að hækka skatta og ýmsar álögur á landsmenn, annað er að skera þannig niður í menntakerfi og heilbrigðiskerfi (það er efni í annan pistil) að það hrikti í stoðum þeirra. Er verið að ýta undir landflótta? Vitað er að þegar þrengir að, eykst álag á heilbrigðisþjónustuna og velferðarkerfið, ásamt því að fleiri vilja fara í nám. Á að gera þeim sem sækjast eftir því að bæta stöðu sína , og þá um leið þjóðfélagsins, eins erfitt fyrir og hægt er? Er ekki einmitt þörf á Samfélagið styði við menntunarmöguleika landsmanna? Það verður að gefa einstaklingunum rými til að þroskast og vaxa. Á þann hátt vaxa hér upp sterkir einstaklingar sem geta tekið sig þær byrgðar sem verið er að leggja á axlir landsmanna. Allra landsmanna, þannig að möguleikar íslendinga til menntunar ættu að vera jafnir, óháð búsetu. Við lifum á tækniöld, nýtum okkur þá möguleika sem tæknin býður upp á. Ekki setja menntun þjóðarinnar til baka um fjölmörg ár, slíkt verður okkur ekki til heilla. Höfundur er formaður fræðslu- og menningarmálanefndar Grundarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ásthildur Erlingsdóttir skrifar um menntamál Í enda árs blasir við sú staða skólana að þeim er ætlað að skera niður um miklar fjárhæðir, í viðbót við það sem þegar búið er, stórt skarð á nú að höggva í fjarnámskennslu og öldungadeildir. Hver á staða hins almenna borgara að vera hér á landi? Sjá stjórnvöld fyrir sér þær afleiðingar sem þetta skref kemur til með að hafa? Hvað varð um þann sannleika að menntun sé máttur! Eða á það bara að eiga við um hluta þjóðarinnar? Fjarnám og dreifnám er mikilvægur hluti af menntakerfinu, einnig í Reykjavík. Þetta form menntunar er síst síðra en staðarnám og þarf sá er slíkt nám sækir að tileinka sér aga og skipulag, sem aftur skilar sér út í atvinnulífið. Þessi leið er sú eina sem margir geta leyft sér að velja, ef þeir vilja auka við menntun sína eða klára eldra nám. Ekki má gleyma að stór hluti þjóðarinnar er ekki búsettur í Reykjavík. Það hafa ekki allir kost á þeim möguleika að sækja nám á höfuðborgarsvæðinu, eða að flytja búferlum og taka námslán til að afla sér menntunar. Á enn og aftur að þrengja að þeim sem búa á landsbyggðinni? Ef að fjarnám leggst af, eða verður stórlega skert; lokast fyrir námsmöguleika margra og mannauður tapast. Á ég virkilega að trúa því að stefnan sé sú að byggja tónlistarhús með öllum þeim ófyrirsjáanlega kostnaði sem þeirri byggingu fylgir(svo eitt dæmi sé tekið), en svelta menntakerfið nánast til ólífis? Eitt er að hækka skatta og ýmsar álögur á landsmenn, annað er að skera þannig niður í menntakerfi og heilbrigðiskerfi (það er efni í annan pistil) að það hrikti í stoðum þeirra. Er verið að ýta undir landflótta? Vitað er að þegar þrengir að, eykst álag á heilbrigðisþjónustuna og velferðarkerfið, ásamt því að fleiri vilja fara í nám. Á að gera þeim sem sækjast eftir því að bæta stöðu sína , og þá um leið þjóðfélagsins, eins erfitt fyrir og hægt er? Er ekki einmitt þörf á Samfélagið styði við menntunarmöguleika landsmanna? Það verður að gefa einstaklingunum rými til að þroskast og vaxa. Á þann hátt vaxa hér upp sterkir einstaklingar sem geta tekið sig þær byrgðar sem verið er að leggja á axlir landsmanna. Allra landsmanna, þannig að möguleikar íslendinga til menntunar ættu að vera jafnir, óháð búsetu. Við lifum á tækniöld, nýtum okkur þá möguleika sem tæknin býður upp á. Ekki setja menntun þjóðarinnar til baka um fjölmörg ár, slíkt verður okkur ekki til heilla. Höfundur er formaður fræðslu- og menningarmálanefndar Grundarfjarðar.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar