Erlent

Hellaristur í hættu

Óli Tynes skrifar
Ein af Lascaux hellaristunum.
Ein af Lascaux hellaristunum. MYND/AP

Hópur vísindamanna kom saman í Frakklandi í gær til þess að leita leiða til þess að varðveita hinar frægu Lascaux hellaristur í Suður-Frakklandi.

Risturnar eru mest fagurlega litaðar myndir af stórum dýrum sem lifðu á þessum slóðum á forsögulegum tímum.

Talið er að risturnar séu sextán þúsund ára gamlar. Sveppir ógna nú þessum myndum og vísindamennirnir ætla að reyna að finna leið til þess að eyða þeim án þess að valda tjóni á listaverkunum.

Það voru fjórir franskir táningar sem fundu hellana árið 1940.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×