Innlent

Ingibjörg Sólrún ekki ráðin mansalsfulltrúi ÖSE

Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2007 til 2009.
Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2007 til 2009. Mynd/Anton Brink
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ekki ráðin í starf mansalsfulltrúa ÖSE, öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Þetta staðfesti Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu, en ráðuneytið studdi umsókn Ingibjargar.

Embætti mansalsfulltrúa er meðal þeirra æðstu hjá ÖSE en hlutverk hans er að vekja athygli á málefninu á alþjóðavísu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×