Innlent

Ákvörðun um ákærur á fyrstu mánuðum 2010

Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson
Það skýrist fyrstu mánuði næsta árs hver niðurstaða verður í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem sérstakur saksóknari hefur til rannsóknar.

Þetta kom fram í samtali Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, við Fréttablaðið í gær. Hann segir farið að sjá fyrir endann á rannsóknum fyrstu málanna.

Ólafur Þór vildi ekki tjá sig um líkur á því að ákært verði. Hann segir slíkar vangaveltur, á þessu stigi, geta gert sig vanhæfan til að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi eða fella niður mál þegar rannsókn lýkur. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×