Enski boltinn

Arshavin: Þetta er bara rétt að byrja hjá mér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrey Arshavin fagnar fjórða marki sínu á móti Liverpool.
Andrey Arshavin fagnar fjórða marki sínu á móti Liverpool. Mynd/GettyImages

Rússinn Andrey Arshavin fór illa með titilvonir Liverpool með því að skora fernu á Anfield í gær. Arshavin er enn að aðlagast ensku úrvalsdeildinni en inn á milli leynir snilli þessa 27 ára sóknarmanns sér ekki.

„Ég er enn að aðlagast enska boltanum sem sést á því að ég var mjög rólegur í fyrri hálfleik fyrir utan það þegar ég skoraði," játaði Arshavin heiðarlega.

„Þetta er erfitt en ég mun halda áfram og ég þarf því bara tíma. Ég er nýr leikmaður í liðinu og ég er sannfærður um að þetta gangi allt miklu betur þegar ég er búinn að fara í gegnum undirbúningstímabil með liðnu. Þetta er bara rétt að byrja hjá mér," sagði Arshavin.

„Ég hef bara tvisvar skorað þrennu á ferlinum. Mér líður vel en ég samt vonsvikinn að við skyldum ekki ná því að vinna leikinn. Þetta var ótrúlegur fótboltaleikur en svona er enski boltinn," sagði Arshavin.

Arshavin þarf að sætta sig við það að hann má ekki spila með Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þar sem hann spilaði með Zenit St Petersburg fyrr í keppninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×